Björgunarsveitir

Fréttamynd

Lentu í snjóflóði en sluppu með skrekkinn

Björgunarsveitir á Hellu og Hvolsvelli voru kallaðar út á öðrum tímanum í dag eftir að tilkynnt var um að snjóflóð hefði fallið í Tindfjöllum. Nýliðahópur frá björgunarsveitinni Ársæli var á ferð í fjallinu þegar snjóflóðið féll en útkall björgunarsveita var afturkallað þegar ljóst var að allir væru heilir á húfi. Tveir úr hópnum lentu í flóðinu en betur fór en á horfðist.

Innlent
Fréttamynd

Bíll fór niður um ís

Björgunarsveitin Ingunn á Laugarvatni kom fjórum ferðalöngum aðstoðar í dag eftir að bíll þeirra hafði farið niður um ís á hálendingu ofan við Laugavatn, við fjallið Gullkistu.

Innlent
Fréttamynd

Landsbjörg býður tré í stað flugelda

Björgunarsveitir hófu í dag að undirbúa sölustaðina fyrir stærstu fjáröflun ársins, eða sjálfa flugeldasöluna. Þeim sem ekki vilja sprengja verður boðið að kaupa tré sem verður gróðursett í áramótaskógi.

Innlent
Fréttamynd

Tveir í basli á Kirkjufelli

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa fundið tvo menn sem leituðu hjálpar þegar þeir voru í göngu á Kirkjufelli í Grundarfirði í dag.

Innlent
Fréttamynd

Björgunarsveitamenn hættir leit að strokufanganum

Björgunarsveitamenn eru hættir að leita að Matthíasi Mána Erlingssyni, fanga sem strauk frá Litla-Hrauni, í dag. Um 50 björgunarsveitamenn voru við leit í dag, en jafnframt tóku fangaverðir og lögreglan þátt í henni. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu munu lögreglumenn halda áfram leit að honum. Þeir munu meðal annars fara yfir vísbendingar sem hafa borist.

Innlent
Fréttamynd

Kona lést á Langjökli

Konan sem féll í sprungu á Langjökli ásamt sjö ára gömlum syni sínum var látin þegar björgunarsveitarmenn komu á vettvang. Drengurinn var fluttur með þyrlu á Landspítala.

Innlent