Bretland

Fréttamynd

Búið að birta Andrési stefnu með lögmætum hætti

Lögmenn Andrésar Bretaprins í Bandaríkjunum hafa gengist við því að honum hafi nú verið birt stefna með réttum hætti, í máli sem Virginia Giuffre hefur höfðað gegn honum. Giuffre sakar hertogann af Jórvík um kynferðisbrot og aðild að mansali.

Erlent
Fréttamynd

Leik­stjóri Notting Hill er látinn

Breski kvikmyndaleikstjórinn Roger Michell, sem þekktastur er fyrir að hafa leikstýrt myndinni Notting Hill, er látinn. Umboðsmaður Michell segir hann hafa andast í gær, 65 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Biden og Macron vilja byggja upp traust aftur

Sendiherra Frakklands mun snúa aftur til Washington DC í næstu viku. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, kallaði sendiherrann heim eftir að Bandaríkjamenn, Ástralar og Bretar tilkynntu nýjan varnarsáttmála.

Erlent
Fréttamynd

Þriðji maðurinn ákærður vegna tilræðisins gegn Skrípal

Bresk yfirvöld hafa gef út ákæru á hendur rússneskum karlmanni í tengslum við taugaeiturstilræðið gegn rússneska fyrrverandi njósnaranum Sergei Skrípal árið 2018. Maðurinn er talinn hafa stýrt aðgerðinni og að hann tilheyri rússnesku herleyniþjónustunni.

Erlent
Fréttamynd

Jimmy Greaves er látinn

Jimmy Greaves, fyrrum leikmaður Tottenham Hotspur og enska landsliðsins og einn mesti markaskorari enskrar knattpyrnu frá upphafi, er látinn. Greaves var 81 árs, en hann er sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk í efstu deild á Englandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Ásakandi Andrésar getur birt honum stefnu vestra

Dómari í New York í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu að kona sem sakar Andrés prins um að hafa níðst á sér þegar hún var undir lögaldri geti birt honum stefnu þar vestra. Lögmenn Andrésar reyna að þræta fyrir að honum hafi verið birt stefna konunnar í Bretlandi á lögmætan hátt.

Erlent
Fréttamynd

Pi­ers Morgan til Fox

Breski fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan gekk í dag til liðs við Rupert Murdoch og félög hans, News Corp og Fox News Media. Morgan mun framleiða efni þvert á miðla News Corp sem mun birtast um allan heim.

Erlent
Fréttamynd

Johnson hreinsar út úr ráðuneytum

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, gerði í dag talsverðar breytingar á ríkisstjórn sinni. Meðal annars vék hann Dominic Raab úr embætti utanríkisráðherra og gerði hann í staðinn að dómsmálaráðherra og aðstoðarforsætisráðherra.

Erlent
Fréttamynd

Breskrar leik­konu leitað í Los Angeles

Bresku leikkonunnar Tönyu Fear er leitað í Los Angeles í Kaliforníu en síðast sást til hennar á fimmtudag að sögn vina hennar og fjölskyldu. Hún var skráð sem týnd manneskja hjá lögreglunni í Los Angeles á fimmtudag, 9. september.

Erlent
Fréttamynd

Falla frá á­formum um „bólu­setningar­vega­bréf“

Stjórnvöld í Bretlandi eru hætt við að taka í notkun svokölluð bólusetningarvegabréf, líkt og til stóð að gera í lok þessa mánaðar. Vegabréfinu var ætlað að gera bólusettum kleift að sýna fram á bólusetningu, til þess að fá að fara á skemmtistaði og mannmarga viðburði.

Erlent
Fréttamynd

Gylfi ekki í hópi Everton fyrir veturinn

Gylfi Þór Sigurðsson er ekki í hópi Everton fyrir tímabilið í Úrvalsdeildinni í vetur. Liðin sem keppa í deildinni skiluðu í gær listum yfir þá leikmenn sem mega keppa í vetur og Gylfi er ekki einn af þeim 24 sem Rafa Benitez, þjálfari Everton valdi.

Innlent
Fréttamynd

Hóta stjórnar­slitum verði út­göngu­samningnum ekki breytt

Flokkur sambandssinna á Norður-Írlandi hótar því að sprengja heimastjórnina þar verðir breytingar ekki gerðar á útgöngusamningi Bretland og Evrópusambandsins á næstu vikum. Bresk stjórnvöld tilkynntu í vikunni að aðlögunartímabil yrði framlengt á Norður-Írlandi.

Erlent