Jóhann Berg Guðmundsson gæti misst af lokaleik Íslands í Þjóðadeild UEFA á fimmtudag en hann fór meiddur af velli í leik Burnley í gær.
Jóhann Berg var á sínum stað í byrjunarliði Burnley sem mætti Leicester í ensku úrvalsdeildinni í gær en var tekinn af leikvelli á 65. mínútu.
Knattspyrnustjóri Burnley, Sean Dyche, staðfesti eftir leikinn að hann hefði tekið íslenska landsliðsmanninn af velli vegna meiðsla í kálfa. Hann sagðist þó vona að meiðslin væru ekki alvarleg.
Íslenska landsliðið kemur saman á morgun, mánudag, fyrir leikinn við Belgíu á fimmtudag og verður staðan á Jóhanni væntanlega tekin strax og hann kemur til liðs við liðið.
Ísland mætir Belgíu ytra á fimmtudaginn og spilar vináttuleik við Katar nokkrum dögum síðar.
Jóhann Berg fór meiddur af velli
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

„Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“
Íslenski boltinn


Skelltu sér í jarðarför Hauka
Körfubolti





„Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“
Íslenski boltinn

