Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Krúnudjásn sólkerfisins, hringir Satúrnusar, hverfa sjónum manna í mars. Þeir verða þó aðeins „horfnir“ í nokkra daga. Fyrirbærið á sér stað á um fimmtán ára fresti þegar sjónlína frá jörðinni er beint á rönd hringanna. Erlent 2.1.2025 15:22
Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, telur talsverðar líkur á norðurljósadýrð á gamlárskvöld. Mögulega megi sjá bæði björtustu og litríkustu norðurljósin sem sést hafa yfir landinu síðan í október. Innlent 30.12.2024 10:54
Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Svonefndur stjörnumyrkvi varð þegar tunglið gekk fyrir Mars á miðvikudagsmorgun. Áhugastjörnuljósmyndari náði mynd af myrkvanum frá Kópavogi. Annað tækifæri til að berja sjónarspilið augum gefst strax í febrúar. Innlent 20.12.2024 15:38
Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Stjörnufræðingum hefur í fyrsta sinn tekist að ná nærmynd af stjörnu fyrir utan Vetrarbrautina okkar. Stjarnan er í um 160.000 ljósára fjarlægð frá jörðinni og er á leiðinni að verða að sprengistjörnu. Erlent 21. nóvember 2024 15:06
Leggur upp í leit að lífvænlegum aðstæðum á Evrópu Fyrsti könnunarleiðangurinn til ístunglsins Evrópu gæti hafist í dag með geimskoti bandaríska geimfarsins Europa Clipper. Evrópa þykir einn mest spennandi hnöttur sólkerfisins því neðanjarðarhaf er talið að finna undir ísilögðu yfirborðinu. Erlent 14. október 2024 12:02
Gripu eldflaugarþrep á stærð við Hallgrímskirkju með vélarmi Geimferðafyrirtækinu SpaceX tókst í fyrsta skipti að grípa risavaxið eldflaugarþrep með vélarmi á skotpallinum við tilraunaflug í dag. Eldflaugarþrepið er 71 metri á hæð, örlítið lægra en Hallgrímskirkjuturn. Erlent 13. október 2024 13:56
Slökkva á tækjum næstvíðförlasta geimfarsins til að lengja líf þess Verkfræðingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA slökktu á einu mælitækja Voyager 2, næstvíðförlasta geimfars sögunnar, til þess að spara orku og framlengja líftíma þess í síðasta mánuði. Farið hefur þegar verið í geimnum í hátt í hálfa öld. Erlent 3. október 2024 09:50
Enn ein reikistjarnan í „bakgarði“ sólkerfisins Reikistjarna er fundin við næstu stöku stjörnuna í nágrenni sólkerfisins okkar. Þótt hún sé ekk lífvænleg bætist reikistjarnan í hóp smærri fjarreikistjarna sem er að finna í bakgarði okkar í alheiminum. Erlent 1. október 2024 12:00
Vísbending um að jörðin gæti lifað áfram sem niflheimur Fyrsta bergreikistjarnan sem fundist hefur á braut um stjörnu sem líktist eitt sinn sólinni okkar er talinn gefa vísbendingar um afdrif jarðarinnar eftir milljarða ára. Fundurinn bendir einnig til að jörðin gæti lifað dauðateygjur sólarinnar en þá sem myrk ísveröld. Erlent 27. september 2024 08:01
Nákvæmasta kortið af Vetrarbrautinni til þessa Fleiri en einn og hálfan milljarð fyrirbæra er að finna á tröllvöxnu korti af Vetrarbrautinni sem hópi stjörnufræðinga tókst að að setja saman. Kortið er það nákvæmasta sinnar tegundar og tók þrettán ár í smíðum. Erlent 26. september 2024 12:00
Jörðin fær tímabundið annað tungl Lítill loftsteinn á stærð við rútu mun ganga á braut umhverfis jörðina í tvo mánuði í haust. Jörðin verður því tímabundið með tvö tungl, eitt stórt og eitt pínulítið. Erlent 22. september 2024 11:08
Vill ekki ræða verðmiðann Bandarískur auðmaður sneri aftur til jarðar í dag ásamt áhöfn að lokinni fimm daga geimferð. Hann er fyrsti óbreytti borgarinn til að fara í geimgöngu en enginn hefur ferðast jafnt langt út í geim eftir að NASA sendi menn á tunglið. Erlent 15. september 2024 10:39
Fyrsta geimganga óbreyttra borgara Fjórir geimfarar, sem eru á allt að sjö hundruð kílómetra hárri sporbraut um jörðu, ætla í geimgöngu í dag. Þetta verður í fyrsta sinn sem óbreyttir borgarar fara í geimgöngu. Erlent 12. september 2024 09:02
Ætla í fyrstu borgaralegu geimgönguna Starfsmenn SpaceX skutu í morgun fjórum borgurum af stað á braut um jörðu. Geimferð þessi nefnist Polaris Down og ætla geimfararnir meðal annars að fara í fyrstu borgaralegu geimgönguna. Erlent 10. september 2024 09:50
Farið lent en fararnir urðu eftir Mannlaust Starliner-geimfar flugvélarisans Boeing lenti seint í gærkvöldi í Bandaríkjunum. Geimferðin er sú fyrsta sem Boeing leggur í og reyndist ákaflega misheppnuð. Geimfararnir tveir, sem dvalið hafa í flauginni í rúma þrjá mánuði eru ekki á leið til jarðar í bráð. Erlent 7. september 2024 21:00
Jöklafræðingur heiðursfélagi í Alþjóðasambandi stjarnfræðinga Íslenskur jöklafræðingur sem helgar stóran hluta frítíma síns athugunum á næturhimninum var gerður heiðursfélagi í Alþjóðasambandi stjarnfræðinga í síðasta mánuði. Hann segir vægi áhugastjarnfræðinga sífellt að aukast. Innlent 3. september 2024 07:01
Geimvísindastofnun Íslands stóð fyrir fundi í Grósku Opinn fundur Alþjóðlega vinnuhópsins um kannanir reikistjörnunnar Mars (IMEWG) fór fram í Grósku í kvöld. IMEWG kom saman hér á landi í boði Geimvísindastofnun Íslands en þetta er í fyrsta sinn sem fundurinn er opinn almenningi. Innlent 2. september 2024 21:49
Geimfarið snýr aftur til jarðar en geimfararnir verða eftir Starliner geimfari Boeing verður flogið aftur til jarðar á föstudaginn en geimfararnir sem fóru með því til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) í júní verða eftir. Upprunalega átti geimferð þeirra Butch Wilmore og Suni Williams eingöngu að taka átta daga en vonast er til að þau geti snúið aftur til jarðar í febrúar. Erlent 2. september 2024 11:13
Átta daga geimferð gæti orðið að átta mánuðum Líkurnar á því að tveir bandarískir geimfarar sem eru fastir í Alþjóðlegu geimstöðinni eftir að geimferja þeirra bilaði komist ekki aftur til jarðar fyrr en á næsta ári hafa aukist. Upphaflega átti tilraunaferð þeirra til geimstöðvarinnar aðeins að taka átta daga. Erlent 8. ágúst 2024 10:25
Fundu óvænt merki um mögulegt örverulíf á Mars Lífræn efnasambönd fundust óvænt í steini sem bandaríski könnunarjeppinn Perseverence tók sýni úr á Mars. Á jörðinni gætu þau verið merki um líffræðilega ferla en frekari rannsókna er þörf til að skera úr um uppruna efnasambandanna. Erlent 26. júlí 2024 14:37
Freista þess að spá um sólstorma með loftbelgnum yfir Íslandi Loftbelgurinn sem sást á sveimi yfir Austurlandi í gær er á vegum samstarfsverkefnis bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA og hinnar þýsku Max Planck-stofnunar. Sævar Helgi Bragason, eða Stjörnu-Sævar eins og hann er iðulega kallaður, segir belginn vera tilraun til að skilja betur hvernig sólin okkar virkar og hvernig hægt sé að spá fyrir um svokallaða sólstorma. Eitthvað sem gæti verið gífurlega dýrmætt. Innlent 12. júlí 2024 12:06
Loftbelgur frá NASA svífur yfir Austurlandi Loftbelgur hefur sést svífa í háloftunum yfir Austurlandi í dag og margar kenningar hafa fæðst um hvaða fljúgandi furðuhlutur þetta sé. Sumir hafa haldið að um sé að ræða kínverskan eða rússneskan njósnabelg en aðrir einkennilega blöðrulaga ský. Sannleikurinn er sá að belgurinn er rannsóknarloftbelgur frá bandarísku heimvísindastofnuninni NASA. Innlent 11. júlí 2024 23:30
Kínversk geimflaug hrapaði til jarðar Eldflaug sem skotið var á loft fyrir slysni við æfingu hrapaði til jarðar rétt fyrir utan borg í Kína í gær og sprakk. Engan sakaði samkvæmt fyrstu rannsókn á vettvangi en stærðarinnar sprenging var á svæðinu. Erlent 1. júlí 2024 07:35
Sóttu sýni á fjarhlið tunglsins Kínverska geimfarinu Chang'e 6 var lent í eyðimörk í Mongólíu í dag að loknu vel heppnuðu tæplega tveggja mánaða ferðalagi til fjarhliðar tunglsins. Kínverjar urðu fyrstir til að lenda geimfari þar árið 2019 og nú hefur þeim tekist að taka með sér sýni frá fjarhliðinni, fyrstum allra. Erlent 25. júní 2024 06:40