Kanada

Fréttamynd

Herinn sendur til Bresku Kólumbíu vegna gróður­elda

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagðist ætla að senda herinn til þess að aðstoða við baráttuna gegn miklum gróðureldum sem geisa í Bresku Kólumbíu. Neyðarástandi var lýst yfir í fylkinu og fleiri en 35.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín.

Erlent
Fréttamynd

Löng bíla­röð þegar allir bæjar­búar flúðu gróður­elda

Allir tuttugu þúsund íbúar bæjarins Yellowknife, höfuðstaðar Norðvesturhéraða Kanada, flýja nú í bílum sínum eða með flugvélum á meðan slökkviliðsmenn reyna að koma í veg fyrir að logarnir teygi sig til bæjarins. Rýmingin er sú langumfangsmesta í gróðureldatíðinni í Kanada í ár.

Erlent
Fréttamynd

Dæmd til 22 ára fyrir að reyna að myrða Trump

Kanadísk kona hefur verið dæmd til 22 ára langrar fangelsisvistar fyrir að hafa sent Donald Trump bréf sem innihélt hið baneitraða rísín. Fyrir dómi sagðist hún ekki sjá eftir neinu nema að hafa ekki tekist að drepa forsetann þáverandi.

Erlent
Fréttamynd

Finna ekki lyf sem virka en halda í vonina

Erfiðlega gengur að finna lausn á vandamálunum sem fylgja ólæknandi taugasjúkdóminum sem söngkonan Céline Dion er með. Söngkonan hefur frestað öllum tónleikum sínum vegna sjúkdómsins.

Lífið
Fréttamynd

Trudeau-hjónin skilja

Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada og eiginkona hans Sophie Grégoire Trudeau, sem er fyrrverandi sjónvarpskona, eru að skilja eftir átján ára hjónaband.

Erlent
Fréttamynd

Face­book fer í hart og fjar­lægir allar fréttir í Kanada

Notendur Facebook og Instagram í Kanada munu brátt ekki verða varir við neitt fréttaefni á samfélagsmiðlunum. Breytingin tekur gildi innan fárra vikna en með tilkomu hennar verður íbúum landsins gert ókleift að deila eða skoða fréttagreinar á miðlunum, þar á meðal frá erlendum fjölmiðlafyrirtækjum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Dagur og Trudeau biðla til Taylor Swift

Tónlistarkonan Taylor Swift hefur að undanförnu verið á gífurlega vinsælu tónleikaferðalagi í Bandaríkjunum. Í síðasta mánuði tilkynnti Swift að stefna ferðalagsins væri sett út um allan heim en þó ekki til Íslands. Borgarstjóri Reykjavíkur hefur lagt sitt af mörkum í að sannfæra stjörnuna um að gera sér ferð til höfuðborgar Íslands.

Tónlist
Fréttamynd

Líkams­leifar fundust í flakinu af Titan

Líkamsleifar hafa fundist í brakinu af kafbátnum Titan, sem fórst skammt frá flakinu af Titanic fyrir um tveimur vikum síðan. Fimm voru innanborðs þegar slysið átti sér stað.

Erlent
Fréttamynd

Trudeau bað Gísla um mynd eftir matinn

Matreiðslumaðurinn Gísli Matthías Auðunsson tók á móti forsætisráðherrum og fjölmennu fylgdarliði þeirra á veitingastöðum sínum um helgina. Gísli segir að í enda máltíðarinnar hafi forsætisráðherra Kanada beðið um að fá mynd af sér með honum.

Lífið
Fréttamynd

Á­hafnar kaf­bátarins minnst um allan heim

Mannanna fimm sem létust um borð í kaf­bátnum Títan hefur verið minnst um allan heim undan­farinn sólar­hring. Fjöl­skyldur þeirra hafa birt yfir­lýsingar þar sem þær lýsa mikilli sorg vegna ör­laga þeirra og segja þá munu lifa á­fram í minningum þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Fréttir hverfa af Face­book í Kanada

Fréttir munu nú smám saman hverfa af Facebook í Kanada, eftir að þingið þar samþykkti umdeild lög sem skylda fyrirtæki á borð við Meta og Google til að ganga til samningaviðræðna við fjölmiðla og greiða þeim fyrir efni sem birtist notendum þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Farþegar kafbátsins látnir

OceanGate, fyrirtækið sem stóð fyrir leiðangri kafbátsins Titan, hefur greint frá því að farþegar kafbátsins séu látnir. Talið er að kafbáturinn hafi sprungið eða fallið saman undan þrýstingi vegna galla.

Erlent
Fréttamynd

Nota fjarstýrðan kafbát en súrefnið á þrotum

Leitarmenn á Atlantshafi eru byrjaðir að nota franskan fjarstýrðan kafbát sem hægt er að nota til að senda myndir frá botni hafsins til yfirborðsins í rauntíma. Með honum geta leitarmenn séð botninn og leitað kafbátsins Títan, sem týndist á sunnudaginn er verið var að kafa honum að flaki skipsins Titanic.

Erlent
Fréttamynd

Leita á meðan vonin lifir

Leitin að kafbátnum Titan hefur enn engan árangur borið. Forsvarsmenn leitarinnar segja hana flókna og að áhersla sé lögð á að finna uppruna hljóðs sem heyrðist í gærkvöldi.

Erlent
Fréttamynd

Minna en fjörutíu tíma birgðir af súrefni eftir

Kafbáturinn sem hvarf nálægt flaki Titanic síðastliðinn sunnudagsmorgun hefur ennþá ekki fundist en leitað er að bátnum í kapphlaupi við tímann. Eftir minna en fjörutíu klukkutíma verður súrefnið í kafbátnum á þrotum.

Erlent
Fréttamynd

Í kapphlaupi við tímann á miðju Atlantshafi

Umfangsmikil leit stendur nú yfir að kafbát sem hvarf nærri flaki Titanic á sunnudag. Talið er að fimm manns hafi verið um borð í skemmtiferð til að skoða flakið skipsins á tæplega fjögur þúsund metra dýpi.

Erlent
Fréttamynd

Leita kafbáts sem hvarf nærri Titanic

Lítill kafbátur sem notaður er til að ferja ferðamenn að flaki Titanic er horfinn. Leit stendur nú yfir en talið er að allt að fimm manns hafi verið um borð í kafbátnum þegar hann hvarf.

Erlent