Þjóðadeild karla í fótbolta

Fréttamynd

Gylfi: Auðvitað hefði ég átt að mæta í viðtöl

Gylfi Þór Sigurðsson, sem verður fyrirliði Íslands í vináttulandsleik gegn Frakklandi annað kvöld, segir að hann hefði átt að mæta í viðtöl eftir leikinn gegn Belgíu en segir að maður tekur ekki alltaf réttar ákvarðanir.

Fótbolti
Fréttamynd

Enginn Jón Daði en Albert og Jón Dagur fá sæti í landsliðshópnum

Eric Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, valdi í dag hópinn sem að mætir heimsmeisturum Frakka í vináttuleik ytra 11. október og Sviss mánudaginn 15. október á Laugardalsvelli. Þetta verður þriðji leikur liðsins í Þjóðadeildinni en fyrstu tveir töpuðust illa gegn Sviss úti og Belgíu heima.

Fótbolti
Fréttamynd

Courtois: Skemmtilegt að heyra víkingaklappið

Thibaut Courtois markvörður Belga hafði fremur lítið að gera í leiknum gegn Íslandi í dag og þurfti aðeins einu sinni að taka á hinum stóra sínum þegar hann varði skot frá Gylfa Þór Sigurðssyni í síðari hálfleiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Rúnar Már: Aldrei ásættanlegt að tapa

Rúnar Már Sigurjónsson var besti leikmaður Íslands í tapinu fyrir Belgum á Laugardalsvelli í kvöld. Rúnar kom aftur inn í landsliðshópinn fyrir þessa tvo leiki gegn Sviss og Belgíu og nýtti sénsinn vel.

Fótbolti
Fréttamynd

Sverrir Ingi: Erfitt að eiga við Lukaku

"Tilfinningarnar eru allt aðrar eftir þennan leik en hinn. Mér fannst liðið spila töluvert betur í dag en á laugardag. Leikurinn á laugardag var ekki ásættanlegur og við vissum það sjálfir. Við vorum staðráðnir í að koma til baka og sýna það að við gætum varist sem lið og sýnt baráttu. Mér fannst við gera það.“

Fótbolti