Heilbrigðismál

Fréttamynd

Kerfis­breyting – betri vinnu­tími

Í kjarasamningum vorið 2020 var samið um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. Í raun var samið um umfangsmikla kerfisbreytingu á vinnutíma sem ekki hefur verið hróflað við í nær hálfa öld.

Skoðun
Fréttamynd

Sextán ára og yngri mega ekki koma í heimsókn

Heimsóknir barna undir 16 ára aldri eru nú óheimilar á Landspítalanum, nema í sérstöku samráði við stjórnendur deilda. Þá er ekki gert ráð fyrir að konum sé fylgt í fósturgreiningu nema með samþykki stjórnenda fósturgreiningadeildar.

Innlent
Fréttamynd

Sál­ræn vanda­mál í kjöl­far CO­VID-19

Óvissan er ennþá töluverð í þjóðfélaginu um þessar mundir í tengslum við COVID-19. Staða smita breytist ört og mikið óöryggi um framhaldið – erum við að ná tökum á veirunni – er allt að fara úr böndunum aftur? Þessi óvissa getur skapað óöryggi hjá fólki og ótta um sig og sína nánustu, fjölskyldu, vini, kunningja og samstarfsfólk.

Skoðun
Fréttamynd

Dramatískar konur eða konur í lífs­hættu?

Finnst okkur sem samfélag í alvörunni í lagi að stelpur og konur séu óvinnufærar og láti lífið vegna sjúkdóms sem hægt er að meðhöndla? Hlustum við á ungar konur þegar þær eru að lýsa líðan sinni og upplifun? Við erum foreldrar langveikrar ungrar konu með endómetríósu.

Skoðun
Fréttamynd

Lífs­gæði ung­linga með endó­metríósu

Þann 19. mars hófst vika endómetríósu hér á landi. Vikan hefur verið haldin árlega í nokkur ár og frá árinu 2017 höfum við verið með málþing henni tengt. Að þessu sinni er yfirskrift vikunnar „Er barnið þitt með endómetríósu?“

Skoðun
Fréttamynd

Hvar er lífsýnið „mitt“?

Hvers vegna telur Embætti landlæknis allt í einu núna að sýni sem tekin eru vegna skimunar fyrir leghálskrabbameini þurfi ekki að geyma í nema fimm ár og því gildi ekki um þetta lög um lífsýnasöfn og söfn heilbrigðisupplýsinga nr. 110/2000, eins og berlega er hér gefið í skyn.

Skoðun
Fréttamynd

Ung kona fékk blóðtappa eftir bólusetningu

Ung íslensk kona sem nýlega var bólusett með AstraZeneca hér á landi liggur á sjúkrahúsi eftir að hafa fengið blóðtappa. Sóttvarnalæknir segir að hlé verði áfram á bólusetningum með efninu þótt Lyfjastofnun Evrópu hafi gefið grænt ljós á notkun þess á ný.

Innlent
Fréttamynd

Af út­brunnum læknum, morðum og mar­tröðum

Fólksfjölgun á landsbyggðinni er almennt hæg nema á nokkrum svæðum. Fólksfjölgun hefur verið gríðarleg í Borgarbyggð, á Akranesi, í Árborg og á Suðurnesjum. Ég sem er húsmóðir á Selfossi flutti í um 6000 manna sveitarfélag árið 2007 en er núna í 10500 manna sveitarfélagi í mars 2021.

Skoðun
Fréttamynd

Von á niðurstöðu um eittleytið

Lyfjastofnun Evrópu fundar nú um bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni og mögulegt orsakasamhengi við blóðtappa. Niðurstöðu er að vænta um klukkan eitt.

Innlent
Fréttamynd

Börnin verða flutt úr Fossvogsskóla

Stefnt er að því að finna nýtt húsnæði undir kennslu fyrir nemendur í Fossvogsskóla frá og með mánudegi. Börnin munu ekki þurfa að mæta aftur í húsnæði skólans og er nú unnið að skipulagi.

Innlent
Fréttamynd

Byggjum nýtt geð­sjúkra­hús

Það kemur eflaust mörgum á óvart að ekki er gert ráð fyrir nýrri geðdeild í nýjum Landspítala. Hafist var handa við núverandi geðdeildarbyggingu árið 1974 og starfsemi hófst fimm árum seinna. Tíminn hefur ekki farið ljúfum höndum um geðdeildina við Hringbraut, það þekkja allir sem þangað hafa komið og þeir sem þar vinna.

Skoðun
Fréttamynd

Karl og Dóra og lífs­gæði les­blindra

Mikilvægur þáttur í starfsemi Félags lesblindra er sértæk ráðgjöf um hjálpartæki lesblindra. Í viðamiklu fræðslustarfi félagsins í skólum og vinnustöðum hefur meðal annars verið fjallað um notkun lesblindra á tölvum og snjalltækjum.

Skoðun
Fréttamynd

Brugðist fólkinu sem hafi byggt upp ís­lenskt sam­fé­lag

Dóttir aldraðs manns með heilabilun segir kerfið hafa brugðist honum og gagnrýnir það fyrir taka ekki betur mið af þörfum sjúklinga. 79 ára faðir hennar hefur glímt við mikil veikindi frá haustinu 2019 og hefur hún beðið í eitt og hálft ár eftir því að hann fái hvíldarinnlögn eða pláss á hjúkrunarheimili. 

Innlent
Fréttamynd

Samningar um læknis­þjónustu

Því miður virðist markmið yfirstjórnar heilbrigðismála nú um stundir vera að skera niður þjónustu sjálfstætt starfandi lækna, draga úr fjármagni og þar með framboði á sérhæfðri læknisþjónustu.

Skoðun