Björk

Fréttamynd

Björk: Til hamingju Ísland

"Til hamingju Ísland: klukkan er ekki þrjú og það eru komnar 35073 undirskriftir," skrifar Björk Guðmundsdóttir á Twitter-síðu sína. Björk stóð fyrir undirskriftarsöfnun þar sem einstaklingar skora á Alþingi að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald á orkuauðlindum Íslands og nýtingu þeirra.

Innlent
Fréttamynd

"Hættum ekki að syngja fyrr en við náum 35.000"

Björk Guðmundsdóttir flutti lagið, Þrjú hjól undir bílnum, ásamt Ómari Ragnarssyni í karókímaraþoni sem hófst í dag. Björk stendur fyrir uppákomunni ásamt fleirum en takmarkið er að fá 35.000 undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald á orkuauðlindum Íslands og nýtingu þeirra.

Innlent
Fréttamynd

"Ullaði á sjálfa mig og samdi lög“

Björk Guðmundsdóttir hefur haft hátt um Magma-málið og og skylmist opinberlega við forstjóra fyrirtækisins. Á þrettándanum stendur hún fyrir karókímaraþoni svo þjóðin geti sungið auðlindirnar aftur til sín.

Innlent
Fréttamynd

Forstjóri Magma hótaði tímariti vegna ummæla Bjarkar

Ross Beaty, forstjóri Magma Energy, hótaði kanadísku tímariti fyrir að birta ummæli Bjarkar Guðmundsdóttur tónlistarkonu þar sem hún sagðist telja að fyrirtæki í eigu Beaty hefðu orð á sér fyrir að brjóta lög um mannréttindi og samninga verkalýðsfélaga í Suður-Afriku.

Innlent
Fréttamynd

Björk vill breyta álverinu í Helguvík í gróðurhús

"Ég vil nota grunninn af álverinu og byggja stórt gróðurhús sem myndi rækta grænmeti þannig það væri óþarfi að flytja það inn,“ svaraði tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir í viðtali í þættinum Návígi þegar umsjónarmaður þáttarins, Þórhallur Guðmundsson, spurði hana hvað hún myndi gera væri hún bæjarstjóri í Reykjanesbæ í einn dag.

Innlent
Fréttamynd

Flétta á leiðinni

Lagið Flétta sem Björk Guðmundsdóttir syngur á íslensku með enska tónlistarmanninum Antony Hegarty kemur út á þriðjudaginn. Lagið er að finna á nýjustu plötu hljómsveitarinnar Antony and the Johnsons, Swanlight. Rólegur píanóundirleikur hljómar undir fallegum röddum Bjarkar og Antonys í laginu, sem á vafalítið eftir að falla vel í kramið hjá aðdáendum þeirra beggja. Björk er þarna að launa Antony greiða frá árinu 2007 er hann söng með henni lagið My Juvenile á plötu hennar Volta.

Tónlist
Fréttamynd

Nýja orkustefnu strax!

Þann 17. september kom út skýrsla nefndarinnar um orku- og auðlindamál sem átti m.a. að fjalla um sölu HS Orku til Magma. þetta eru mjög áhugaverðar 93 blaðsíður sem væri vel hægt að nota sem upphaf á stefnu þjóðarinnar í umhverfismálum og umgengni á auðlindunum, bæði til sjávar og lands. Þegar skýrslan kom út voru nefndarmenn spurðir hvort skúffan í Svíþjóð væri lögleg eða ekki.

Skoðun
Fréttamynd

Björk minnist McQueen í GQ

Söngkonan Björk Guðmundsdóttir hefur skrifað minningargrein um tískuhönnuðinn Alexander McQueen sem birtist á tískusíðunni GQ.com. McQueen framdi sjálfvíg í febrúar en Björk var náin vinkona hans.

Lífið
Fréttamynd

Talaði aldrei um fimm fyrirtæki

Björk Guðmundsdóttir tónlistarmaður segir fréttamann AFP-fréttaveitunnar hafa haft rangt eftir sér svör hennar um Magma Energy á blaðamannafundi á þriðjudag.

Innlent
Fréttamynd

Magma segir áskanir Bjarkar vera fráleitar

Framkvæmdastjóri Magma Energy á Íslandi hafnar alfarið ásökunum Bjarkar Guðmundsdóttur tónlistarmanns þess efnis að fyrirtækið vilji eignast allar orkuauðlindir á Íslandi. Ummælin lét Björk falla í viðtali við AFP fréttaveituna í Helsinki í Finnlandi í gær.

Innlent
Fréttamynd

Beðið eftir Björk

Fyrirsætur, rokkstjörnur og áhrifafólk á borð við Michelle Obama hafa lýst yfir mikilli sorg vegna fráfalls hönnuðarins Alexanders McQueen.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Alexander McQueen svipti sig lífi

Breski fatahönnuðurinn Alexander McQueen er látinn en hann framdi sjálfsmorð samkvæmt The Daily Mail. Alexander þótti einn af frumlegustu hönnuðum sinnar kynslóðar.

Erlent
Fréttamynd

Mikill mannfjöldi á Náttúru tónleikum

Fjöldi manns kom saman síðasliðinn laugardag á tónleikum í Laugardalnum undir yfirskriftinni Náttúra. Tónleikarnir hófust kl. 17 og voru stærstu nöfnin Björk og Sigur Rós.

Lífið
Fréttamynd

Magnaðir Molar

Það ríkti mikil eftirvænting í Laugardalshöllinni á föstudagskvöldið. Höllin var vel full og útlendingar áberandi í salnum. Sennilega hafa aldrei fleiri komið til landsins gagngert til þess að fara á tónleika.

Tónlist
Fréttamynd

Björk á leið til Aceh

Björk Guðmundsdóttir er á leið til Aceh-héraðs í Indónesíu til að sjá uppbyggingarstarf þar á vegum UNICEF, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.

Lífið