Írak

Fréttamynd

Esper segir að her­sveitir Banda­ríkjanna gætu verið á­fram í Sýr­landi

Einhverjar bandarískar hersveitir munu kannski verða eftir í Sýrlandi til að tryggja að olíuakrar muni ekki falla í hendur hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamska ríkið. Þetta sagði Mark Esper, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á mánudag þrátt fyrir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafi ítrekað að allar hersveitir Bandaríkjanna muni yfirgefa landið.

Erlent
Fréttamynd

Banda­rískar her­sveitir fara frá Sýr­landi til vestur­hluta Írak

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, segir að hersveitir Bandaríkjanna sem eru að yfirgefa Sýrland muni fara til vesturhluta Írak þar sem Bandaríkjaher mun halda áfram að berjast gegn hryðjuverkahópnum sem kennir sig við íslamskt ríki í von um að hópurinn muni ekki ná uppgöngu að nýju.

Erlent
Fréttamynd

Barr vill flytja Bítla ISIS til Bandaríkjanna

Hermenn Bandaríkjanna munu afhenda alræmda vígamenn Íslamska ríkisins til yfirvalda Íraks. Um er að ræða tæplega 50 ISIS-liða sem fluttir voru úr haldi sýrlenskra Kúrda eftir innrás Tyrkland á yfirráðasvæði þeirra í Sýrlandi.

Erlent
Fréttamynd

Tala látinna í mótmælum í Írak nálgast eitt hundrað

Undanfarna fimm daga hafa Írakar víða safnast saman á götum úti og mótmælt ríkisstjórn forsætisráðherrans Adil Abdul-Mahdi. Íraskar mannréttindastofnanir segja að um eitt hundrað manns hafi látist í átökum vegna mótmælanna.

Erlent
Fréttamynd

Kalífadæmið lifir áfram meðal kvenna ISIS

Tugir þúsunda kvenna og barna frá Kalífadæmi Íslamska ríkisins halda til í al-Hol búðunum þar sem "prinsessur“ ISIS eru sagðar stjórna með hótunum, ofbeldi og grimmilegum morðum.

Erlent
Fréttamynd

Tyrkneskur erindreki myrtur í Kúrdistan

Tyrkneski aðstoðarkonsúllinn í borginni Irbil í Kúrdistan var meðal tveggja sem létust eftir að ráðist var á veitingahúsið HuQQabaz í borginni. Talið er að hinn sem lést sé óbreyttur borgari.

Erlent
Fréttamynd

Sex franskir ISIS-liðar dæmdir til dauða í Írak

Yfirvöld Frakklands segjast ætla að reyna að koma í veg fyrir að mennirnir verði teknir af lífi vegna andstöðu Frakka við dauðadóma en ríkisstjórn Emmanuel Macron, forseta, hefur ekki viljað taka við frönskum ISIS-liðum sem eru í haldi.

Erlent
Fréttamynd

Íran mun verjast öllu ofstopi Bandaríkjanna

Íran mun verjast öllu hernaðarlegu eða efnahagslegu ofstopi, sagði Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, á blaðamannafundi á sunnudag. Hann kallaði einnig eftir því að evrópsk ríki gerðu meira til að viðhalda kjarnorkusamningnum sem Íran skrifaði undir.

Erlent
Fréttamynd

Kalla starfsmenn heim frá Írak

Yfirvöld Bandaríkjanna hafa skipað flestum starfsmönnum Utanríkisráðuneytisins í Baghdad og Ebril að yfirgefa Írak hið snarasta.

Erlent
Fréttamynd

Forseti Íran í sína fyrstu heimsókn til Írak

Forseti Íran, Hassan Rouhani, mun í vikunni halda í sína fyrstu opinberu heimsókn til nágrannalandsins Írak. Heimsókninni er ætlað að styrkja bönd ríkjanna tveggja sem báðum er stjórnað af síja múslimum.

Erlent
Fréttamynd

Vildu ekki yfirgefa kalífadæmið

Margir þeirra íbúa sem flúið hafa leifar Kalífadæmis Íslamska ríkisins segjast enn hliðhollir hryðjuverkasamtökunum og þau hafi eingöngu flúið eftir að trúarleiðtogar eða leiðtogar ISIS hafi skipað þeim að flýja.

Erlent