Andlát

Fréttamynd

Hilmar Örn Kolbeins er látinn

Baráttumaðurinn Hilmar Örn Kolbeins er látinn. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut mánudaginn 5. september.

Innlent
Fréttamynd

Rapparinn PnB Rock skotinn til bana

Bandaríski rapparinn PnB Rock var í gær skotinn til bana á veitingastað í borginni Los Angeles. Morðingjarnir reyndu að fá skartgripi rapparans áður en þeir skutu hann.

Erlent
Fréttamynd

Rit­höfundurinn Javi­er Marias fallinn frá

Spænski rithöfundurinn og þýðandinn Javier Marias er látinn, sjötugur að aldri. Meðal þekktra bóka eftir Marias má nefna þríleikinn Tu rostro mañana, eða Andlit þitt á morgun, og bókina Ástir sem kom út á íslensku fyrir um tíu árum síðan.

Menning
Fréttamynd

Anna Guðný Guðmundsdóttir er látin

Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari er látin 64 ára að aldri eftir erfiða en aðdáunarverða baráttu við veikindi. Anna Guðný var lykilmaður í klassísku tónlistarlífi landsins áratugum saman og af mörgum talin besti meðleikari landsins.

Innlent
Fréttamynd

Magnús Norðdahl er látinn

Magnús Norðdahl, flugstjóri og fimmfaldur Íslandsmeistari í listflugi lést á heimili sínu á fimmtudaginn, 94 ára að aldri.

Innlent
Fréttamynd

Camilo Guevara er látinn

Camilo Guevara, sonur byltingarleiðtogans Che Guevara, er látinn, sextíu ára að aldri. Camilo lést eftir að hafa fengið hjartaáfall vegna blóðtappa í lungum.

Erlent
Fréttamynd

„Greiddi leiðina fyrir frjálsa Evrópu“

Leiðtogar þjóða og alþjóðastofnana, núverandi og fyrrverandi, víðs vegar um heim hafa minnst Mikhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna, sem lést í gær, 91 árs að aldri.

Erlent
Fréttamynd

Míkhaíl Gorbatsjov er látinn

Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, er látinn 91 árs að aldri. Gorbatsjov hafði verið að glíma við veikindi í langan tíma og lést á spítala í Moskvuborg í dag. 

Erlent
Fréttamynd

Sopra­nos-leikarinn Bob LuPone er látinn

Bandaríski leikarinn Robert „Bob“ LuPone, er látinn, 76 ára að aldri. LuPone gerði garðinn frægan sem leikari á Broadway í New York en einnig fyrir hlutverk sitt í þáttunum vinsælu, Sopranos.

Lífið
Fréttamynd

„Frum­bygginn í holunni“ er látinn

Maður sem hefur ávallt verið kallaður „frumbygginn í holunni“ og bjó í Amason-regnskóginum allt sitt líf er látinn. Hann var síðasti meðlimur ættbálks síns sem enn var á lífi.

Erlent
Fréttamynd

Fyrr­verandi konditor Hvíta hússins er látinn

Roland Mesnier, fyrrverandi konditor Hvítahússins, lést á föstudaginn eftir skammvinn veikindi, 78 ára að aldri. Mesnier matreiddi ljúffengt góðgæti ofan í fimm Bandaríkjaforseta á ævi sinni.

Erlent
Fréttamynd

Eiríkur Guðmundsson borinn til grafar í dag

Menningargeirinn syrgir nú einn sinn allra besta mann. Fjölmiðlar verða ekki samir eftir fráfall Eiríks Guðmundsonar; menningarumfjöllun almennt verður það ekki heldur né sjálfur skáldskapurinn. Ekki verður betur skilið á fjölda minningargreina sem birtast bæði í Morgunblaðinu í dag og á samfélagsmiðlum.

Innlent
Fréttamynd

„Madame Butter­fly“ er látin

Japanski fatahönnuðurinn Hanae Mori, sem þekkt var sem „Madame Butterfly“ í tískuheiminum, er látin, 96 ára að aldri. Mori er sögð vera fyrsti japanski hönnuðurinn sem hafi slegið rækilega í gegn í heimi hinnar frönsku hátísku.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Leikstjórinn Wolfgang Petersen allur

Þýski kvikmyndaleikstjórinn Wolfgang Petersen er látinn, 81 árs að aldri. Hann var best þekktur fyrir kvikmyndir á borð við Das Boot, Air Force One og The Perfect Storm.

Erlent