Heilbrigðismál

Fréttamynd

Ríkið tekur við börnum með fjöl­þættan vanda

Ríkið hefur undirritað samkomulag ríkisins við Samband íslenskra sveitarfélaga um ábyrgðarskiptingu í málefnum barna með fjölþættan vanda og uppbyggingu hjúkrunarheimila. Breytingunum er ætlað að einfalda verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga og um leið styrkja fjárhag sveitarfélaga. Þau taka gildi um mitt þetta ár.

Innlent
Fréttamynd

Heil­brigðis­ráð­herra kom sjúk­lingi til bjargar í flugi

Alma Möller heilbrigðisráðherra þurfti að rifja upp ekki svo gamla takta þegar maður veiktist um borð í flugvél á leið til landsins. Alma kom sjúklingnum til aðstoðar, ásamt öðrum lækni og hjúkrunarfræðingi, og honum var komið á sjúkrahús eftir lendingu.

Innlent
Fréttamynd

Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í ver­öldinni

Foreldrar sem eiga tvítugan son með fjölþættan vanda eru sorgmædd yfir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að loka eigi Janusi endurhæfingu eftir að vera loksins komin með úrræði sem þau telja að geti mætt þörfum sonar þeirra. Þau óttast að hans bíði ekkert annað en líf á örorku ef fer sem horfir. 

Innlent
Fréttamynd

Einn af hverjum fimm Ís­lendingum með heyrnar­skerðingu

Einn af hverjum fimm Íslendingum eru með einhverja heyrnarskerðingu og er reiknað með að eftir fimm ár muni 35 þúsund Íslendinga þurfa á heyrnarþjónustu að halda. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps um skipulag heyrnarþjónustu til framtíðar.

Innlent
Fréttamynd

Óttast að missa úr­ræðið sem breytti lífi hennar

Ungmenni með fjölþættan vanda sem hafa fengið fjölbreytta geðheilbrigðisþjónustu hjá Janusi endurhæfingu eru uggandi yfir því að þjónustan færist undir VIRK þegar Janus lokar þann 1. júní. Þau hafa sett af stað undirskriftalista til að skora á stjórnvöld að halda úrræðinu opnu svo fleiri geti sótt hjálpina sem þau hafa notið.

Innlent
Fréttamynd

Best að sleppa á­fenginu al­veg

Landlæknir ráðleggur fólki að nota eins lítið áfengi og hægt er. Best sé að sleppa því alveg. Landsmenn eru hvattir til að borða meiri fisk en áður en minna kjöt. Börn og ungmenni ættu að sneiða hjá orkudrykkjum. Þá ætti að takmarka neyslu á sætindum og unnum matvælum. 

Innlent
Fréttamynd

Matar­æði í stóra sam­hengi lífsins

Í vikunni voru kynntar endurskoðaðar íslenskar ráðleggingar um mataræði fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri. Þær byggja á norrænu næringarráðleggingunum 2023 sem standa á sterkum vísindalegum grunni. Með því að fylgja ráðleggingunum höfum við jákvæð áhrif bæði á heilsu okkar og umhverfið. Þessar ráðleggingar eru hugsaðar fyrir fólk sem er almennt heilsuhraust, bæði fullorðna og börn frá tveggja ára aldri. Sérstakar útfærslur eiga við á meðgöngu og við brjóstagjöf, fyrir börn undir tveggja ára aldri, einstaklinga með sjúkdóma eða fylgikvilla og einstaklinga undir miklu álagi t.d. vegna mikillar íþróttaiðkunar.

Skoðun
Fréttamynd

Nýjar ráð­leggingar um matar­æði

Embætti landlæknis hefur endurnýjað ráðleggingar sínar um mataræði og eru þær gefnar út í dag. Síðustu ráðleggingar um mataræði voru frá árinu 2014. Endurskoðunin byggir á nýlegum Norrænum næringarráðleggingum (NNR) frá 2023 sem Norræna ráðherranefndin gaf út.

Skoðun
Fréttamynd

Um fimm þúsund börn með of­fitu á Ís­landi

Rúmlega sjö af hverjum hundrað íslenskum börnum glíma við offitu sem er vaxandi vandamál hér á landi. Hlutfallið er hærra á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Sjötíu börn bíða nú eftir því að komast í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins en aukafjárveiting hefur orðið til þess að unnt er að stytta biðlista. 

Innlent
Fréttamynd

Berklasmit á Fá­skrúðs­firði

Einstaklingur hefur verið greindur með berkla á Fáskrúðsfirði. Aðeins um eitt tilfelli sé að ræða og verður það meðhöndlað á Heilsugæslunni í Fjarðabyggð.

Innlent
Fréttamynd

Mæla gegn því að ung­börn séu hnykkt

Ekki ætti að hnykkja eða losa liði barna yngri en tveggja ára samkvæmt ráðleggingum sem Félag sjúkraþjálfara hefur gefið út. Þá er mælt gegn allri notkun hnykk- og liðlosunarmeðferða við einkennum sem tengjast ekki stoðkerfi hjá börnum og ungmennum sem eru yngri en átján ára.

Innlent
Fréttamynd

Svefn­lyf ávana­bindandi og auki hættu á heila­bilun

Heilbrigðisráðuneytið hefur sett á laggirnar nýja vefsíðu til að stuðla að vitundarvakningu um skaðsemi svefnlyfja. Markmiðið segja þau vera að fræða fólk um virkni og margvíslegar aukaverkanir svefnlyfja, og stuðla að skynsamlegri notkun þeirra.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er bara klúður“

„Ég var alltaf svolítið fastur í þessu, því ég sá þetta ekki geta gengið upp,“ segir Vilhjálmur Arason, heimilislæknir og sérfræðingur í bráðalækningum, um þá staðreynd að ekki er gert ráð fyrir þyrlupalli á Nýja Landspítala.

Innlent
Fréttamynd

Þörf á þolin­mæði fyrir með­ferð með hugvíkkandi efnum

Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi og Helga Þórarinsdóttir læknir á geðdeild Landspítalans segja enn nokkuð langt í að hægt sé að fullyrða um öryggi og gagnsemi hugvíkkandi efna við meðferð á geð- og fíknisjúkdómum. Valgerður og Helga ræddu hugvíkkandi efni í Sprengisandi á Bylgjunni fyrr í dag.

Innlent