Heilbrigðismál

Fréttamynd

Kvenna­verk­fall gegn kyn­bundnu mis­rétti

Þriðjudaginn 24. október munu við konur og kynsegin fólk á Íslandi leggja niður störf. Við munum ekki mæta til vinnu og við erum heldur ekki að fara að sinna ólaunuðu vinnunni heima fyrir. Þess í stað munum við fjölmenna á Arnarhól og útifundi um allt land til að sýna skýrt hversu mikilvægt okkar vinnuframlag er.

Skoðun
Fréttamynd

Vilji Ívars var skýr

Ívar Örn Edvardsson var einungis 54 ára þegar hann lést í fyrravor. Hann hafði alla tíð verið mikill talsmaður líffæragjafar. Fjölskylda hans finnur huggun í því að annað fólk lifi áfram fyrir tilstilli Ívars. Áhugi þeirra á gjöfinni var slíkur að þau festu á filmu þegar líffærin voru flutt úr landi og á sjúkrahús í Svíþjóð.

Innlent
Fréttamynd

Of­­notkun á nef­spreyi geti endað í víta­­hring

Nefúði getur verið ávanabindandi og notkun hans getur orðið að ákveðnum vítahring. Lyfja gaf nýlega út bækling þar sem þeir, sem nota úðann of mikið, er varaðir við og hjálpað að hætta. Lyfjafræðingur segir að ofnotkun geti orðið að krónísku vandamáli.

Innlent
Fréttamynd

Mygla varð til þess að báðum yfir­læknum var sagt upp

Báðum yfirlæknum heilsugæslunnar á Akureyri hefur verið sagt upp störfum en boðið að starfa áfram sem heimilislæknar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir að uppsagnir hafi verið nauðsynlegar eftir að áform um að halda úti tveimur heilsugæslustöðvum í bænum runnu út í sandinn.

Innlent
Fréttamynd

Há­punktur Bleiku slaufunnar á Bleika deginum í dag

Bleiki dagurinn er í dag. Krabbameinsfélagið hvetur alla til að sýna konum sem hafa þurft að glíma við krabbamein stuðning með því að taka þátt. Hægt er að klæðast bleiku, halda bleikt boð eða borða eitthvað bleikt. 

Lífið
Fréttamynd

Tími til að skreppa í skimun!

Í tilefni að bleikum október og árlegri vitundarvakningu um brjóstakrabbamein stendur Brjóstamiðstöð Landspítala fyrir átaksverkefninu „skrepp í skimun“ í samstarfi við Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins og Félag kvenna í atvinnulífinu. 

Skoðun
Fréttamynd

Fléttur og bleikar slaufur

Það er mikið áfall að greinast með krabbamein. Heimurinn fer á hvolf. Ekki bara fyrir þann sem greinist heldur fyrir fjölskylduna alla. Fátt annað kemst að og veikindin setja lífið fljótt í aðeins annað samhengi. Krabbamein snertir okkur öll á lífsleiðinni með einum eða öðrum hætti.

Skoðun
Fréttamynd

Björgunarþyrlu ætti að staðsetja á Akureyri

Ísland er eitt strjálbýlasta land í heimi þar sem kjarni bráðaþjónustu vegna slysa og sjúkdóma hefur færst að mestu á tvo staði. Annars vegar til Reykjavíkur á Landspítalann og hins vegar til Akureyrar á Sjúkrahúsið þar. Smærri staðir hafa takmarkaðri heilbrigðisþjónustu og því full þörf á að auka aðgengi á svæðinu að bráðaþjónustu sem björgunarþyrlur eru.

Skoðun
Fréttamynd

Fjórir sóttu um em­bætti HVest

Fjórir sóttu um embætti forstjóra HVest. Forstjóri sagði af sér í september. Núverandi og tímabundinn forstjóri er ekki meðal umsækjenda um starfið. 

Innlent
Fréttamynd

Fíkni­vandinn – við verðum að gera meira

Það er fíknisjúkdómur þegar einstaklingur hefur ekki lengur stjórn á hvötinni til að nota vímuefni hvort heldur ólögleg vímuefni, lyfseðilsskyld lyf eða áfengi, þrátt fyrir miklar og alvarlegar afleiðingar á geðheilsu, líkamlega heilsu og félagslega stöðu.

Skoðun
Fréttamynd

Að ráfa um völundar­hús ein­mana­leikans með ADHD

Ég ætla að fara með þig lesandi góður í örstutt ferðalag til að kanna flókið völundarhús ADHD og einmanaleika. Þetta er leið sem ég hef gengið í gegnum og ég þekki skuggana sem hún getur varpað á líf okkar. En mundu að skilningur lýsir upp veginn og með þekkingu, aðstoð og vandvirkni getum við fundið útganginn úr þessu völundarhúsi.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég brýt á mér átta fingur af tíu“

Kona sem tók verkjalyf daglega þegar hún var barn til að geta stundað fimleika fékk magasár af verkjalyfjanotkun. Ekkert kemur í veg fyrir að börn geti sjálf keypt sér verkjalyf í apótekum. 

Innlent
Fréttamynd

Leggur til 1400 prósenta hærri niður­greiðslu vegna tækni­frjóvgunar

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, mælir síðdegis á Alþingi fyrir frumvarpi sínu um breytingar á lögum um tæknifrjóvgun. Málið snýst um að auka endurgreiðslur vegna tæknifrjóvgana til muna. Til að fjármagna þann kostnað leggur Hildur til að fella niður niðurgreiðslu Sjúkratrygginga Íslands á valkvæðum frjósemisaðgerðum.

Innlent
Fréttamynd

Bjartari fram­tíð NEET-ung­menna í vanda

Enska skammstöfunin „NEET“ er notuð um 18-29 ára ungmenni sem hafa til lengri tíma verið án vinnu, starfsþjálfunar og eru ekki í námi ((NEET; Not in Education, Employment or Training).

Skoðun
Fréttamynd

Að tala við börn um al­var­leg lífs­ógnandi veikindi, sorg, dauða og missi

„Hvenær kemur pabbi eða mamma aftur heim“ er spurning sem við höfum fengið að heyra í starfi okkar með börnum sem átt hafa foreldra sem hafa verið að takast á við alvarlega lífsógnandi sjúkdóma. Áhyggjurnar og kvíðinn leyna sér ekki og þau vilja helst fá staðfestingu á að allt muni ganga vel og verða eins og áður.

Skoðun
Fréttamynd

Nýtt hús­næði Grens­ás­deildar

Framkvæmdir heildaruppbyggingar Landspítala eru í fullum gangi. Í síðustu viku voru ánægjuleg tímamót er fyrsta skóflustungan að nýrri viðbyggingu Endurhæfingardeildar Landspítala við Grensás var tekin.

Skoðun
Fréttamynd

Líknar­með­ferð og líknar­mið­stöðvar

Í hugum margra einskorðast líknarmeðferð við þá meðferð sem veitt er þegar einstaklingur er deyjandi á næstu dögum/vikum og fyllast því margir áhyggjum og kvíða þegar á líknarmeðferð er minnst. Töluverð hugarfarsbreyting hefur hins vegar átt sér stað undanfarin ár og áratugi víða um heim.

Skoðun
Fréttamynd

Blindaðist á öðru auga vegna streitu og kvíða

Eva Katrín Sigurðardóttir læknir og Wim hof þjálfari segist hafa verið farin að greina sjálfa sig með Parkinson eða MND þegar hún örmagnaðist á líkama og sál árið 2020. Hún var hreinlega farin að vona að hún væri með MS.

Heilsa
Fréttamynd

Al­þjóð­legur dagur gigtar

Í dag 12. október er Alþjóðlegur dagur gigtar sem notaður er til að vekja athygli á gigtarsjúkdómum og afleiðingum þeirra á einstaklingana sem greinast með þá og einnig áhrif þeirra á fjölskyldur þeirra sem eru með sjúkdóminn.

Skoðun