Bretland

Fréttamynd

Lestir skullu saman á Eng­landi

Tvær lestir skullu saman á milli bæjanna Andover og Salisbury á Englandi í kvöld. Viðbragðsaðilar eru mættir á vettvang en litlar upplýsingar liggja fyrir um slys á fólki, lögregla hefur þó gefið út að enginn hafi látist.

Erlent
Fréttamynd

COP26 sett í Glas­gow: „Okkar síðasta og besta von“

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í morgun. Setningin markar upphaf tveggja vikna fundarhalda og viðræðna þar sem fulltrúar næstum 200 ríkja freista þess að ná saman um aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun.

Erlent
Fréttamynd

Hestur hljóp á lögreglubíl

Lögregluþjónum brá heldur betur í brún þegar þeir voru kallaðir út vegna hests sem gekk laus í úthverfi London í gærmorgun. Þegar þeir mættu á vettvang kom hesturinn hlaupandi úr myrkrinu og hljóp á bíl þeirra.

Lífið
Fréttamynd

Lögmenn Andrésar prins krefjast frávísunar

Andrés prins, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, krefst frávísunar í kynferðisbrotamáli. Prinsinn er sakaður um að hafa misnotað hina 38 ára gömlu Virginu Giuffre þegar hún var táningur. Prinsinn hefur ávallt neitað sök í málinu.

Erlent
Fréttamynd

Elísa­betu drottningu ráð­lagt að hvíla sig

Læknar Elísabetar annarrar Bretlandsdrottningu hafa ráðlagt henni að taka tveggja vikna frí frá opinberum skyldum sínum. Drottningin lætur þó ekki skipa sér fyrir og mun hún halda auðveldari störfum áfram.

Erlent
Fréttamynd

Við hverju má búast á COP26?

COP26 er gríðarlega mikilvæg stund fyrir Bretland og heiminn allan. Það eru margir sem trúa því að þetta sé síðasta raunverulega tækifærið okkar til að ná stjórn á loftslagsbreytingum og stöðva þau hrikalegu áhrif sem þær hafa nú þegar á plánetuna okkar í formi alvarlegra flóða, storma og skógarelda.

Skoðun
Fréttamynd

Líf Ass­an­ge í húfi og lof­orð Banda­ríkja­stjórnar innan­tóm

Dómstóll í Lundúnum tekur nú fyrir áfrýjunarbeiðni Bandaríkjastjórnar vegna framsals Julians Assange en framsalsbeiðninni var hafnað í upphafi árs. Ritstjóri WikiLeaks segir heilsu Assange vera í húfi og gefur lítið fyrir fullyrðingar Bandaríkjamanna um að Assange verði í öruggum höndum þar í landi.

Erlent
Fréttamynd

Assange gæti afplánað dóm í Ástralíu

Bandarísk stjórnvöld segja að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, gæti fengið að afplána mögulegan fangelsisdóm í heimalandi sínu Ástralíu verði hann framseldur til Bandaríkjanna og sakfelldur þar. Áfrýjun vegna framsalskröfunnar er tekin fyrir í Bretlandi í dag.

Erlent
Fréttamynd

Andrés prins þarf að svara spurningum lögmanna

Andrés prins þarf að svara spurningum lögmanna vegna einkamáls gegn honum þar sem hann er sakaður um kynferðisbrot gegn táningi. Það verður hann að gera fyrir 14. júlí næstkomandi samkvæmt úrskurði dómara í New York.

Erlent
Fréttamynd

Walter Smith látinn

Walter Smith, fyrrverandi knattspyrnustjóri Rangers og Everton, og fyrrverandi landsliðsþjálfari Skotlands, er látinn, 73 ára að aldri.

Fótbolti
Fréttamynd

Hefur farið 6.000 ferðir í sama rússíbananum

Ryan Hackett, 61 árs, hefur loksins náð að láta langþráðan draum rætast og hefur nú farið 6.000 ferðir í rússíbananum Megafobia í Oakwood Theme Park í Nerberth í Pembrokeshire í Wales. 

Erlent
Fréttamynd

Verkamannaflokkurinn kallar eftir grímuskyldu og heimavinnu

Verkamannaflokkurinn kallar eftir því að stjórnvöld á Englandi skipti samstundis yfir í svokallað „plan B“ vegna stöðu kórónuveirufaraldursins þar í landi. Plan B felur meðal annars í sér að fólki yrði ráðlagt að vinna heima og að grímuskylda yrði tekin upp á ný.

Erlent
Fréttamynd

Ákærður fyrir morðið á þingmanninum

Ali Harbi Ali, 25 ára gamall breti af sómölskum uppruna, hefur nú verið ákærður fyrir morðið á breska þingmanninum Sir David Amess í síðustu viku. Saksóknarar hafa gefið það út að þeir muni sækja málið á þeim grundvelli að um hryðjuverk hafi verið að ræða.

Erlent
Fréttamynd

Þekktur slagara­smiður fallinn frá

Breski lagasmiðurinn og leikskáldið Leslie Bricusse, sem kom að gerð ótal þekktra laga úr heimi kvikmynda og söngleikja, er látinn. Hann lést í Saint-Paul-de-Vence í Frakklandi í gær.

Menning
Fréttamynd

Enn ekkert nýtt í máli Gylfa

Talskona lögreglunnar í Manchester á Bretlandi segir enn engar fregnir hafa borist um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar, knattspyrnumanns. Gylfi er laus gegn tryggingu en það fyrirkomulag rann út á laugardag og taka átti ákvörðun í máli hans sama dag. 

Fótbolti
Fréttamynd

Kórónuveiran á siglingu í Bretlandi

Þeim sem smitast af kórónuveirunni í Bretlandi hefur fjölgað stöðugt í þessum mánuði og í gær greindust tæplega fimmtíu þúsund manns með Covid 19 í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Stuðningsmaðurinn sem hneig niður sagður stöðugur

Óhugnalegt atvik átti sér stað í leik Newcastle og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar að stuðningsmaður Newcastle hneig niður. Stöðva þurfti leikinn um stund á meðan maðurinn fékk aðhlynningu, en nýjustu fréttir herma að líðan hans sé stöðug.

Enski boltinn