Bretland

Fréttamynd

Búist við röskunum í London vegna loftslagsmótmæla

Lögreglan í London varar við því að raskanir verði á daglegu lífi í borginni næstu tvær vikurnar vegna boðaðra loftslagsmótmælum sem eiga að hefjast á mánudag. Boðað hefur verið til setuverkfalla og mótmælagangna.

Erlent
Fréttamynd

Mínútu þögn á Anfield um helgina og 97. fórnarlambs Hillsborough minnst

Fjölmargir sjálfboðaliðar hafa lagt hönd á plóg í aðdraganda minningarathafnar vegna nýlegs fráfalls Andrew Devine, stuðningsmanns Liverpool, sem varð sá 97. til að láta lífið vegna Hillsborough-slyssins árið 1989. Hans, auk hinna 96 sem létu lífið vegna slyssins, verður minnst fyrir fyrsta heimaleik Liverpool gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Fótbolti
Fréttamynd

Meg­han sögð hafa boðið Katrínu sam­starf

Samband þeirra Meghan Markle og Katrínar hertogaynju af Cambridge er talið hafa batnað til muna og á Meghan að hafa boðið Katrínu að vinna með sér að nýju sjónvarpsefni. Þetta þykir til tíðinda þar sem lengi hefur verið talið afar stirt á milli þeirra.

Lífið
Fréttamynd

Grínistinn Sean Lock er látinn

Breski grínistinn Sean Lock er látinn, 58 ára að aldri. Umboðsmaður Locks staðfestir í samtali við BBC að hann hafi látist af völdum krabbameins.

Lífið
Fréttamynd

Skaut fyrst móður sína

Árásarmaðurinn í Plymouth skaut móður sína til bana í gær, áður en hann fór út og skaut á fólk af handahófi. Hinn 22 ára gamli Jake Davison skaut í heild fimm manns og þar á meðal þriggja ára gamla stúlku til bana, áður en hann beindi byssu sinni að sjálfum sér í gær.

Erlent
Fréttamynd

Tíu ára barn meðal látnu í Plymouth

Byssumaður myrti fimm manns og var síðan sjálfur felldur af lögreglu í Plymouth í Bretlandi í gærkvöldi. Þrjár konur létust og tveir karlar auk byssumannsins. Lögregla skoðar árásina ekki sem hryðjuverk.

Erlent
Fréttamynd

Nokkrir látnir eftir skotárás í Plymouth

Nokkrir eru látnir í Plymouth eftir alvarlega skotárás. Lögregluyfirvöld segjast ekki gera ráð fyrir að um hryðjuverk hafi verið að ræða og segjast komin með stjórn á aðstæðum á svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Engin alvarleg blóðsegavandamál síðustu fjórar vikur

Engar tilkynningar um alvarleg blóðsegavandamál hafa verið tilkynnt á Bretlandseyjum í kjölfar bólusetninga síðustu fjórar vikur. Vísindamenn segja þetta mega rekja til þess að tilmælum var breytt þannig að yngri en 40 ára fá ekki bóluefnið frá AstraZeneca.

Erlent
Fréttamynd

Ganga á bak orða sinna um reikigjöld í Evrópu

Tvö fjarskiptafyrirtæki í Bretlandi hafa nú tilkynnt um fyrirætlanir sínar um að ganga á bak orða sinna og rukka viðskiptavini sína um svonefnd reikigjöld þegar þeir ferðast til Evrópu. Breytingin hefur ekki áhrif á íslenska ferðalanga í Bretlandi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Umferð stöðvaðist þegar stóð á Turnbrúnni

Turnbrúin sögufræga í London festist í stöðu í nærri því hálfan sólarhring í gær með tilheyrandi umferðartöfum. Lögregla sagði að brúin hefði verið lokuð vegna „tæknilegrar bilunar“. 

Erlent
Fréttamynd

Andrés prins kærður fyrir nauðgun

Andrés prins, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, hefur verið kærður fyrir kynferðisofbeldi. Kærandi í málinu er Virginia Giuffre, sem segir brot Andrésar gegn sér hafa átt sér stað þegar hún var sautján ára gömul.

Erlent
Fréttamynd

Krefjast rannsóknar á notkun ráðherra á samskiptamiðlum

Breski Verkamannaflokkurinn hefur kallað eftir rannsókn á notkun ráðherra á samskiptaforritum á borð við WhatsApp eftir að í ljós kom að undirráðherra í heilbrigðisráðuneytinu skipti um síma áður en rannsókn hófst á samskiptum hans.

Erlent
Fréttamynd

Langvarandi Covid-19 fátítt meðal barna

Börn og ungmenni virðast sjaldan þjást af langvarandi einkennum í kjölfar Covid-19, samkvæmt niðurstöðum breskrar rannsóknar. Eldri börn eru almennt lengur veik en yngri börn.

Erlent