Tala látinna í mótmælum í Írak nálgast eitt hundrað Andri Eysteinsson skrifar 5. október 2019 16:44 Frá mótmælum gegn írösku ríkisstjórninn í Baghdad í vikunni. Getty/Anadolu Undanfarna fimm daga hafa Írakar víða safnast saman á götum úti og mótmælt ríkisstjórn forsætisráðherrans Adil Abdul-Mahdi. Íraskar mannréttindastofnanir segja að um eitt hundrað manns hafi látist í átökum vegna mótmælanna. BBC greinir frá. Adil Abdul-Mahdi og ríkisstjórn hans tók við stjórnartaumunum í Írak fyrir tæpu ári síðan, 25. október 2018, stjórnmálaspekingar segja mótmælin sem nú geisa vera fyrstu alvöru ógnina við ríkisstjórn Mahdi. Talsmenn mótmælenda segja boðskap þeirra vera barátta gegn atvinnuleysi, lélegri þjónustu við landsmenn og gegn spillingu. Upptök mótmælanna má rekja til ósættis í suðurhluta landsins sem stigmagnaðist og dreifðist um landið eins og eldur í sinu. Atvinnuleysi í Írak mælist um 8% en sé eingöngu litið til ungs fólks sé atvinnuleysi tvöfalt meira. Það eru því helst ungir karlmenn sem hafa verið í hópi mótmælenda, öryggissveitir hafa verið ræstar til þess að hafa hemil á mótmælunum og hafa sveitirnar verið uppvísar að því að skjóta á hópa mótmælenda.Sjá einnig: 46 dánir og hundruð særðir í mótmælum í Írak Síðasta fimmtudag ávarpaði forsætisráðherrann Abdul-Mahdi írösku þjóðina í sjónvarpi og sagðist hann þá hafa skilning á þeirri gremju sem þjóðin sýndi stjórnvöldum, þó enga töfralausn væri að finna á vandamálum Írak hét hann þó endurbótum. Til þess að reyna að koma á ró í landinu var aðgangur að internetinu heftur og var sett á útgöngubann ,útgöngubanninu var aflétt í dag og hófust fámennari mótmæli.Samkvæmt mannréttindastofnunum hafa eins og áður segir, um 100 manns látist í mótmælunum og um 3000 hafa slasast. Þá hafa 540 mótmælendur verið handteknir og eru nærri 200 þeirra enn í haldi yfirvalda. Írak Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Undanfarna fimm daga hafa Írakar víða safnast saman á götum úti og mótmælt ríkisstjórn forsætisráðherrans Adil Abdul-Mahdi. Íraskar mannréttindastofnanir segja að um eitt hundrað manns hafi látist í átökum vegna mótmælanna. BBC greinir frá. Adil Abdul-Mahdi og ríkisstjórn hans tók við stjórnartaumunum í Írak fyrir tæpu ári síðan, 25. október 2018, stjórnmálaspekingar segja mótmælin sem nú geisa vera fyrstu alvöru ógnina við ríkisstjórn Mahdi. Talsmenn mótmælenda segja boðskap þeirra vera barátta gegn atvinnuleysi, lélegri þjónustu við landsmenn og gegn spillingu. Upptök mótmælanna má rekja til ósættis í suðurhluta landsins sem stigmagnaðist og dreifðist um landið eins og eldur í sinu. Atvinnuleysi í Írak mælist um 8% en sé eingöngu litið til ungs fólks sé atvinnuleysi tvöfalt meira. Það eru því helst ungir karlmenn sem hafa verið í hópi mótmælenda, öryggissveitir hafa verið ræstar til þess að hafa hemil á mótmælunum og hafa sveitirnar verið uppvísar að því að skjóta á hópa mótmælenda.Sjá einnig: 46 dánir og hundruð særðir í mótmælum í Írak Síðasta fimmtudag ávarpaði forsætisráðherrann Abdul-Mahdi írösku þjóðina í sjónvarpi og sagðist hann þá hafa skilning á þeirri gremju sem þjóðin sýndi stjórnvöldum, þó enga töfralausn væri að finna á vandamálum Írak hét hann þó endurbótum. Til þess að reyna að koma á ró í landinu var aðgangur að internetinu heftur og var sett á útgöngubann ,útgöngubanninu var aflétt í dag og hófust fámennari mótmæli.Samkvæmt mannréttindastofnunum hafa eins og áður segir, um 100 manns látist í mótmælunum og um 3000 hafa slasast. Þá hafa 540 mótmælendur verið handteknir og eru nærri 200 þeirra enn í haldi yfirvalda.
Írak Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira