Landspítalinn

Fréttamynd

Sextán ára og yngri mega ekki koma í heimsókn

Heimsóknir barna undir 16 ára aldri eru nú óheimilar á Landspítalanum, nema í sérstöku samráði við stjórnendur deilda. Þá er ekki gert ráð fyrir að konum sé fylgt í fósturgreiningu nema með samþykki stjórnenda fósturgreiningadeildar.

Innlent
Fréttamynd

Hættustig, neyðarstig og alls konar bannað

Það er óhætt að ætla að hertar sóttvarnaaðgerðir sem kynntar voru í dag og taka gildi á miðnætti hafi verið mörgum vonbrigði. Aðgerðirnar eru þær hörðustu sem gripið hefur verið til hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins og ná til landsins alls. Til viðbótar við hertar aðgerðir hefur hættustigi verið lýst yfir á Landspítala og neyðarstigi almannavarna hefur sömuleiðis verið lýst yfir.

Innlent
Fréttamynd

Ný af­brigði á­hyggju­efni fyrir sam­fé­lagið

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalann, segir álagið á spítalann hafa aukist upp á síðkastið. Til skoðunar er hvort hækka eigi viðbúnaðarstig spítalans úr óvissustigi yfir á hættustig en ný afbrigði veirunnar munu ekki hafa áhrif á verklag á spítalanum.

Innlent
Fréttamynd

Einn lagður inn með Covid í nótt

Einn var lagður inn á Landspítala vegna Covid-sýkingar í nótt. Innlögnin er sú fyrsta vegna Covid í nokkrar vikur, að sögn yfirlæknis. Enginn lá inni á spítalanum með Covid í gær.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert bendi til tengsla AstraZeneca við blóðtappa

Sérfræðingur í ónæmissfræðum segir ekkert benda til þess að tilfelli blóðtappa í Evrópu tengist bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Lyfjastofnun Evrópu heldur hinu sama fram í tilkynningu í dag og mælir áfram með bóluefni AstraZeneca.

Innlent
Fréttamynd

Fengu ekki lotuna sem tengd er mögulegri aukaverkun

Landspítali hefur frestað bólusetningu starfsfólks með bóluefni AstraZeneca sem fara átti fram í dag eftir að notkun þess á landinu var stöðvuð tímabundið í morgun. Þá tekur spítalinn fram að hann hafi ekki fengið úthlutað AstraZeneca-bóluefni úr þeirri lotu sem tengd er mögulegri aukaverkun.

Innlent
Fréttamynd

Farinn að hreyfa sig og sparka í bolta eftir hrikalegt slys

Faðir tveggja ára drengs sem slasaðist, þegar bíll rann á fleygiferð niður brekku og skall af þunga á rólu sem hann lék sér í, segir kraftaverk að ekki hafi farið verr. Hann biðlar til almennings að dreifa ekki myndbandi af slysinu á samfélagsmiðlum. Það væri hræðilegt ef börnin sín sæu það. Nóg sé áfallið fyrir fjölskylduna og bílstjórann sem átti bílinn. 

Innlent
Fréttamynd

„Með ólíkindum að þetta skyldi geta gerst“

Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir ótrúlegt hvernig fólksbíll hafi getað runnið mannlaus langan spöl áður en hann fór niður brekku og hafnaði á rólu hvar barn á þriðja ári var að leika sér. Barnið dvaldi á Landspítalanum í nótt en varðstjórinn segir afleiðingarnar ekki hafa virkað alvarlegar í gær.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert sýni jákvætt hingað til

Búið er að skima meirihluta þeirra starfsmanna Landspítalans sem gætu hafa verið útsettir fyrir smiti eftir að starfsmaður á göngudeild lyflækninga A3 greindist með kórónuveirusmit. Hingað til hefur ekkert sýni verið jákvætt.

Innlent
Fréttamynd

Svona var 167. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar klukkan fimm í dag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn ræddu stöðu kórónuveirufaraldursins eftir að virkt smit kom upp á Landspítala. Alls hafa tveir greinst utan sóttkvíar á síðustu dögum.

Innlent
Fréttamynd

Gengið út frá því að smit á Landspítala sé breska afbrigðið

Um fimmtíu starfsmenn og sjúklingar eru í sóttkví eftir að starfsmaður á göngudeild lyflækninga A3 Landspítalans í Fossvogi greindist með covid-19 í gær. Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans í samtali við Vísi. Málið er litið alvarlegum augum.

Innlent
Fréttamynd

Telur ráðherra hafa misskilið svar Landspítalans um greiningu sýna

Yfirmaður meinafræðideildar Landspítalans segir að heilbrigðisráðherra hafi misskilið svar spítalans um hvort að hann gæti tekið að sér greiningu sýna úr leghálskrabbameinsskimun. Verið sé að skoða hvað þurfi til að deildin geti tekið greininguna að sér sem færist að öðrum kosti úr landi.

Innlent
Fréttamynd

Læknirinn nú við störf hjá Landspítala

Fyrrverandi læknir sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í störfum sínum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er nú við störf á Landspítalanum. Hann er ekki með starfsleyfi sem læknir. Kæra hefur verið lögð fram á hendur lækninum og lögreglurannsókn er hafin.

Innlent
Fréttamynd

Úr penna hjúkrunarfræðings

Nú í febrúar markar ár frá því að Covid-19 veiran skall á Ísland. Faraldurinn hefur tekið sinn toll og markað sín spor á þjóðina sem og heimsbyggðina alla. Eins átakanlegt og árið hefur verið fyrir land og þjóð þá má einnig draga lærdóm af því sem á undan er gengið.

Skoðun