Bretland Nýr varaformaður Íhaldsflokksins segir árangur dauðarefsingarinnar 100% „Já. Það hefur enginn framið glæp eftir að hafa verið tekinn af lífi. Þú veist það, er það ekki? Árangurinn er 100%.“ Þetta sagði nýskipaður varaformaður Íhaldsflokksins, Lee Anderson, í viðtali við Spectator sem birt var í gær. Erlent 9.2.2023 12:38 Utanríkismálanefnd ekki rætt mál Gylfa sérstaklega Utanríkismálanefnd hefur ekki rætt mál Gylfa Þórs Sigurðssonar, knattspyrnumanns, sem hefur verið í farbanni á Bretlandi í á annað ár. Fyrsti varaformaður nefndarinnar segir það ráðuneytis að svara hver aðkoma þess er að málinu og hvort aðhafst verði í því. Innlent 9.2.2023 10:38 Órjúfanleg vinátta þjóðanna tveggja Úkraínuforseti kom í óvænta heimsókn til Bretlands í dag og fundaði með forsætisráðherra og konungi landsins. Þá ávarpaði hann breska þingið og þakkaði því stuðning í baráttunni við Rússa. Erlent 8.2.2023 20:00 Selenskí í óvæntri heimsókn til Bretlands í dag Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti mun í dag heimsækja Bretland í fyrsta sinn síðan Rússar réðust inn í heimaland hans fyrir tæpu ári síðan. Heimsóknin er óvænt en við því er búist að Selenskí muni á morgun ferðast til Brussel til fundar við Evrópusambandið. Erlent 8.2.2023 10:40 Grunaður um ítrekuð brot og saksóknari skoðar líkur á sakfellingu Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er grunaður um að hafa framið ítrekuð kynferðisbrot. Saksóknaraembætti bresku krúnunnar í Manchester hefur nú rannsóknargögn lögreglu til skoðunar og þarf að leggja mat á það hvort sönnunargögnin séu líkleg til þess að leiða til sakfellingar. Innlent 8.2.2023 08:01 Harry og Meghan þurfa að bera vitni í ærumeiðingamáli Harry Bretaprins og Meghan Markle munu neyðast til að bera vitni í einkamáli sem systir Meghan hefur höfðað á hendur henni fyrir ærumeiðingar. Dómarinn í málinu hafnaði því í gær að stöðva skýrslutökur í málinu. Lífið 8.2.2023 07:35 Ætla sér að framleiða fleiri þætti af Hótel Tindastóli Til stendur að endurvekja bresku gamanþættina Fawlty Towers, sem báru nafnið Hótel Tindastóll á íslensku, rúmum fjörutíu árum eftir að gömlu þættirnir voru framleiddir. John Cleese mun snúa aftur sem handritshöfundur og í hlutverk hótelstjórans Basil Fawlty. Bíó og sjónvarp 8.2.2023 07:23 Breski raðnauðgarinn hlaut 36 lífstíðardóma Breski lögreglumaðurinn og raðnauðgarinn hefur hlotið 36 lífstíðardóma eftir að hann játaði að hafa gerst sekur um 49 kynferðisbrot, þar af 24 nauðganir, gegn tólf konum á átján ára tímabili. Hann mun þurfa að afplána að lágmarki þrjátíu ár í fangelsi. Erlent 7.2.2023 13:12 Enska úrvalsdeildin sakar Manchester City um svindl Manchester City gerðist brotlegt á rekstrarreglum ensku úrvalsdeildarinnar samkvæmt nýrri rannsókn en enskir fjölmiðlar segja frá þessu í dag. Enski boltinn 6.2.2023 10:54 Rektor fannst látinn á skólalóðinni ásamt fjölskyldu sinni Emma Pattinson, rektor Epsom framhaldsskólans í Surrey á Bretlandi, fannst látin í byggingu á skólalóðinni ásamt eiginmanni sínum og sjö ára dóttur þeirra. Erlent 6.2.2023 00:14 Rannsókn á máli Gylfa Þórs lokið Rannsókn lögreglunnar í Manchester á máli knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar er lokið. Málið er nú komið inn á borð saksóknaraembættis bresku krúnunnar. Það er í höndum þess embættis hvort ákært verði í málinu eða það falli niður. Sport 5.2.2023 09:47 Hundruð þúsunda hafa lagt niður störf í dag Um hundrað þúsund opinberir starfsmenn á Bretlandi hafa lagt niður störf í dag, þar á meðal starfsmenn háskóla, kennarar og lestarstjórar. Þetta er fyrsta verkfallið sem farið er í á Bretlandi síðan 2016. Launafólk fer fram á launahækkanir til að bregðast við hækkandi verðlagi. Erlent 1.2.2023 15:01 Ozzy Osbourne hættur að túra í bili Breski söngvarinn Ozzy Osbourne hefur hætt við tónleikaferðalag sitt til Evrópu. Hann segir líkama sinn ekki geta höndlað ferðalagið en hann er enn að jafna sig eftir slys sem hann lenti í árið 2019. Lífið 1.2.2023 14:34 Ísland keppir á seinna undankvöldinu í Eurovision Ísland mun keppa á seinna undankvöldi Eurovision-keppninnar í ár sem fer fram í Liverpool í maí. Íslenska framlagið mun stíga á svið í fyrri hluta kvöldsins. Lífið 31.1.2023 19:40 Ólafur Kjartan söng í Royal Opera House: „Stór stund fyrir mig“ Ólafur Kjartan Sigurðarson segir ákveðinn draum hafa ræst þegar hann söng í verkinu Tannhäuser á stóra sviði Royal Opera House í Covent Garden, London síðastliðið sunnudagskvöld. Blaðamaður ræddi við hann um viðburðaríkt líf hans. Tónlist 31.1.2023 15:30 Sameinuð með tónlist og himinháum kostnaði Slagorð Eurovision keppninnar sem haldin verður í Liverpool í ár, hefur verið afhjúpað og útlit keppninnar sömuleiðis. Kostnaður Breta við keppnina gæti numið meira en þremur milljörðum íslenskra króna. Tónlist 31.1.2023 11:45 Listir, stjórnmál og atvinnulíf mætast í tökum BBC í Tjarnarbíói Fjölbreytt blanda merkra Íslendinga munu sitja fyrir svörum við upptökur á útvarpsþætti breska ríkisútvarpsins „World Questions“ í Tjarnarbíói þann 7. febrúar næstkomandi. Menning 31.1.2023 09:42 Love Island barn komið í heiminn Breska Love Island parið Tommy Fury og Molly Mae Hague hafa eignast sitt fyrsta barn. Lífið 30.1.2023 18:32 Talsmaður Pútíns segir Boris ljúga um meinta eldflaugarhótun Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútins, forseta Rússlands, segir ekki rétt að Pútín hafi ógnað Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Boris sagði í nýrri heimildarþáttarröð BBC um átökin í Úkraínu og aðdraganda innrásar Rússa í landið að skömmu fyrir innrásina hefði Pútín ógnað sér og Bretlandi. Erlent 30.1.2023 11:52 Pútín sagðist geta skotið eldflaug á Bretland á innan við mínútu Að sögn Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, sagðist Vladimir Pútín Rússlandsforseti geta skotið eldflaug í átt að Bretlandi „á innan við mínútu“ í símtali sem átti sér stað skömmu áður en Rússar réðust inn í Úkraínu. Erlent 30.1.2023 07:16 Flybe aftur farið á hausinn Breska flugfélagið Flybe er aftur farið á hausinn. Félagið hefur fellt niður allar flugferðir og strandaglópar eru í öngum sínum. Talið er að hundruð muni missa vinnuna. Viðskipti erlent 28.1.2023 20:00 Lá dáin í íbúð sinni í rúm þrjú ár Bresk kona sem átti við mikil geðræn vandamál að stríða fannst í íbúð hennar rúmum þremur árum eftir að hún dó. Fjölskylda hennar kennir heilbrigðiskerfinu um og segir kerfið hafa brugðist henni. Enginn hafi fylgst með henni þrátt fyrir veikindi hennar. Erlent 27.1.2023 14:20 Trans kona dæmd fyrir nauðganir tekur dóminn út í karlafangelsi Trans kona í Skotlandi var í vikunni fundin sek um að hafa nauðgað tveimur konum áður en hún kom út úr skápnum. Eftir að dómurinn féll var hún flutt í kvennafangelsi en yfirvöld segja hana ekki munu verða vistaða þar, hvorki til skemmri né lengri tíma. Erlent 26.1.2023 23:51 Breska ríkisútvarpið spyr íslenskt stjórnmálafólk spjörunum úr Breska ríkisútvarpið mun taka upp útvarpsþáttinn World Questions í Tjarnarbíói þann 7. febrúar næstkomandi. Um er að ræða einskonar málfund þar sem stjórnmálafólk er spurt að hinum ýmsu spurningum sem varpa ljósi á land og þjóð. Menning 25.1.2023 15:39 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Segja að vestrænir skriðdrekar brenni eins og aðrir Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, mun í dag tilkynna þýska þinginu ákvörðun sína um að flytja Leopard 2A6 skriðdreka til Úkraínu og leyfa ráðamönnum annarra ríkja sem nota skriðdrekana að senda einnig skriðdreka. Erlent 25.1.2023 10:50 Bandaríkjamenn sagðir íhuga að senda sína skriðdreka Ráðamenn í Bandaríkjunum er sagðir líklegir til að senda Úkraínumönnum M1 Abrams skriðdreka á næstunni. Slíkar sendingar gætu verið tilkynntar strax í næstu viku en með þeim myndu Þjóðverjar einnig samþykkja að senda eigin skriðdreka og leyfa öðrum ríkjum að senda þýska skriðdreka. Erlent 24.1.2023 16:52 Evgenía prinsessa er ólétt Evgenía, prinsessan af Jórvík, og eiginmaður hennar, Jack Brooksbank, eiga von á sínu öðru barni. Prinsessan sinnir ekki lengur konunglegum skyldum en er samt sem áður ellefta í erfðaröð bresku krúnunnar. Lífið 24.1.2023 15:01 Biðja formlega um leyfi til skriðdrekasendinga Yfirvöld í Póllandi hafa sent formlega beiðni til Þýskalands um leyfi til þess að senda Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu. Ráðamenn í Póllandi hafa gefið í skyn að verði beiðninni hafnað muni þeir samt senda skriðdrekana en Þjóðverjar hafa verið undir miklum þrýstingi að undanförnu vegna málsins. Erlent 24.1.2023 11:01 Flugferðum aflýst á Heathrow vegna veðurs Raskanir eru á Heathrow flugvelli í dag vegna frosts og þoku en British Airways hefur þurft að aflýsa um 80 flugferðum vegna veðurs. Nóttin var sú kaldasta í meira en áratug. Engar raskanir virðast vera á ferðum félagsins til og frá Íslandi í dag. Erlent 23.1.2023 10:53 Samþykkja ekki enn skriðdrekasendingar til Úkraínu Boris Pistorius, nýr varnarmálaráðherra Þýskalands, sagði við blaðamenn í Ramstein í Þýskalandi í dag að engin ákvörðun hefði verið tekin um það að senda Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu. Hann sagði þó að ráðuneyti hans myndi fara yfir birgðastöðu Þjóðverja og kanna hve marga skriðdreka hægt væri að senda og hve fljótt, verði slík ákvörðun tekin á næstunni. Erlent 20.1.2023 14:25 « ‹ 23 24 25 26 27 28 29 30 31 … 129 ›
Nýr varaformaður Íhaldsflokksins segir árangur dauðarefsingarinnar 100% „Já. Það hefur enginn framið glæp eftir að hafa verið tekinn af lífi. Þú veist það, er það ekki? Árangurinn er 100%.“ Þetta sagði nýskipaður varaformaður Íhaldsflokksins, Lee Anderson, í viðtali við Spectator sem birt var í gær. Erlent 9.2.2023 12:38
Utanríkismálanefnd ekki rætt mál Gylfa sérstaklega Utanríkismálanefnd hefur ekki rætt mál Gylfa Þórs Sigurðssonar, knattspyrnumanns, sem hefur verið í farbanni á Bretlandi í á annað ár. Fyrsti varaformaður nefndarinnar segir það ráðuneytis að svara hver aðkoma þess er að málinu og hvort aðhafst verði í því. Innlent 9.2.2023 10:38
Órjúfanleg vinátta þjóðanna tveggja Úkraínuforseti kom í óvænta heimsókn til Bretlands í dag og fundaði með forsætisráðherra og konungi landsins. Þá ávarpaði hann breska þingið og þakkaði því stuðning í baráttunni við Rússa. Erlent 8.2.2023 20:00
Selenskí í óvæntri heimsókn til Bretlands í dag Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti mun í dag heimsækja Bretland í fyrsta sinn síðan Rússar réðust inn í heimaland hans fyrir tæpu ári síðan. Heimsóknin er óvænt en við því er búist að Selenskí muni á morgun ferðast til Brussel til fundar við Evrópusambandið. Erlent 8.2.2023 10:40
Grunaður um ítrekuð brot og saksóknari skoðar líkur á sakfellingu Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er grunaður um að hafa framið ítrekuð kynferðisbrot. Saksóknaraembætti bresku krúnunnar í Manchester hefur nú rannsóknargögn lögreglu til skoðunar og þarf að leggja mat á það hvort sönnunargögnin séu líkleg til þess að leiða til sakfellingar. Innlent 8.2.2023 08:01
Harry og Meghan þurfa að bera vitni í ærumeiðingamáli Harry Bretaprins og Meghan Markle munu neyðast til að bera vitni í einkamáli sem systir Meghan hefur höfðað á hendur henni fyrir ærumeiðingar. Dómarinn í málinu hafnaði því í gær að stöðva skýrslutökur í málinu. Lífið 8.2.2023 07:35
Ætla sér að framleiða fleiri þætti af Hótel Tindastóli Til stendur að endurvekja bresku gamanþættina Fawlty Towers, sem báru nafnið Hótel Tindastóll á íslensku, rúmum fjörutíu árum eftir að gömlu þættirnir voru framleiddir. John Cleese mun snúa aftur sem handritshöfundur og í hlutverk hótelstjórans Basil Fawlty. Bíó og sjónvarp 8.2.2023 07:23
Breski raðnauðgarinn hlaut 36 lífstíðardóma Breski lögreglumaðurinn og raðnauðgarinn hefur hlotið 36 lífstíðardóma eftir að hann játaði að hafa gerst sekur um 49 kynferðisbrot, þar af 24 nauðganir, gegn tólf konum á átján ára tímabili. Hann mun þurfa að afplána að lágmarki þrjátíu ár í fangelsi. Erlent 7.2.2023 13:12
Enska úrvalsdeildin sakar Manchester City um svindl Manchester City gerðist brotlegt á rekstrarreglum ensku úrvalsdeildarinnar samkvæmt nýrri rannsókn en enskir fjölmiðlar segja frá þessu í dag. Enski boltinn 6.2.2023 10:54
Rektor fannst látinn á skólalóðinni ásamt fjölskyldu sinni Emma Pattinson, rektor Epsom framhaldsskólans í Surrey á Bretlandi, fannst látin í byggingu á skólalóðinni ásamt eiginmanni sínum og sjö ára dóttur þeirra. Erlent 6.2.2023 00:14
Rannsókn á máli Gylfa Þórs lokið Rannsókn lögreglunnar í Manchester á máli knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar er lokið. Málið er nú komið inn á borð saksóknaraembættis bresku krúnunnar. Það er í höndum þess embættis hvort ákært verði í málinu eða það falli niður. Sport 5.2.2023 09:47
Hundruð þúsunda hafa lagt niður störf í dag Um hundrað þúsund opinberir starfsmenn á Bretlandi hafa lagt niður störf í dag, þar á meðal starfsmenn háskóla, kennarar og lestarstjórar. Þetta er fyrsta verkfallið sem farið er í á Bretlandi síðan 2016. Launafólk fer fram á launahækkanir til að bregðast við hækkandi verðlagi. Erlent 1.2.2023 15:01
Ozzy Osbourne hættur að túra í bili Breski söngvarinn Ozzy Osbourne hefur hætt við tónleikaferðalag sitt til Evrópu. Hann segir líkama sinn ekki geta höndlað ferðalagið en hann er enn að jafna sig eftir slys sem hann lenti í árið 2019. Lífið 1.2.2023 14:34
Ísland keppir á seinna undankvöldinu í Eurovision Ísland mun keppa á seinna undankvöldi Eurovision-keppninnar í ár sem fer fram í Liverpool í maí. Íslenska framlagið mun stíga á svið í fyrri hluta kvöldsins. Lífið 31.1.2023 19:40
Ólafur Kjartan söng í Royal Opera House: „Stór stund fyrir mig“ Ólafur Kjartan Sigurðarson segir ákveðinn draum hafa ræst þegar hann söng í verkinu Tannhäuser á stóra sviði Royal Opera House í Covent Garden, London síðastliðið sunnudagskvöld. Blaðamaður ræddi við hann um viðburðaríkt líf hans. Tónlist 31.1.2023 15:30
Sameinuð með tónlist og himinháum kostnaði Slagorð Eurovision keppninnar sem haldin verður í Liverpool í ár, hefur verið afhjúpað og útlit keppninnar sömuleiðis. Kostnaður Breta við keppnina gæti numið meira en þremur milljörðum íslenskra króna. Tónlist 31.1.2023 11:45
Listir, stjórnmál og atvinnulíf mætast í tökum BBC í Tjarnarbíói Fjölbreytt blanda merkra Íslendinga munu sitja fyrir svörum við upptökur á útvarpsþætti breska ríkisútvarpsins „World Questions“ í Tjarnarbíói þann 7. febrúar næstkomandi. Menning 31.1.2023 09:42
Love Island barn komið í heiminn Breska Love Island parið Tommy Fury og Molly Mae Hague hafa eignast sitt fyrsta barn. Lífið 30.1.2023 18:32
Talsmaður Pútíns segir Boris ljúga um meinta eldflaugarhótun Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútins, forseta Rússlands, segir ekki rétt að Pútín hafi ógnað Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Boris sagði í nýrri heimildarþáttarröð BBC um átökin í Úkraínu og aðdraganda innrásar Rússa í landið að skömmu fyrir innrásina hefði Pútín ógnað sér og Bretlandi. Erlent 30.1.2023 11:52
Pútín sagðist geta skotið eldflaug á Bretland á innan við mínútu Að sögn Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, sagðist Vladimir Pútín Rússlandsforseti geta skotið eldflaug í átt að Bretlandi „á innan við mínútu“ í símtali sem átti sér stað skömmu áður en Rússar réðust inn í Úkraínu. Erlent 30.1.2023 07:16
Flybe aftur farið á hausinn Breska flugfélagið Flybe er aftur farið á hausinn. Félagið hefur fellt niður allar flugferðir og strandaglópar eru í öngum sínum. Talið er að hundruð muni missa vinnuna. Viðskipti erlent 28.1.2023 20:00
Lá dáin í íbúð sinni í rúm þrjú ár Bresk kona sem átti við mikil geðræn vandamál að stríða fannst í íbúð hennar rúmum þremur árum eftir að hún dó. Fjölskylda hennar kennir heilbrigðiskerfinu um og segir kerfið hafa brugðist henni. Enginn hafi fylgst með henni þrátt fyrir veikindi hennar. Erlent 27.1.2023 14:20
Trans kona dæmd fyrir nauðganir tekur dóminn út í karlafangelsi Trans kona í Skotlandi var í vikunni fundin sek um að hafa nauðgað tveimur konum áður en hún kom út úr skápnum. Eftir að dómurinn féll var hún flutt í kvennafangelsi en yfirvöld segja hana ekki munu verða vistaða þar, hvorki til skemmri né lengri tíma. Erlent 26.1.2023 23:51
Breska ríkisútvarpið spyr íslenskt stjórnmálafólk spjörunum úr Breska ríkisútvarpið mun taka upp útvarpsþáttinn World Questions í Tjarnarbíói þann 7. febrúar næstkomandi. Um er að ræða einskonar málfund þar sem stjórnmálafólk er spurt að hinum ýmsu spurningum sem varpa ljósi á land og þjóð. Menning 25.1.2023 15:39
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Segja að vestrænir skriðdrekar brenni eins og aðrir Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, mun í dag tilkynna þýska þinginu ákvörðun sína um að flytja Leopard 2A6 skriðdreka til Úkraínu og leyfa ráðamönnum annarra ríkja sem nota skriðdrekana að senda einnig skriðdreka. Erlent 25.1.2023 10:50
Bandaríkjamenn sagðir íhuga að senda sína skriðdreka Ráðamenn í Bandaríkjunum er sagðir líklegir til að senda Úkraínumönnum M1 Abrams skriðdreka á næstunni. Slíkar sendingar gætu verið tilkynntar strax í næstu viku en með þeim myndu Þjóðverjar einnig samþykkja að senda eigin skriðdreka og leyfa öðrum ríkjum að senda þýska skriðdreka. Erlent 24.1.2023 16:52
Evgenía prinsessa er ólétt Evgenía, prinsessan af Jórvík, og eiginmaður hennar, Jack Brooksbank, eiga von á sínu öðru barni. Prinsessan sinnir ekki lengur konunglegum skyldum en er samt sem áður ellefta í erfðaröð bresku krúnunnar. Lífið 24.1.2023 15:01
Biðja formlega um leyfi til skriðdrekasendinga Yfirvöld í Póllandi hafa sent formlega beiðni til Þýskalands um leyfi til þess að senda Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu. Ráðamenn í Póllandi hafa gefið í skyn að verði beiðninni hafnað muni þeir samt senda skriðdrekana en Þjóðverjar hafa verið undir miklum þrýstingi að undanförnu vegna málsins. Erlent 24.1.2023 11:01
Flugferðum aflýst á Heathrow vegna veðurs Raskanir eru á Heathrow flugvelli í dag vegna frosts og þoku en British Airways hefur þurft að aflýsa um 80 flugferðum vegna veðurs. Nóttin var sú kaldasta í meira en áratug. Engar raskanir virðast vera á ferðum félagsins til og frá Íslandi í dag. Erlent 23.1.2023 10:53
Samþykkja ekki enn skriðdrekasendingar til Úkraínu Boris Pistorius, nýr varnarmálaráðherra Þýskalands, sagði við blaðamenn í Ramstein í Þýskalandi í dag að engin ákvörðun hefði verið tekin um það að senda Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu. Hann sagði þó að ráðuneyti hans myndi fara yfir birgðastöðu Þjóðverja og kanna hve marga skriðdreka hægt væri að senda og hve fljótt, verði slík ákvörðun tekin á næstunni. Erlent 20.1.2023 14:25