Heilbrigðismál

Fréttamynd

„Ekki eru öll kurl komin til grafar“

Forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) tók mið af COVID-19 þegar hann sagði á upplýsingafundi á dögunum að heimsbyggðin stæði frammi fyrir áður óþekktum kringumstæðum.

Innlent
Fréttamynd

Smitin orðin tuttugu

Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar er komin í tuttugu manns. Fjögur sýni hafa greinst jákvæð í dag. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Telur ekki langt í að smit komi upp innan­lands

"Lokamarkmiðið er það að þegar hópar sem rannsóknir sýna að eru viðkvæmastir fyrir þessu og eru veikastir að okkur takist að veita þeim sem besta þjónustu þegar þeir þurfa á því að halda,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.

Innlent
Fréttamynd

Starfs­maður Land­spítalans með kórónu­veiruna

Fimm ný tilfelli af kórónuveirunni voru greind í dag og eru staðfest smit hér á landi því orðin fjórtán. Allir smituðust erlendis, ellefu komu í flugi frá Veróna og þrír frá München eftir skíðaferð í Austurríki. Fólkið er í einangrun en ekki alvarlega veikt.

Innlent
Fréttamynd

Dánar­tíðni vegna kórónu­veirunnar orðin 3,4%

Dauðsföll á Ítalíu vegna kórónuveirunnar í dag eru orðin 27 en fjöldi látinna hefur hækkað úr 52 upp í 79 síðasta sólarhringinn. Tæplega fimm hundruð smit hafa greinst í dag. Þau eru nú orðin 2.502 en í gær voru þau 2.036.

Erlent
Fréttamynd

Smitin á Íslandi orðin ellefu

Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa greinst og eru smitin nú orðin ellefu samanlagt. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Sóttkví komi ekki niður á fjárhag fólks

Aðstoðarmaður landlæknis segir ekki gott ef fólk forðast að fara í sóttkví vegna kórónuveiru í stórum stíl vegna áhyggna af fjárhag heimilisins. Sérfræðingur í vinnurétti telur afstöðu SA um að þeir sem fara í sóttkví en veikjast ekki eigi ekki veikindarétt óábyrga.

Innlent
Fréttamynd

Með gula hjálma í móttökunni

Mikið álag hefur verið á starfsfólki á Heilsugæslunni hér á landi undanfarnar vikur. Árleg inflúensa hefur verið á sínum stað í bland við almenn veikindi og svo bættist kórónuveiran við í febrúar og viðbúnaður vegna þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Nú er mikil­vægt að tala skýrt

Íslendingar þurfa að spritta sig, þvo hendurnar í tíma og ótíma og forðast að lenda í þvögu. Kannski ættum við að fækka knúsum og kossum á kinn.

Skoðun