Japan

Fréttamynd

Banda­rísk her­flug­vél hrapaði í sjóinn við Japan

Bandarísk herflugvél hafnaði í sjónum undan ströndum Japans í morgun. Lík eins úr flugvélinni hefur fundist í sjónum en sex eru sagðir hafa verið um borð. Flugvélin var af gerð sem kallast V-22 Osprey og er nokkurs konar blendingur þyrlu og hefðbundinnar flugvélar.

Erlent
Fréttamynd

Heimsins nýjasta eyja lítur dagsins ljós

Heimsins nýjasta eyja reis úr sæ við strendur japönsku eyjarinnar Iwo Jima í Kyrrahafinu í síðustu viku. Veðurstofa Japans sagði í viðtali við CNN að enn nafnlausa eyjan hafi myndast í neðansjávargosi.

Erlent
Fréttamynd

Skotárás og gíslataka í Japan

Skotárás var gerð í morgun í japönsku borginni Toda í miðhluta landsins. Maður á fimmtugsaldri hóf skothríð inni á spítala í borginni.

Erlent
Fréttamynd

Morðingi Abe fær sínu fram­gengt

Japanska ríkið hefur krafist þess að starfsemi Sameiningarkirkjunnar þar í landi verði lögð niður. Fyrrverandi forsætisráðherra Japan var myrtur vegna þess að morðingi hans taldi hann tengjast kirkjunni. 

Erlent
Fréttamynd

Hundurinn sem beið eiganda síns í 10 ár

Japanir halda upp á 100 ára afmæli frægasta hunds þjóðarinnar í ár, en allt frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar hefur stytta af hundinum Hachiko staðið fyrir utan lestarstöð í Tókýó.

Erlent
Fréttamynd

Hleypa geisla­virku vatni út í sjó

Japanir munu byrja að hleypa vatni úr Fukushima-kjarnorkuverinu út í sjó á fimmtudag. Vatnið var notað til þess að kæla kjarnaofna versins þegar þeir bráðnuðu eftir gríðarlegan jarðskjálfta árið 2011.

Erlent
Fréttamynd

Leigði sér miðaldra karl í heilan dag

Stefán Þór Þorgeirsson tók japanskan miðaldra karlmann á leigu í heilan dag. Hann segir Japani líta á slíka leigu sem eðlilega og að fólk vilji frekar leigja sér félagsskap en að sjást eitt á ferð. Stefán fór með manninum í spilasal, í pílu og út að borða.

Lífið
Fréttamynd

„Það hefur ekki enn liðið yfir mig“

Miklar hitabylgjur hafa haft áhrif víða í heiminum undanfarna daga. Höfuðborg Japans er ekki undanskilin slíku en mikill hiti hefur verið þar síðustu daga. Borghildur Gunnarsdóttir, sem stödd er í Tokyo, segir að hitinn sé svo mikill að Íslendingar í borginni hafi flúið heim til Íslands vegna hans.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir slösuðust í árásarhrinu höfrunga

Fjórir sundgarpar slösuðust í árás höfrunga í Japan. Þrátt fyrir að höfrungar séu almennt ekki árásargjarnir eiga þeir það til að ráðast á fólk sem stingur sér til sunds.

Erlent
Fréttamynd

Ís­lenskt tví­eyki ó­vænt vin­sælt í Japan

Íslenska jazztvíeykið Silva & Steini gaf á dögunum út tónlistarmyndband fyrir sitt vinsælasta lag, If It Was. Lagið sjálft kom út fyrir um ári síðan en það er komið með tæplega tvær milljónir spilana á streymisveitunni Spotify síðan þá. Varð það óvænt nokkuð vinsælt í Japan og víðar.

Tónlist
Fréttamynd

Kynferðislegur lágmarksaldur færður úr 13 árum í 16

Stjórnvöld í Japan hafa gert breytingar á lögum er varða kynferðisbrot, sem fela meðal annars í sér að kynferðislegur lágmarksaldur hefur nú verið færður úr 13 árum í 16 ár. Þá hafa skilyrði „nauðgunar“ verið skýrð og gægjuhneigð gerð refsiverð.

Erlent
Fréttamynd

Óttast kín­versk­ar eld­flaug­ar

Æðstu menn herafla Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að herstöðvar ríkisins í Kyrrahafinu séu berskjaldaðar gagnvart kínverskum eldflaugum. Unnið er að því að dreifa úr vopnum, vistaverum hermanna, stjórnstöðvum og öðrum hergögnum til að gera eldflaugaárásir erfiðari.

Erlent
Fréttamynd

Selenskí kominn til Japans

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, lenti í Japan í morgun þar sem hann mun sækja leiðtogafund G-7 ríkjanna. Þar hefur þegar verið ákveðið að herða viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásar þeirra í Úkraínu.

Erlent