Bretland

Fréttamynd

Segir málfrelsið og frelsi fjölmiðla undir í máli Assange

Ritstjóri WikiLeaks segir ómannúðlega meðferð breskra stjórnvalda á Julian Assange skipta alla sem láti málfrelsið og frjálsa fjölmiðla sig varða máli. Mótmælendur við breska sendiráðið kröfðust þess í dag að Assange verði sleppt úr haldi þegar í stað.

Innlent
Fréttamynd

Þjóð­verjar skikka Breta í sótt­kví

Stjórnvöld í Þýskalandi hafa tekið ákvörðun um að skikka ferðalanga frá Bretlandi í sóttkví við komuna til Þýskalands. Takmarkanirnar taka gildi á morgun, mánudag.

Erlent
Fréttamynd

Meira en tíu þúsund ó­míkron-smitaðir í Bret­landi

Enn eru met slegin í fjölda kórónu­veiru­smita í Bret­landi. Borgar­stjóri Lundúna hefur nú lýst yfir alvarlegu ástandi (e. major incident). Yfir 93.000 manns greindust með kórónu­veiruna í Bret­landi landi í gær og fjöldi ó­míkron-smitaðra er kominn upp í tíu þúsund.

Erlent
Fréttamynd

Skutu niður fyrsta skotmarkið í fjörutíu ár

Flugmaður orrustuþotu breska flughersins skaut nýverið niður dróna sem verið var að fljúga nærri herstöð í Sýrlandi. Þetta var í fyrsta sinn sem bresk orrustuþota skýtur niður skotmark frá því í Falklandseyjastríðinu fyrir tæpum fjörutíu árum.

Erlent
Fréttamynd

Bretar fá afar misvísandi skilaboð um hegðun í aðdraganda jóla

Bretar fá nú misvísandi skilaboð frá yfirvöldum en á sama tíma og Boris Johnson forsætisráðherra hefur sagt að fólk eigi ekki að þurfa að hætta við boð í aðdraganda jóla hvetur Chris Whitty, yfirmaður heilbrigðismála, fólk til að hitta ekki aðra en nána aðstandendur. 

Erlent
Fréttamynd

Tvöföld Covid-bylgja í Bandaríkjunum

Tvöföld Covid-bylgja gengur nú yfir Bandaríkin en bæði delta- og ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar eru í mikilli dreifingu þar. Áhyggjur eru uppi um að slæmt ástand muni versna vestanhafs á næstu vikum og það sama á við um Bretland þar sem ráðamenn óttast áhrif afbrigðisins.

Erlent
Fréttamynd

Hamilton sleginn til riddara

Sir Lewis Hamilton - sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 kappakstri - var í dag sleginn til riddara. Aðeins eru örfáir dagar síðan Hamilton tapaði heimsmeistaratitli sínum til Max Verstappen í Abú Dabí kappakstrinum eftir gríðarlega dramatík.

Formúla 1
Fréttamynd

Einn látinn og tíu inniliggjandi á sjúkrahúsi með ómíkron

Fyrsta andlát einstaklings sem greindist með ómíkron-afbrigði veirunnar hefur nú verið staðfest í Bretlandi, rúmum mánuði frá því að afbrigðið kom fyrst upp í Suður-Afríku. Forsætisráðherra Bretlands útilokar ekki að aðgerðir verði hertar enn frekar á næstu dögum. 

Erlent
Fréttamynd

Geta framselt Assange til Bandaríkjanna

Dómstóll í London sneri í dag við fyrri úrskurði undirréttar þar sem framsalsbeiðni Bandaríkjastjórnar vegna Julian Assange, stofnanda Wikileaks, var hafnað.

Erlent