Fjármálafyrirtæki

Fréttamynd

Vaxta­hækkanir og brotið traust - hver ber á­byrgð?

Íslenskt samfélag hefur á undanförnum mánuðum staðið saman í viðleitni til að ná niður verðbólgu og stuðla að efnahagslegum stöðugleika. Launþegar hafa tekið á sig hógværar launahækkanir í nýgerðum kjarasamningum til að styðja við þetta markmið. Samkomulagið var gert í góðri trú um að allir aðilar samfélagsins myndu leggja sitt af mörkum.

Skoðun
Fréttamynd

Hækka ekki verð­tryggðu vextina

Landsbankinn hefur tilkynnt um vaxtabreytingar í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabankans í fyrradag. Landsbankinn fylgir ekki fordæmi hinn viðskiptabankanna tveggja, sem hafa tilkynnt um hækkanir á verðtryggðum vöxtum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“

Fjármálastofnanir hafa undanfarið lækkað vexti á óverðtryggðum íbúðalánum en hækkað á verðtryggðum. Bankastjóri Íslandsbanka segir ástæðu hækkunnar vera að fjármögnun á verðtryggðum lánum hafi hækkað því verðbólga hafi lækkað hraðar en stýrivextir. Hann vonast eftir myndarlegri stýrivaxtalækkun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Launa­fólk sýndi á­byrgð – Hvað með bankana og fjár­magns­eig­endur?

Seðlabanki Íslands tilkynnti á miðvikudag um 0,5 prósentu lækkun stýrivaxta. Þetta voru ánægjuleg tíðindi og í takt við markmið þeirra kjarasamninga sem gerðir voru síðastliðið vor. Árangur samninganna er nú þegar sjáanlegur, verðbólga hefur lækkað úr 7,9% í 5,2% á einu ári, og nú er útlit fyrir að verðbólga verði í kringum 3% um mitt næsta ár.

Skoðun
Fréttamynd

Bankinn gefur, bankinn tekur

Þó Seðlabankavextir séu enn þeir hæstu í Evrópu, utan átakasvæða, fögnuðu lántakar í gær þegar Seðlabankinn lækkaði stýrivexti. Sáu þeir fram á að greiðslubyrði lána sinna myndu lækka. 

Skoðun
Fréttamynd

Lækka innlánsvexti um heilt prósentu­stig

Sparisjóðurinn Indó hefur tilkynnt um vaxtalækkanir á bæði inn- og útlánum. Útlánsvextir eru lækkaðir um 0,75 prósentustig, umfram stýrivaxtalækkun gærdagsins. Til þess að mæta því eru innlánsvextir á debetreikningum lækkaðir um heilt prósentustig.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Er 0,145% bankaskattur virki­lega nóg?

Umræður um banka á Íslandi eru um margt áhugaverðar. Árið 2023 var metár fyrir stóru viðskiptabankana þrjá, en alls högnuðust þeir um 83,5 milljarða. Samanlagður hagnaður hefur ekki náð hærri hæðum frá fjármálakreppunni árið 2008, að undanskildu árinu 2015, en þá seldi Arion banki hlut sinn í Bakkavör Group sem útskýrir óvenju háa hagnaðinn það ár.

Skoðun
Fréttamynd

Spá hressi­legri vaxtalækkun

Greiningadeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni lækka stýrivexti sína um hálft prósentustig þegar hún kemur saman síðar í mánuðinum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Horfur tveggja banka úr stöðugum í já­kvæðar

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti í dag lánshæfismat Landsbankans og Íslandsbanka og tilkynnti jafnframt um breytingu á horfum úr stöðugum í jákvæðar. Þriðji stóri viðskiptabankinn, Arion banki, sleit samstarfi sínu við S&P fyrr á árinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

ECIT AS kaupir meiri­hluta í Bókað frá KPMG

Norska fjármála og tæknifyrirtækisins ECIT AS hefur keypt meirihluta í bókhalds- og launaþjónustu KPMG sem rekin hefur verið undir heitinu Bókað. Gert er ráð fyrir endanlegum frágangi viðskiptanna í ársbyrjun 2025 en KPMG verður áfram hluthafi. Greint er frá þessu í tilkynningu frá KPMG.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nor­rænir eftir­lits­stjórar segja brýnt að fjár­mála­reglu­verk ESB verði ein­faldað

Stjórnendur norrænna fjármálaeftirlitsstofnana, meðal annars Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, hafa beint því formlega til Evrópusambandsins að það verði að einfalda hið viðamikla og flókna regluverk sem kemur frá sambandinu og nær til starfsemi fjármálafyrirtækja og verðbréfamarkaða. Í sameiginlegu bréfi til sambandsins segja þeir stjórnmálamenn og almenning ætlast til þess að reglurnar séu einfaldaðar með áherslu á áhættumiðað eftirlit og minni byrðar á fyrirtæki.

Innherji
Fréttamynd

Fjögur ráðin í stjórn­endastöður hjá Ís­lands­banka

Íslandsbanki hefur ráðið í fjórar stöður stjórnenda hjá bankanum. Árdís Björk Jónsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður daglegra bankaviðskipta, Freyr Guðmundsson forstöðumaður stafrænnar þróunar, Guðmundur Böðvar Guðjónsson deildarstjóri vörumerkis og Petra Björk Mogensen forstöðumaður viðskiptaumsjónar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða

Hagnaður Arion banka á þriðja ársfjórðungi var 7,9 milljarðar króna, sambanborið við 6,1 milljarð á sama tímabili í fyrra. „Núverandi vaxta­um­hverfi er þess valdandi að við erum varfærin í okkar niðurfærslum,“ segir bankastjórinn um sögulega háa verðtryggða vexti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vaxta­tekjur Ís­lands­banka drógust saman milli ára

Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 7,3 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi 2024. Hagnaðurinn á sama tímabili í fyrra var sex milljarðar króna. Hreinar vaxtatekjur námu 11,8 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi 2024 og lækkuðu um 69 milljónir króna frá fyrra ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði

Landsbankinn hefur hagnast um 26,9 milljarða króna eftir skatta á árinu, þar af um 10,8 milljarða á þriðja ársfjórðungi. Hreinar vaxtatekjur bankans á árinu nema 44,1 milljarði króna eða sem nemur tæplega fimm milljörðum á mánuði að meðaltali.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sölunni slegið á frest

Ákveðið hefur verið að fresta sölu á útistandandi hlutum ríkisins í Íslandsbanka vegna markaðsaðstæðna og þess að skammt er til alþingiskosninga. 42,5 prósenta hlutur ríkisins er um 92 milljarða virði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hag­kerfið nái andanum og spá um tveggja prósenta hag­vexti næstu ár

Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1 prósent. Þetta sé mikil breyting frá síðustu árum þar sem hagvöxtur hafi verið fimm til níu prósent árlega, en þeim mikla hagvexti hafi fylgt mikil og þrálát verðbólga. Hagspaín geri ráð fyrir öðrum og rólegri takti.

Viðskipti innlent