Bretland

Fréttamynd

Lögð­u hald á marg­ar þrí­vídd­ar­prent­að­ar byss­ur og í­hlut­i

Lögregluþjónar í Lundúnum lögðu nýverið hald á magar þrívíddarprentaðar byssur og mikið magn skotfæra, sem talið er að sé stærsti slíki fundur í sögu Bretlands. Vopnin og íhlutir til að framleiða fleiri vopn fundust í íbúð í borginni en lögreglan telur að umfangsmikil framleiðsla slíkra skotvopna hafi átt sér stað þar.

Erlent
Fréttamynd

Angela Lans­bury er látin

Leikkonan ástsæla Angela Lansbury er fallin frá 96 ára að aldri. Hún fæddist í London árið 1925 og á langan leiklistarferil að baki, bæði á sviði og á hvíta tjaldinu. 

Lífið
Fréttamynd

Spáir snöggri lækkun á fasteignaverði

Íslenskur hagfræðingur hjá London School of Economics í Bretlandi segir að fasteignaverð þar og hér á landi geti lækkað mjög snögglega vegna mikilla vaxtahækkana. Nái spár alþjóðlegra fjármálastofnana um samdrátt á næsta ári fram að ganga hefði það mjög fljótlega áhrif á íslenskan efnahag.

Erlent
Fréttamynd

Karl III verði krýndur næsta vor

Karl III Bretlandskonungur verður krýndur þann 6. maí næstkomandi. Hann hefur sinnt embætti konungs frá andláti móður sinnar Elísabetar II Bretlandsdrottningar í september síðastliðnum.

Erlent
Fréttamynd

Átti ekki von á að Snertingu myndi ganga svona vel

Eitt stærsta kvikmyndadreifingarfyrirtæki heims hefur keypt réttinn að íslensku kvikmyndinni Snerting. Kaupsamningurinn er sá fyrsti sinnar tegundar hvað íslenska kvikmynd varðar en leikstjórinn segist ekki hafa búist við svo góðum móttökum úr kvikmyndaheiminum.

Lífið
Fréttamynd

Eurovision fer fram í Liverpool á næsta ári

Breska borgin Liverpool mun hýsa 67. Eurovision-söngvakeppnina fyrir hönd Úkraínu á næsta ári. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) greindi frá þessu í dag en áður hafði komið fram að valið stæði milli Glasgow og Bítlaborgarinnar.

Lífið
Fréttamynd

Þúsundir hafi látist í hitabylgjunum í Bretlandi í sumar

Á þriðja þúsund manns, 65 ára og eldri, létust á meðan hitabylgjum í Bretlandi stóð í sumar en alls voru umfram dauðsföll 2.803 talsins í sumar og hefur umfram dánartíðni hjá þessum aldurshóp ekki verið meiri frá árinu 2004. Hátt í fimmtán hundruð umfram dauðsföll voru skráð á einu tímabili í ágúst.

Erlent
Fréttamynd

Truss lofaði að koma Bretlandi „í gegnum storminn“

Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, reynir nú sitt besta til að fullvissa Breta um að ríkisstjórn hennar standi áfram sterk þrátt fyrir gagnrýni. Í ræðu sinni til Íhaldsmanna í dag sagði Truss að erfiðir dagar væru fram undan en lofaði að „koma Bretlandi í gegnum storminn.“

Erlent
Fréttamynd

Skammast sín ekki fyrir að skipta um skoðun

Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, segist ekki skammast sín fyrir að hafa dregið umdeilda tekjuskattslækkun til baka en hún hafi tekið ákvörðunina mjög fljótlega þar sem skattalækkunin hafi verið að draga athygli frá öðrum aðgerðum ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Hún sætir nú gagnrýni úr öllum áttum, þar á meðal innan raða eigin flokks.

Erlent
Fréttamynd

Skráðu sig í maraþon í tilvistarkreppu

Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir og unnusti hennar Hannes Halldórsson fengu tilvistarkreppu í kjölfar þrjátíu ára aldursársins og skráðu sig í maraþon í London. Þetta var þeirra fyrsta maraþon og voru þau haltrandi um London að jafna sig eftir átökin þegar Vísir náði tali af þeim.

Lífið
Fréttamynd

Liz Truss gefur ekkert eftir varðandi skattalækkanir

Liz Truss forsætisráðherra Bretlands varði í dag nýlegar efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar sem meðal annars fela í sér miklar skattalækkanir á hina efnameiri. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar við stefnunni og áhrifum hennar á alþjóðlega markaði og hvatti bresku stjórnina í vikunni til að draga þær til baka.

Erlent
Fréttamynd

Vél Icelandair lenti í minni­háttar á­rekstri

Vél Icelandair lenti í minniháttar árekstri við vél frá Koreanair á flugvellinum Heathrow í London í í kringum klukkan átta í kvöld. Enginn slasaðist og engar tafir eru á flugum til og frá flugvellinum.

Innlent
Fréttamynd

Staðan í Evrópu helsta ógnin við íslenskan efnahag

Íslensku efnahagslífi stafar helst ógn af mikilli óvissu í alþjóðamálum. Seðlabankastjóri telur að vaxtahækkanir og aðrar aðgerðir Seðlabankans séu farnar að skila árangri. Horft verði til þess við ákvörðun vaxta í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Glasgow og Liverpool keppast um að halda Eurovision

Borgirnar Glasgow og Liverpool í Bretlandi standa nú tvær eftir í keppninni um að halda Eurovision. Samkvæmt The BBC voru þær borgir með bestu tilboðin fyrir viðburðarhaldið. Bretland var valið til þess að halda keppnina í ljósi innrásar Rússlands í Úkraínu, sem sigraði Eurovision. 

Lífið
Fréttamynd

Ný gögn sýni að bresk stjórnvöld hafi greitt leið Sáda í enska boltann

Ný gögn sýna fram á að ráðherra í ríkisstjórn Boris Johnson, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, hafi beitt sér fyrir því að hópur frá Sádí-Arabíu hafi getað fest kaup á enska knattspyrnufélaginu Newcastle United. Kaupin hafa sætt gagnrýni þar sem þau eru sögð hluti af stefnu sadískra yfirvalda til að hreinsa sig af mannréttindabrotum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Nýtt konungs­merki Karls III af­hjúpað

Nú eftir andlát Elísabetar II Bretlandsdrottningar breytist ýmislegt til þess að marka komu nýs konungs. Til dæmis verða breytingar gerðar á útliti pundsins og nýtt konunglegt merki sem prýðir til dæmis póstkassa og byggingar verður tekið í notkun. Merki Karls III Bretlandskonungs var kynnt í gær.

Erlent
Fréttamynd

Skrúfað fyrir hús­næðis­lán og búist við miklum vaxta­hækkunum

Húsnæðislánafyrirtæki í Bretlandi hafa brugðist við efnahagsaðgerðum bresku ríkisstjórnarinnar með því að hætta tímabundið útlánum eða með því að fækka lánamöguleikum. Reiknað er með að Englandsbanki hækki meginvexti sína og að þeir verði jafnvel komnir í sex prósentustig á næsta ári.

Erlent