Hryðjuverk í London Viðvaranir mannréttindahópa Talsmenn mannréttinahópa í Bretlandi tóku í gær ekki vel í tilkynningu Blairs um hertar aðgerðir gegn hryðjuverkum. Shami Chakrabarti, framkvæmdastjóri mannréttindahópsins Liberty, sagði að ekki væri hægt að samþykkja hugmyndir Blairs um að senda fólk til ríkja þar sem það á hættu að verða pyntað. Erlent 13.10.2005 19:38 Allt með kyrrum kjörum í London Allt hefur verið með kyrrum kjörum í Lundúnum í morgun. Öryggisyfirvöld höfðu pata af því að hryðjuverkamenn hyggðu á árásir í dag en í dag eru nákvæmlega fjórar vikur síðan yfir fimmtíu manns létust í árásum á borgina. Erlent 13.10.2005 19:37 London vöktuð Sex þúsund lögreglumenn, gráir fyrir járnum, vakta í dag öll helstu samgöngumannvirki London. Í dag eru nákvæmlega fjórar vikur síðan meira en fimmtíu manns létust í árásum á borgina og tvær vikur síðan gerð var misheppnuð árás sem svipaði mjög til þeirrar fyrri. Erlent 13.10.2005 19:37 Ekkert gerðist í London Taugatitringurinn var mikill á götum Lundúna í morgun þegar borgarbúar héldu til vinnu. Ástæðan var sú að öryggisyfirvöld óttuðust hryðjuverkaárásir, mánuði eftir að fimmtíu og tveir voru drepnir í árásum í borginni. Ekkert gerðist en viðbúnaðurinn var gríðarlegur. Erlent 13.10.2005 19:37 Hryðjuverkaógnin yfirtekur allt Rannsóknir á hryðjuverkum í Bretlandi og aðgerðir lögreglu til að fyrirbyggja frekari árásir valda því að Lundúnalögreglan á í vandræðum með að sinna öðrum málum. Þúsundir lögreglumanna eru á götum úti og þeim til viðbótar eru réttarmeinafræðingar, tæknimenn, skotvopnasérfræðingar og fjölmargir aðrir uppteknir við rannsóknir. Erlent 13.10.2005 19:37 Glæpir gegn múslimum aukast mikið Glæpum gegn múslimum hefur fjölgað um hátt í 600% í Bretlandi síðan hryðjuverkin í London voru framin þann 7. júlí. Lögreglunni í Lundúnum hefur borist alls 269 tilkynningar um líkamsárásir en á sama tímabili í fyrra var tilkynnt um 40 slíka glæpi. Erlent 13.10.2005 19:37 Aukin öryggisgæsla skilar litlu Stóraukin öryggisgæsla og hert eftirlit á Bretlandi virðist litlu skila: Fréttamaður SKY-fréttastöðvarinnar komst frá Lundúnum til Parísar óáreittur þótt hann hafi framvísað vegabréfi starfsfélaga síns allan tímann. Erlent 13.10.2005 19:37 Vilja framsal Husmain frá Ítalíu Ekkert lát er á aðgerðum lögreglunnar í London í kjölfar misheppnaðra árása á borgina fyrir tólf dögum. Tveir menn í viðbót voru handteknir í gærkvöldi. Mennirnir voru handteknir í áhlaupi lögreglunnar á þrjár íbúðir í suðurhluta borgarinnar í gærkvöldi. Erlent 13.10.2005 19:37 Handtökur í London Tveir menn til viðbótar hafa verið handteknir vegna árásanna á London sem misheppnuðust fyrir rúmri viku. Mennirnir voru handteknir í áhlaupi lögreglunnar á þrjár íbúðir í suðurhluta borgarinnar í gærkvöldi. Erlent 13.10.2005 19:36 Varkárni og taugaveiklun í London Taugaveiklun greip um sig í London í dag, þegar fréttir bárust af eldi um borð í strætisvagni. Við nánari athugun reyndist ekkert alvarlegt á seyði. Í gærkvöldi voru tveir menn til viðbótar handteknir í tengslum við árásirnar sem misheppnuðust fyrir viku. standið í London þessa dagana einkennist af óróa og varkárni. Erlent 13.10.2005 19:37 Íbúar Lundúna hræddir Anna Hildur Hildibrandsdóttir, sem býr í Lundúnum segir að panikástand ríki í borginni vegna hryðjuverkanna sem dunið hafa yfir. Erlent 13.10.2005 19:36 Lundúnalögreglan í viðbragðsstöðu Skyttur og sérsveitarmenn í bresku lögreglunni eru á húsþökum og götum í Lundúnum í dag, tilbúnir að bregðast við nýrri hrinu hryðjuverkaárása. Breska lögreglan telur sig nú vita að þriðji hópur hryðjuverkamanna undirbýr sjálfsmorðsárásir á almenningsfarartæki í Lundúnum. Erlent 13.10.2005 19:36 Fúskarar að verki í London Fúskarar voru að verki þegar misheppnaðar hryðjuverkaárásir voru gerðar í Lundúnum fyrir rúmri viku. Ítalska lögreglan segir engar vísbendingar um að maður í haldi hennar hafi nein tengsl við hryðjuverkasamtök af nokkru tagi. Erlent 13.10.2005 19:36 Ástandið að komast í samt lag Orri Pétursson, sem býr í Lundúnum, segir að ástandið í borginni sé að komast í samt lag eftir hryðjuverkaárásirnar í júlí. Erlent 13.10.2005 19:36 Óttast fleiri sprengjuárásir Viðbúnaður lögreglunnar í Lundúnum er í hámarki vegna ótta um að þriðja hrina árása ríði yfir borgina á næstunni. Þúsundir lögreglumanna gæta lestarstöðva og strætisvagna en úthald lögregluþjóna fer þverrandi. </font /></b /> Erlent 13.10.2005 19:36 Frakkar stórauka öryggisgæslu Frakkar telja vænlegast að stórauka öryggisgæslu í kjölfarið hryðjuverkanna í London. Þeir ætla meðal annars að þrefalda fjölda myndavéla á alþjóðaflugvöllum við París og herða landamæraeftirlit. Erlent 13.10.2005 19:36 Íraksstríðið ástæðan Stríðið í Írak var ástæða seinni bylgju hryðjuverka í Lundúnum en ekki trúarbrögð, segir Osman Hussain, sá tilræðismannanna sem handtekinn var í Róm á föstudag. Ítalskir fjölmiðlar hafa komist yfir skýrslu byggða á yfirheyrslum yfir honum. Erlent 13.10.2005 19:36 London: Tengsl við Sádi-Arabíu Næsta fimmtudag verða gerðar hryðjuverkaárásir í London, samkvæmt fregnum breskra fjölmiðla í dag. Þriðji hópur hryðjuverkamanna leggur á ráðin um slíkar árásir og þungvigtarmaður innan al-Qaida er talinn skipuleggjandinn. Hans er leitað í Bretlandi en vísbendingar eru einnig um tengsl við Sádi-Arabíu. Erlent 13.10.2005 19:36 Óttast árás á fimmtudag Breska lögreglan óttast að hryðjuverkamenn hyggi á árásir á ný á fimmtudaginn kemur. Hátt setts al-Qaida manns er nú leitað á Bretlandi þar sem talið er að hann hafi safnað liði til árásanna undanfarið. Erlent 13.10.2005 19:36 Húsleit á fimmtán stöðum á Ítalíu Þó að hryðjuverkamennirnir sem gerðu misheppnaðar árásir í Lundúnum fyrir rúmri viku hafi verið handsamaðir er hættan hvergi nærri liðin hjá, að mati bresku lögreglunnar. Athyglin beinist nú að Ítalíu þar sem lögregla gerði í dag húsleit á fimmtán stöðum eftir að einn tilræðismannanna var handtekinn í Róm í gær. Erlent 13.10.2005 19:36 Enn hætta á frekari árásum Enn er talin hætta á frekari árásum í Lundúnum og að hrina standi yfir. Yfirheyrslur yfir mönnunum sem breska lögreglan handsamaði í gær hófust í morgun en mennirnir eru taldir vera þeir sem gerðu misheppnaðar hryðjuverkaárásir í borginni fyrir rúmri viku. Erlent 13.10.2005 19:36 Yfirheyrslur hófust í morgun Yfirheyrslur yfir mönnunum sem breska lögreglan handsamaði í gær hófust í morgun en mennirnir eru taldir vera þeir sem gerðu misheppnaðar hryðjuverkaárásir í Lundúnum fyrir rúmri viku. Megináherslan er lögð á að rekja netið sem mennirnir tilheyra og komast að því hvort að frekari árásir voru fyrirhugaðar. Erlent 13.10.2005 19:36 Lundúnabúar taka fram reiðhjólin Árásirnar í Lundúnum hafa margvíslegar afleiðingar. Meðal þess sem breyst hefur eru ferðavenjur borgarbúa. Hryðjuverkin hafa sett töluverðan skrekk í marga Lundúnabúa og sumir eru lítt hrifnir af því að nota almenningssamgöngur í kjölfarið. Hjól eru því orðin vinsælli ferðakostur en áður. Erlent 13.10.2005 19:36 London: Allir fjórir handteknir Breska lögreglan hefur greinilega blásið til meiriháttar sóknar gegn hryðjuverkamönnum í dag og er nú, með aðstoð lögreglunnar á Ítalíu, búin að handtaka alla þá fjóra sem lýst var eftir vegna sprengjutilræðisins í Lundúnum hinn 21. júlí. Erlent 13.10.2005 19:36 Tveir handteknir í umsátrinu Breska lögreglan hefur nú handtekið þrjá af fjórum mönnum sem lýst var eftir vegna misheppnaðra sprengjuárása í Lundúnum þann 21. júlí. Tveir þeirra voru handteknir í dag eftir vopnað umsátur lögreglunnar um hús í vesturhluta borgarinnar. Erlent 13.10.2005 19:36 Londonárásir: Einn til handtekinn Yfirvöld í Afríkuríkinu Sambíu hafa handtekið mann sem talinn er hafa átt þátt í sprengjuárásunum í Bretlandi sem kostuðu fimmtíu og tvo lífið. Maðurinn er breskur ríkisborgari en af indversku bergi brotinn. Hann verður væntanlega framseldur til Bretlands. Erlent 13.10.2005 19:36 Talinn hafa skipulagt árásirnar Maðurinn sem handtekinn var í Afríkuríkinu Sambíu í morgun í tengslum við hryðjuverkin í London er talinn hafa skipulagt árásirnar. Erlent 13.10.2005 19:36 Svæði girt af í London Vopnaðir lögreglumenn hafa girt af svæði í vesturhluta London og sent vegfarendur burt. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvers vegna svæðinu hefur verið lokað en fréttir hafa borist af nokkrum litlum sprengjuárásum á svæðinu og vitni segjast hafa heyrt skothvelli. Erlent 13.10.2005 19:36 Víðtækustu aðgerðir í sögu London Alls hafa nærri þrjátíu manns verið handteknir einungis vegna árásanna misheppnuðu í London í síðustu viku í víðtækustu aðgerðum í sögu lögreglunnar í borginni. Fjórmenningarnir sem gerðu árásirnar hafa allir verið handteknir. Erlent 13.10.2005 19:36 Enn fleiri handtökur í Bretlandi Breska lögreglan fann sextán sprengjur í skotti bíls sem einn af mönnunum sem gerðu hryðjuverkaárás á London hafði á leigu. Þykir þetta sýna svo ekki verði um villst að árásirnar á London sjöunda júlí hafi bara átt að vera byrjunin á mun fleiri árásum. Erlent 13.10.2005 19:35 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 9 ›
Viðvaranir mannréttindahópa Talsmenn mannréttinahópa í Bretlandi tóku í gær ekki vel í tilkynningu Blairs um hertar aðgerðir gegn hryðjuverkum. Shami Chakrabarti, framkvæmdastjóri mannréttindahópsins Liberty, sagði að ekki væri hægt að samþykkja hugmyndir Blairs um að senda fólk til ríkja þar sem það á hættu að verða pyntað. Erlent 13.10.2005 19:38
Allt með kyrrum kjörum í London Allt hefur verið með kyrrum kjörum í Lundúnum í morgun. Öryggisyfirvöld höfðu pata af því að hryðjuverkamenn hyggðu á árásir í dag en í dag eru nákvæmlega fjórar vikur síðan yfir fimmtíu manns létust í árásum á borgina. Erlent 13.10.2005 19:37
London vöktuð Sex þúsund lögreglumenn, gráir fyrir járnum, vakta í dag öll helstu samgöngumannvirki London. Í dag eru nákvæmlega fjórar vikur síðan meira en fimmtíu manns létust í árásum á borgina og tvær vikur síðan gerð var misheppnuð árás sem svipaði mjög til þeirrar fyrri. Erlent 13.10.2005 19:37
Ekkert gerðist í London Taugatitringurinn var mikill á götum Lundúna í morgun þegar borgarbúar héldu til vinnu. Ástæðan var sú að öryggisyfirvöld óttuðust hryðjuverkaárásir, mánuði eftir að fimmtíu og tveir voru drepnir í árásum í borginni. Ekkert gerðist en viðbúnaðurinn var gríðarlegur. Erlent 13.10.2005 19:37
Hryðjuverkaógnin yfirtekur allt Rannsóknir á hryðjuverkum í Bretlandi og aðgerðir lögreglu til að fyrirbyggja frekari árásir valda því að Lundúnalögreglan á í vandræðum með að sinna öðrum málum. Þúsundir lögreglumanna eru á götum úti og þeim til viðbótar eru réttarmeinafræðingar, tæknimenn, skotvopnasérfræðingar og fjölmargir aðrir uppteknir við rannsóknir. Erlent 13.10.2005 19:37
Glæpir gegn múslimum aukast mikið Glæpum gegn múslimum hefur fjölgað um hátt í 600% í Bretlandi síðan hryðjuverkin í London voru framin þann 7. júlí. Lögreglunni í Lundúnum hefur borist alls 269 tilkynningar um líkamsárásir en á sama tímabili í fyrra var tilkynnt um 40 slíka glæpi. Erlent 13.10.2005 19:37
Aukin öryggisgæsla skilar litlu Stóraukin öryggisgæsla og hert eftirlit á Bretlandi virðist litlu skila: Fréttamaður SKY-fréttastöðvarinnar komst frá Lundúnum til Parísar óáreittur þótt hann hafi framvísað vegabréfi starfsfélaga síns allan tímann. Erlent 13.10.2005 19:37
Vilja framsal Husmain frá Ítalíu Ekkert lát er á aðgerðum lögreglunnar í London í kjölfar misheppnaðra árása á borgina fyrir tólf dögum. Tveir menn í viðbót voru handteknir í gærkvöldi. Mennirnir voru handteknir í áhlaupi lögreglunnar á þrjár íbúðir í suðurhluta borgarinnar í gærkvöldi. Erlent 13.10.2005 19:37
Handtökur í London Tveir menn til viðbótar hafa verið handteknir vegna árásanna á London sem misheppnuðust fyrir rúmri viku. Mennirnir voru handteknir í áhlaupi lögreglunnar á þrjár íbúðir í suðurhluta borgarinnar í gærkvöldi. Erlent 13.10.2005 19:36
Varkárni og taugaveiklun í London Taugaveiklun greip um sig í London í dag, þegar fréttir bárust af eldi um borð í strætisvagni. Við nánari athugun reyndist ekkert alvarlegt á seyði. Í gærkvöldi voru tveir menn til viðbótar handteknir í tengslum við árásirnar sem misheppnuðust fyrir viku. standið í London þessa dagana einkennist af óróa og varkárni. Erlent 13.10.2005 19:37
Íbúar Lundúna hræddir Anna Hildur Hildibrandsdóttir, sem býr í Lundúnum segir að panikástand ríki í borginni vegna hryðjuverkanna sem dunið hafa yfir. Erlent 13.10.2005 19:36
Lundúnalögreglan í viðbragðsstöðu Skyttur og sérsveitarmenn í bresku lögreglunni eru á húsþökum og götum í Lundúnum í dag, tilbúnir að bregðast við nýrri hrinu hryðjuverkaárása. Breska lögreglan telur sig nú vita að þriðji hópur hryðjuverkamanna undirbýr sjálfsmorðsárásir á almenningsfarartæki í Lundúnum. Erlent 13.10.2005 19:36
Fúskarar að verki í London Fúskarar voru að verki þegar misheppnaðar hryðjuverkaárásir voru gerðar í Lundúnum fyrir rúmri viku. Ítalska lögreglan segir engar vísbendingar um að maður í haldi hennar hafi nein tengsl við hryðjuverkasamtök af nokkru tagi. Erlent 13.10.2005 19:36
Ástandið að komast í samt lag Orri Pétursson, sem býr í Lundúnum, segir að ástandið í borginni sé að komast í samt lag eftir hryðjuverkaárásirnar í júlí. Erlent 13.10.2005 19:36
Óttast fleiri sprengjuárásir Viðbúnaður lögreglunnar í Lundúnum er í hámarki vegna ótta um að þriðja hrina árása ríði yfir borgina á næstunni. Þúsundir lögreglumanna gæta lestarstöðva og strætisvagna en úthald lögregluþjóna fer þverrandi. </font /></b /> Erlent 13.10.2005 19:36
Frakkar stórauka öryggisgæslu Frakkar telja vænlegast að stórauka öryggisgæslu í kjölfarið hryðjuverkanna í London. Þeir ætla meðal annars að þrefalda fjölda myndavéla á alþjóðaflugvöllum við París og herða landamæraeftirlit. Erlent 13.10.2005 19:36
Íraksstríðið ástæðan Stríðið í Írak var ástæða seinni bylgju hryðjuverka í Lundúnum en ekki trúarbrögð, segir Osman Hussain, sá tilræðismannanna sem handtekinn var í Róm á föstudag. Ítalskir fjölmiðlar hafa komist yfir skýrslu byggða á yfirheyrslum yfir honum. Erlent 13.10.2005 19:36
London: Tengsl við Sádi-Arabíu Næsta fimmtudag verða gerðar hryðjuverkaárásir í London, samkvæmt fregnum breskra fjölmiðla í dag. Þriðji hópur hryðjuverkamanna leggur á ráðin um slíkar árásir og þungvigtarmaður innan al-Qaida er talinn skipuleggjandinn. Hans er leitað í Bretlandi en vísbendingar eru einnig um tengsl við Sádi-Arabíu. Erlent 13.10.2005 19:36
Óttast árás á fimmtudag Breska lögreglan óttast að hryðjuverkamenn hyggi á árásir á ný á fimmtudaginn kemur. Hátt setts al-Qaida manns er nú leitað á Bretlandi þar sem talið er að hann hafi safnað liði til árásanna undanfarið. Erlent 13.10.2005 19:36
Húsleit á fimmtán stöðum á Ítalíu Þó að hryðjuverkamennirnir sem gerðu misheppnaðar árásir í Lundúnum fyrir rúmri viku hafi verið handsamaðir er hættan hvergi nærri liðin hjá, að mati bresku lögreglunnar. Athyglin beinist nú að Ítalíu þar sem lögregla gerði í dag húsleit á fimmtán stöðum eftir að einn tilræðismannanna var handtekinn í Róm í gær. Erlent 13.10.2005 19:36
Enn hætta á frekari árásum Enn er talin hætta á frekari árásum í Lundúnum og að hrina standi yfir. Yfirheyrslur yfir mönnunum sem breska lögreglan handsamaði í gær hófust í morgun en mennirnir eru taldir vera þeir sem gerðu misheppnaðar hryðjuverkaárásir í borginni fyrir rúmri viku. Erlent 13.10.2005 19:36
Yfirheyrslur hófust í morgun Yfirheyrslur yfir mönnunum sem breska lögreglan handsamaði í gær hófust í morgun en mennirnir eru taldir vera þeir sem gerðu misheppnaðar hryðjuverkaárásir í Lundúnum fyrir rúmri viku. Megináherslan er lögð á að rekja netið sem mennirnir tilheyra og komast að því hvort að frekari árásir voru fyrirhugaðar. Erlent 13.10.2005 19:36
Lundúnabúar taka fram reiðhjólin Árásirnar í Lundúnum hafa margvíslegar afleiðingar. Meðal þess sem breyst hefur eru ferðavenjur borgarbúa. Hryðjuverkin hafa sett töluverðan skrekk í marga Lundúnabúa og sumir eru lítt hrifnir af því að nota almenningssamgöngur í kjölfarið. Hjól eru því orðin vinsælli ferðakostur en áður. Erlent 13.10.2005 19:36
London: Allir fjórir handteknir Breska lögreglan hefur greinilega blásið til meiriháttar sóknar gegn hryðjuverkamönnum í dag og er nú, með aðstoð lögreglunnar á Ítalíu, búin að handtaka alla þá fjóra sem lýst var eftir vegna sprengjutilræðisins í Lundúnum hinn 21. júlí. Erlent 13.10.2005 19:36
Tveir handteknir í umsátrinu Breska lögreglan hefur nú handtekið þrjá af fjórum mönnum sem lýst var eftir vegna misheppnaðra sprengjuárása í Lundúnum þann 21. júlí. Tveir þeirra voru handteknir í dag eftir vopnað umsátur lögreglunnar um hús í vesturhluta borgarinnar. Erlent 13.10.2005 19:36
Londonárásir: Einn til handtekinn Yfirvöld í Afríkuríkinu Sambíu hafa handtekið mann sem talinn er hafa átt þátt í sprengjuárásunum í Bretlandi sem kostuðu fimmtíu og tvo lífið. Maðurinn er breskur ríkisborgari en af indversku bergi brotinn. Hann verður væntanlega framseldur til Bretlands. Erlent 13.10.2005 19:36
Talinn hafa skipulagt árásirnar Maðurinn sem handtekinn var í Afríkuríkinu Sambíu í morgun í tengslum við hryðjuverkin í London er talinn hafa skipulagt árásirnar. Erlent 13.10.2005 19:36
Svæði girt af í London Vopnaðir lögreglumenn hafa girt af svæði í vesturhluta London og sent vegfarendur burt. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvers vegna svæðinu hefur verið lokað en fréttir hafa borist af nokkrum litlum sprengjuárásum á svæðinu og vitni segjast hafa heyrt skothvelli. Erlent 13.10.2005 19:36
Víðtækustu aðgerðir í sögu London Alls hafa nærri þrjátíu manns verið handteknir einungis vegna árásanna misheppnuðu í London í síðustu viku í víðtækustu aðgerðum í sögu lögreglunnar í borginni. Fjórmenningarnir sem gerðu árásirnar hafa allir verið handteknir. Erlent 13.10.2005 19:36
Enn fleiri handtökur í Bretlandi Breska lögreglan fann sextán sprengjur í skotti bíls sem einn af mönnunum sem gerðu hryðjuverkaárás á London hafði á leigu. Þykir þetta sýna svo ekki verði um villst að árásirnar á London sjöunda júlí hafi bara átt að vera byrjunin á mun fleiri árásum. Erlent 13.10.2005 19:35