Stjórnsýsla
Gagnrýnir áform um fækkun sýslumannsembætta
Þingmaður Framsóknar gagnrýnir harðlega fyrirætlanir dómsmálaráðherra að fækka sýslumannsembættum í eitt. „Það er jafn mikilvægt að geta hitt starfsmann sýslumannsembættis á Höfn, Vopnafirði, Stykkishólmi og í Kópavogi, til dæmis vegna viðkvæmra fjölskyldu- og erfðamála,“ segir hann.
Efasemdir um fyrirætlanir dómsmálaráðherra
Nýlega bárust fréttir af áformum dómsmálaráðherra, Jóns Gunnarssonar, um að fækka sýslumannsembættum á landinu úr níu í eitt. Hvergi má finna þessar róttæku breytingar í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og hef ég miklar efasemdir um ágæti þeirra.
Orðið óþolandi að taka slag um sýslumenn á tveggja ára fresti
Dómsmálaráðherra vill fækka embættum sýslumanna sem nú eru níu og hafa einn sýslumann yfir landinu öllu. Bæjarstjóri Vestmannaeyja leggst eindregið gegn áformunum og efast um að landsbyggðarþingmenn hleypi málinu í gegn. Ráðherrann vill þó halda störfum á landsbyggðinni og telur breytinguna jákvæða fyrir byggðarlög landsins.
Vill fækka sýslumönnum úr níu í einn
Ef frumvarp sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með í pípunum verður samþykkt mun sýslumannsembættum á landinu fækka um átta og aðeins einn mun standa eftir.
Ekki gert ráð fyrir sveitarstjóra í nýju sveitarfélagi
Ekki er gert ráð fyrir að sveitarstjóri verði ráðinn þegar sameining Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar tekur gildi. Þrír sviðsstjórar og einn kjörinn fulltrúi munu þess í stað mynda framkvæmdastjórn sveitarfélagsins, sem verður víðfeðmasta sveitarfélag landsins.
Átta vilja stýra úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála
Átta umsækjendur sóttu um embætti forstöðumanns úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, sem auglýst var laus til umsóknar í síðasta mánuði.
Þegar leikreglurnar líkjast lönguvitleysu
Í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna kemur fram að brjóti starfsmaður af sér í starfi skuli stjórnandi veita viðkomandi áminningu. Áminning er viðvörun sem hefur þó ekki skýran gildistíma en oft er miðað við eitt til tvö ár. Brjóti starfmaður sem áður hefur verið áminntur aftur af sér í starfi en með öðrum hætti teljast brotin ótengd.
Dúi verður upplýsingafulltrúi í ráðuneyti Svandísar
Dúi J. Landmark hefur verið ráðinn nýr upplýsingafulltrúi matvælaráðuneytisins. Hann hefur störf í næstu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarráðinu.
Þau sækjast eftir embætti forstjóra Tryggingastofnunar
Alls sækja níu manns um embætti forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins sem auglýst var laust til umsóknar í síðasta mánuði.
Kaffikarlar fyrir vestan segja tafir stofnanafólks óeðlilegar
„Það er alveg sama hvað við ætlum að reyna að fá. Við fáum aldrei neitt. Sérðu með laxeldið. Það eru bara einhverjir sportveiðimenn sem ráða því. Við viljum bara fá laxeldið í Djúpið,“ segir Pétur Runólfsson, einn karlanna sem við hittum að skrafi í Olís-búðinni í Bolungarvík.
Laun forstjóra OR hækkuðu um sjö milljónir króna á síðasta ári
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, er nú með 3,339 milljónir á mánuði í laun.
Kostnaður ríkisins vegna skimana vel á 10 milljarða króna
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra birti nú rétt í þessu svar við fyrirspurn frá Bergþóri Ólafssyni Miðflokki en hann vildi hver kostnaður við skimanir vegna COVID-19 væri. Svarið er: 9.227.332.740 krónur.
Segir alla tapa á nýju skipulagi Útlendingastofnunar
Lögfræðingur hjá Rauða krossinum gagnrýnir harðlega nýtt skipulag Útlendingastofnunar og dómsmálaráðuneytisins um talsmannaþjónustu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Hún segir alla tapa á nýju skipulagi.
Hafi farið eftir leiðbeiningum við ólögmæta skipun ráðuneytisstjóra
Vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segist hafa farið eftir leiðbeiningum í minnisblaði vegna verklags við breytingar á skipulagi Stjórnarráðs Íslands þegar hún setti Ásdísi Höllu Bragadóttur sem ráðuneytisstjóra til þriggja mánaða án auglýsingar. Umboðsmaður Alþingis segir ráðninguna hafa verið ólögmæta.
Áslaug Arna braut lög með ráðningu Ásdísar Höllu
Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, var óheimilt að setja Ásdísi Höllu Bragadóttur sem ráðuneytisstjóra til þriggja mánaða án auglýsingar.
Fjöldi fólks ætlar sér tvær skrifstofustjórastöður
Alls bárust 36 umsóknir um tvær skrifstofustjórastöður í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu sem auglýstar voru 10. febrúar sl. en umsóknarfrestur rann út 28. febrúar.
Nýtt ráðuneyti – ný vinnubrögð
Með gagnsæjum vinnubrögðum munum við auka samfélagslega sátt. Matvælaráðuneyti tók til starfa 1. febrúar. Ráðuneytið byggir á grunni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis auk þess sem málefni landgræðslu og skógræktar hafa bæst við. Ráðuneyti matvæla byggir á grunni málaflokka sem lengi hefur verið deilt um í íslensku samfélagi.
Þau sóttu um stöðu ráðuneytisstjóra í nýju ráðuneyti Áslaugar Örnu
Alls bárust átta umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins sem auglýst var 3. febrúar síðastliðinn en umsóknarfrestur rann út 28. febrúar.
Utanríkisráðuneytið í nýja Landsbankahúsið
Til stendur að flytja starfsemi utanríkisráðuneytisins í nýja Landsbankahúsið við hlið Hörpu í miðborg Reykjavíkur á þessu ári.
Segja stjórnleysi einkenna rekstur borgarinnar sem hafi verið rekin með Vísa-kortinu
Óhætt er að segja að borgarstjórnarmeirihlutinn hafi verið harðlega gagnrýndur í Pallborðinu á Vísi í dag, þar sem oddvitaefni Sjálfstæðisflokksins í borginni tókust á.
Skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfestir brotalamir í tollaframkvæmd
Þann 21. febrúar sl. kynnti Ríkisendurskoðun niðurstöður nýrrar stjórnsýsluúttektar á tollframkvæmd vegna landbúnaðarafurða. Skýrslan dregur fram hvernig tollaframkvæmd og tollaeftirlit fer fram á Íslandi. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA) velur að mála niðurstöður skýrslunnar skrautlegum litum
Brot landlæknis á lögum bitni á mikilvægri samkeppni
„Það er alltaf alvarlegt þegar lögum er ekki fylgt. Þegar um er að ræða lög um opinber innkaup bitnar það á mikilvægri samkeppni," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir nýsköpunarráðherra um nýfallinn úrskurð kærunefndar um útboðsmál þar sem Kara Connect kærði landlækni fyrir að brjóta gegn lögum um opinber innkaup og hafði betur.
Falla frá málinu og greiða Hafdísi Helgu miskabætur
Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur ákveðið að falla frá áframhaldandi málarekstri gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að sáttin hljóði upp á 2,3 milljóna króna miskabótagreiðslu auk málskostnaðar.
Íslensk fyrirtæki sett í vonlausa stöðu þegar landlæknir fylgir ekki lögum
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Kara Connect sem kærði landlækni fyrir að brjóta gegn lögum um opinber innkaup og hafði betur segir yfirvöld þurfa að svara því hvernig framtíðarfyrirkomulag í heilsutækni eigi að líta út. Ráðamenn hafi tjáð sig með skýrum hætti en lítið hafi verið að gert. Landlæknir segir að farið verði ítarlega yfir úrskurðinn áður en embættið tjáir sig frekar um málið.
Alvarlegar athugasemdir gerðar við þyrluskutl Gæslunnar með Áslaugu Örnu
„Ferðir ráðherra eða annarra einstaklinga með flugvélum, þyrlum eða skipum sem Landhelgisgæslan hefur til umráða, í einkaerindum, eru alvarlega athugunarverðar.“
Skýrsla Ríkisendurskoðunar hrekur ásakanir um tollasvindl
Niðurstöður nýrrar stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á tollframkvæmd vegna landbúnaðarafurða sýna með óyggjandi hætti að ásakanir Bændasamtaka Íslands og Mjólkursamsölunnar á hendur innflutningsfyrirtækjum, um stórfellt svindl við innflutning á pitsuosti, áttu ekki við nein rök að styðjast.
Verkefni flutt frá Þjóðskrá Íslands í uppstokkun innviðaráðuneytisins
Verkefni tengd fasteignaskrá- og fasteignamati verða flutt frá Þjóðskrá Íslands og yfir til húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Breytingarnar voru kynntar í dag.
Sjötíu umsækjendur um starf upplýsingafulltrúa
Alls voru sjötíu umsækjendur um starf upplýsingafulltrúa hjá ráðuneyti háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarmála en umsóknarfrestur um starfið rann út á sunnudag.
Landlækni gert að greiða sekt vegna milljarðsviðskipta án útboðs
Kærunefnd útboðsmála komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði sem birtur var málsaðilum í gær, að innkaup landlæknis af Origo hf. er lúta að þróun á Heklu heilbrigðisneti, gerð og þróun Heilsuveru og þróun fjarfundarlausnar til notkunar á heilbrigðissviði, hafi verið ólögmæt og í andstöðu við lög um opinber innkaup. Innherji hefur úrskurðinn undir höndum.
Fanney Rós skipuð ríkislögmaður fyrst kvenna
Forsætisráðherra hefur skipað Fanneyju Rós Þorsteinsdóttur ríkislögmann frá og með 28. febrúar næstkomandi. Hún er fyrsta konan sem skipuð er í embætti ríkislögmanns.