Fjármálafyrirtæki

Fréttamynd

Meiri­hlutinn segir Ís­lands­banka­málið á loka­metrunum

Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segir að tillaga minnihlutans í nefndinni, þess efnis að vert sé að kalla eftir lögfræðilegu áliti á Íslandsbankasölunni, hafi komið flatt uppá sig.

Innlent
Fréttamynd

Stór­auknar vaxta­tekjur bankanna vega upp á móti minnkun annarra tekna

Útlit er fyrir að vaxtatekjur stóru viðskiptabankanna sem eru skráðir á markað, Arion banka og Íslandsbanka, hafi stóraukist milli ára á fjórða ársfjórðungi 2022 ef marka má afkomuspár greinenda. Aukning vaxtatekna gerir bönkunum kleift að viðhalda hárri arðsemi á sama tíma og aðrir tekjustofna láta undan.

Innherji
Fréttamynd

Afstöðu bankanna ekki haggað með rökum eða fortölum, segir formaður SFF

Samninganefnd Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, SFF, furðar sig á því að bankarnir telji sig geta sloppið minna en 6 prósenta aukningu launakostnaðar á meðan aðrar atvinnugreinar hafa horft upp á meira en 10 prósenta hækkun vegna nýrra kjarasamninga. Þetta kemur fram í frétt á vef samtakanna sem sjá ekki fram á að ná árangri í viðræðunum „með rökum eða fortölum“. 

Innherji
Fréttamynd

Vaxta­á­lag bankanna hríð­féll um meira en hundrað punkta í vikunni

Vaxtaálag á útgáfur íslensku bankanna í erlendri mynt lækkaði allverulega í þessari viku á eftirmarkaði, eða um meira en 100 punkta, samhliða kröftugum viðsnúningi á evrópskum skuldabréfamörkuðum. Með lækkandi vaxtaálagi gætu bankarnir átt kost á því að fjármagna sig á töluvert hagstæðari kjörum en þeir hafa gert á síðustu mánuðum.

Innherji
Fréttamynd

Tafir á inn­leiðingu gæti haft „mikil á­hrif“ á seljan­leika skulda­bréfa bankanna

Alþingi náði ekki að afgreiða fyrir jól frumvarp um breytingar á lögum um sértryggð skuldabréf, sem er sagt geta lækkað fjármögnunarkostnað íslenskra banka á tímum þegar aðstæður á mörkuðum hafa sjaldan verið verri, en fjármálaráðherra og forsvarsmenn fjármálafyrirtækja höfðu lýst því yfir að mikilvægt væri að tryggja framgang málsins fyrir áramót. Bankarnir segja brýnt að afgreiðsla frumvarpsins verði sett í forgang ef þeir eiga að geta gefið út sértryggð skuldabréf sem teljast veðhæf hjá Evrópska seðlabankanum sem aftur hafi „mikil áhrif“ á seljanleika þeirra.

Innherji
Fréttamynd

Frekar til­kynning en sátta­með­ferð

Fjármálaeftirlitið telur Íslandsbanka mögulega hafa brotið lög þegar ríkið seldi 22,5% hlut sinn í bankanum, en bankinn sendi frá sér tilkynningu þess efnis að sáttaferli væri hafið milli bankans og FME. Stjórnarandstæðingur segir frekar um að ræða tilkynningu um væntanleg viðurlög heldur en sáttameðferð.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lands­banki kunni að hafa brotið lög við út­boðið

Í frummati fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands vegna athugunar á framkvæmd Íslandsbanka hf. á útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5 prósent eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka segir að FME telji að bankinn kunni að hafa brotið gegn lögum og reglum sem um bankann gilda.

Innlent
Fréttamynd

Efst í huga við ára­mót

Þrátt fyrir lækkun bankaskattsins eru sérstakir skattar á fjármálafyrirtæki enn miklu hærri en í nágrannalöndunum. Verkefni stjórnvalda ætti fremur að vera að halda áfram lækkun þessara sérstöku skatta en að hækka þá á ný. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um mikilvægi þess að íslensk fjármálafyrirtæki búi ekki við auknar álögur, hvort sem er í formi skatta eða reglna, sem skekkir samkeppnishæfni þeirra.

Umræðan
Fréttamynd

Viðbúið að heimilin muni færa sig í auknum mæli yfir í verðtryggð lán

Verðtryggð lán njóta aukinna vinsælda um þessar mundir að sögn hagfræðings hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Vextir á verðtryggðum lánum séu hagkvæmari og það hafi ekki sést í nokkur ár en fæstir geti fjármagnað íbúðakaup með óverðtryggðu láni. Viðbúið sé að heimili muni í auknum mæli færa sig yfir í verðtryggð lán, sem Seðlabankastjóri hefur sagst hafa áhyggjur af.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Arion banki hækkar vexti

Arion banki hefur ákveðið að hækka vexti í kjölfar stýrisvaxtahækkunar Seðlabanka Íslands þann 23. nóvember síðastliðinn. Ákvörðunin gildir frá og með deginum í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Grjóthart efnahagsmál að tryggja líffræðilega fjölbreytni

Fréttirnar sem bárust frá COP15-fundinum í Montreal í vikunni um aðgerðir til að verja líffræðilega fjölbreytni eru sannarlega ánægjulegar. Markmiðin eru metnaðarfull en þau snúast um að vernda, viðhalda og endurheimta vistkerfi, koma í veg fyrir frekari útdauða tegunda og viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­lands­banki hækkar vexti

Íslandsbanki hefur ákveðið að hækka vexti frá og með mánudeginum 19. desember næstkomandi. Breytingarnar tala gildi í kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands þann 23. nóvember þar sem stýrivextir voru hækkaðir um 0,25 prósentustig, úr 5,75 prósent í sex prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ætti að lækka fjármögnunarkostnað banka sem getur skipt „töluverðu máli“

Frumvarp um breytingar á lögum um sértryggð skuldabréf, sem mun greiða fyrir útgáfu og viðskiptum íslenskra banka með slík bréf þvert á landamæri innan Evrópu, ætti að leiða til þess að fjármögnunarkostnaður fjármálastofnana lækki á tímum þegar aðstæður á mörkuðum hafa versnað til muna, að sögn fjármálaráðherra, sem vill tryggja framgang málsins á sem skemmstum tíma. Samtök fjármálafyrirtækja segja mikilvægt að frumvarpið verði að lögum fyrir áramót ef bankarnir eiga að geta gefið út sértryggð skuldabréf sem teljast veðhæf hjá Evrópska seðlabankanum.

Innherji
Fréttamynd

Lands­bankinn hækkar vexti

Vextir Landsbankans hækka frá og með 12. desember næstkomandi. Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hækka um 0,25 prósentustig, sem og breytilegir vextir á verðtryggðum íbúðalánum. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spá 9,6 prósent verð­bólgu í desember

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólgan hækki um þrjú prósentu stig í desember og verði 9,6 prósent. Þá er því spáð að vísitala neysluverðs (VNV) hækki um 0,55 prósent milli mánaða. Þrír undirliðir hafa hvað mest áhrif á spáða hækkun. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Seðl­a­bank­a­stjór­i seg­ir að fyrst­u kjar­a­samn­ing­arn­ir séu „mjög já­kvæð tíð­ind­i“

Seðlabankastjóri sagði að fyrstu kjarasamningar sem gerðir voru í þessari lotu séu „mjög jákvæð tíðindi“ og auki fjármálastöðugleika. Hann sagði ennfremur bankarnir væru ekki lengur að fá „ódýra fjármögnun“ erlendis eftir áratug þar sem vextir voru neikvæðir í okkar helstu viðskiptalöndum.  „Bankarnir verða að varpa þessu áfram til íslenskra aðila,“ sagði Ásgeir.

Innherji
Fréttamynd

Bankasýslan sakar ríkisendurskoðanda um rangfærslur

Fulltrúar Bankasýslu ríkisins halda því fram að ríkisendurskoðandi hafi farið með rangt mál á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag þegar hann sagði Bankasýsluna hafa skort yfirsýn þegar ákvörðun um leiðbeinandi verð hafi verið tekin.

Innlent
Fréttamynd

Stokkað upp í stjórnendateymi Kviku og Sigurður tekur við sem aðstoðarforstjóri

Gerðar hafa verið umfangsmiklar breytingar á skipuriti og framkvæmdastjórn Kviku banka. Þær fela það meðal annars í sér að Ármann Þorvaldsson, sem hefur verið aðstoðarforstjóri bankans, lætur af því starfi og mun einbeita sér að uppbyggingu á starfsemi Kviku í Bretlandi og við stöðunni hans tekur Sigurður Viðarsson en hann hefur verið forstjóri TM samfellt frá árinu 2007.

Innherji