Heilbrigðismál

Fréttamynd

Segir fulla ástæðu til að taka tillit til sumra ábendinganna

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir fulla ástæðu til að taka mark á sumum af ábendingum Læknafélags Íslands við drög að heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Unnið sé að því í ráðuneytinu að fara yfir tæplega þrjátíu umsagnir sem bárust. Ráðherrann vonast til að leggja málið fyrir Alþingi í mars.

Innlent
Fréttamynd

Þeir elstu bæði einmana og vannærðir

Þunglyndi, einmanaleiki og depurð einkennir þátttakendur í rannsókn Berglindar Soffíu Blöndal sem kannaði næringarástand sjúklinga eftir útskrift af öldrunardeild Landspítalans. Næringarástand hópsins er einnig slæmt en margir þeirra hafa einnig veikan maka að hugsa um.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstu viðbrögð við brunasári skipta máli

Fikt við flugelda hefur minnkað mikið á síðustu tíu árum og slysum fækkað um helming. Þeir sem leita hvað mest á bráðamóttökuna um áramótin vegna flugeldaslysa eru fullorðnir karlmenn undir áhrifum áfengis.

Innlent
Fréttamynd

Andleg líðan hælisleitenda í Reykjanesbæ slæm

Hælisleitendur sem búa á Ásbrú í Reykjanesbæ kvarta undan mikilli einangrun en samgöngumöguleikar þeirra eru afar takmarkaðir. Andleg líðan íbúa sé mjög slæm. Einn hafi reynt að svipta sig lífi á dögunum.

Innlent
Fréttamynd

Allir verða líffæragjafar eftir áramót

Frá og með áramótum verður gert ráð fyrir að allir Íslendingar séu líffæragjafar, hafi annað ekki verið ákveðið og skráð. Yfirlæknir á Landspítalanum telur þörf á fleiri líffæragjöfum á næstu árum.

Innlent
Fréttamynd

Um 40 manns á bráðamóttöku á jólanótt

Yfirmaður á bráðamóttöku Landspítalans segir að jólanóttin hafi verið með rólegra móti, þó hafi um 40 manns leitað þangað í gær. Búist er við auknu álagi í kvöld og næstu daga.

Innlent
Fréttamynd

Börn í vanda hýst í Garðabæ

Byggja á eitt þúsund fermetra meðferðarheimili í Garðabæ við Vífilsstaðaháls fyrir börn sem glíma við hegðunar- og vímuefnavanda.

Innlent
Fréttamynd

Greiðslur úr sjúkrasjóði BHM skertar

Vegna mikillar fjölgunar umsókna í sjúkrasjóð Bandalags háskólamanna, BHM, telur stjórn sjóðsins óhjákvæmilegt að breytta úthlutunarreglum hans til að tryggja rekstur sjóðsins.

Innlent
Fréttamynd

Úr heilsugæslu í fjárlögin

Félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ákveðið að skipa Svanhvíti Jakobsdóttur, núverandi forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, skrifstofustjóra yfir skrifstofu fjárlaga í félagsmálaráðuneytinu frá 1. janúar næstkomandi.

Innlent