Noregur

Fréttamynd

Sprengjuleit í þinghúsinu í Osló

Sprengjuleit var gerð í dag í þinghúsinu í Osló þar sem réttarhöldin yfir Anders Behring Breivik fara fram. Sjónvarpsstöðin TV2 segir að pakki í kjallara hússins hafi virst innihalda nítróglíserín sem stundum er notað til sprengjugerðar. Þinghúsið þurfti ekki að rýma en sjónvarpsstöðin segir að Breivik hafi verið fluttur um set úr gæsluvarðhaldsklefa sínum í húsinu.

Erlent
Fréttamynd

Stærir sig af fjöldamorðum

Við upphaf fimm daga yfirheyrsla yfir Anders Behring Breivik fékk hann rúma klukkustund til að lesa upp yfirlýsingu þar sem hann reyndi að réttlæta voðaverk sín. Hann segist vera herskár þjóðernissinni og líkir sér við al Kaída. Aðstandendur fórnarlamba hans segja mikilvægt að réttarhöldin snúist um glæpina sem hann framdi en verði ekki vettvangur fyrir pólitískar yfirlýsingar.

Erlent
Fréttamynd

Segja Breivik vera ímyndunarveikan

Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hefur neitað að svara mörgum spurningum saksóknara í dag á þriðja þegi réttarhaldanna yfir honum. Breivik hefur verið þráspurður um tengsl hans við öfgahópa og fólk með svipaðar skoðanir og hann en hann hefur áður sagst tilheyra hópi manna sem kenni sig við Musterisriddarana.

Erlent
Fréttamynd

Breivik segist iðrast einskis

Fjöldamorðinginn Anders Breivik segist iðrast einskis og fer fram á að hann verði sýknaður. Hann flutti yfirlýsingu í réttarsal í morgun þar sem hann hélt hatursáróðri sínum á lofti.

Erlent
Fréttamynd

Móðir Breivik þarf ekki að bera vitni í réttarhöldunum

Réttarhöldin yfir fjöldamorðingjanum Anders Breivik hefjast að nýju nú klukkan sjö að okkar tíma. Réttarhöldin hefjast á því að Breivik mun lesa upp yfirlýsingu en lögmaður hans segir að sá upplestur muni taka um 30 mínútur. Í yfirlýsingunni mun Breivk ætla að verja gjörðir sínar.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta degi réttarhalda lokið - Breivik tjáir sig í fyrramálið

Fyrsta degi réttarhaldanna yfir Anders Behring Breivik lauk í Osló eftir hádegið í dag. Í ræðu sinni sagði Geir Lippestad verjandi Breiviks að svo gæti farið að hann biðji um frestun sökum þess að saksóknari skilaði inn miklu magni gagna þremur dögum áður en réttarhöldin hófust.

Erlent
Fréttamynd

Breivik grét í dómsal - myndband

Norski fjöldamorðinginn Anders Breivik grét í dómsal í dag en réttarhöldin yfir honum hófust í morgun. Hann felldi ekki tárin vegna samvisku eða eftirsjár vegna fjöldamorðanna í Útey heldur spilaði saksóknarinn í málinu áróðursmyndband sem hann útbjó stuttu fyrir voðaverkin. Norskir fjölmiðlar segja að hann hafi verið svo stoltur af myndbandinu þar sem hann lýsir öfgafullum skoðunum sínum að hann hafi ekki getað haldið aftur tárunum. Breivik lýsti sig sekan um öll 77 morðin en þeim var lýst ítarlega í dómsal í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Breivik vill flytja nýja stefnuyfirlýsingu

Anders Behring Breivik vill lesa upp nýja stefnuyfirlýsingu þegar hann mætir fyrir rétt á morgun. Odd Gron, starfsmaður hjá Lippestad, verjanda Breiviks, segir að líklegast muni dómari banna honum að lesa hana upp.

Erlent
Fréttamynd

Sakhæfismat gleður Breivik

Nýtt sakhæfismat kemst að þeirri niðurstöðu að fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik sé heill á geði. Matið gengur þvert á fyrra mat sem sagði Breivik með geðklofa. Hann segist sjálfur ánægður með úrskurðinn.

Erlent
Fréttamynd

Breivik ánægður með að vera metinn sakhæfur

Geir Lippestad, verjandi norska fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik, segir að umbjóðandi sinn sé afar ánægður með nýtt geðmat þar sem segir að hann sé sakhæfur. Hann hafi margoft haldið því fram sjálfur að hann sé heill á geði og því sé honum létt með nýja matið, en í fyrra geðmatinu sem hann gekkst undir var það álit lækna að hann væri geðveikur og því ósakhæfur.

Erlent
Fréttamynd

Segja að Breivik sé sakhæfur

Anders Behring Breivik, fjöldamorðingi í Noregi, er sakhæfur samkvæmt niðurstöðum nýrrar geðrannsóknar. Nýja geðrannsóknin er unnin af læknunum Agnar Aspaas og Terje Törrissen. Skýrslan hefur ekki enn verið gerð opinber en norskir fjölmiðlar fullyrða að hann sé sakhæfur samkvæmt nýja matinu.

Erlent
Fréttamynd

Breivik féllst á að gefa CNN einkaviðtal fyrir réttarhöld

Fjöldamorðinginn Anders Breivik hefur fallist á að gefa bandarísku fréttastofunni CNN viðtal fyrir réttarhöldin yfir honum sem eiga að hefjast 16. apríl næstkomandi. CNN staðfestir við NRK að þeir hafi falast eftir viðtali við fjöldamorðingjann sem myrti 77 vinstri sinnuð ungmenni í Útey síðasta sumar.

Erlent
Fréttamynd

Margir með afbrot að baki

Margir þeirra sem keyptu efni til sprengjugerðar frá sömu efnaverksmiðjunni í Póllandi og Anders Behring Breivik hafa komið við sögu lögreglu, að því er greint er frá á vef Dagsavisen.

Erlent
Fréttamynd

Gengst við mistökum

Norska lögreglan viðurkennir að hafa ekki brugðist nógu hratt við hryðjuverkum Anders Breivik í fyrra. 54 atriði hefðu betur mátt fara samkvæmt rannsókn. Lögreglustjóri baðst afsökunar vegna málsins.

Erlent
Fréttamynd

Lögreglan í Noregi biðst afsökunar

Talsmaður lögreglunnar í Noregi sagði í dag að viðbrögð lögregluyfirvalda hefðu verið silaleg þegar upp komst um skotárás Anders Behring Breivik í Útey.

Innlent
Fréttamynd

Ákærður fyrir tvö hryðjuverk

Norski hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik hefur verið ákærður fyrir 77 morð, fjölmargar morðtilraunir og tvö hryðjuverk. Ríkissaksóknari Noregs telur Breivik ekki sakhæfan, en með þeim fyrirvara að eitthvað geti komið fram sem breyti því mati.

Erlent
Fréttamynd

Ákæran tilbúin

Gengið hefur verið frá ákæru á hendur fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik sem myrti 77 manns í Útey og miðborg Osló.

Erlent
Fréttamynd

Breivik segir gjörðir sínar ekki vera refsiverðar

Anders Behring Breivik, fjöldamorðinginn í Útey og Osló, neitar því að gjörðir hans séu refisverðar. Þetta sagði hann þegar að hann mætti fyrir rétt í Osló í dag. Hann var færður í dómhúsið í handjárnum í fylgd tveggja lögreglumanna. Eins og kunnugt er, gengst Breivik við því að hafa orðið 77 manns að bana þann 22. júlí síðastliðinn.

Erlent
Fréttamynd

Gæti fengið einkasjúkrahús

Svo gæti farið að sérstakt eins manns geðsjúkrahús verði byggt innan múra Ila-fangelsisins í Bærum til að hýsa fjöldamorðingjann Anders Behring Breivik, verði hann úrskurðaður ósakhæfur.

Erlent
Fréttamynd

Þrumu lostnir yfir leikriti um Breivik

Danskt leikhús ætlar að setja upp leikverk sem byggir á stefnuyfirlýsingu Anders Behring Breivik fjöldamorðingjans sem bar ábyrgð á voðaverkunum í Útey og í Osló í júlí síðastliðnum.

Erlent
Fréttamynd

Dómari vill nýtt sakhæfismat fyrir Breivik

Dómstóll í Noregi hefur ákveðið að láta fara fram nýtt sakhæfismat á fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik. Samkvæmt mati sem áður hafði verið gert er hann ósakhæfur. Wenche Elizabeth Arntzen dómari segir að sökum þess hve matið hefur verið gagnrýnt mikið sé nauðsynlegt að láta meta hann að nýju. Hefði dómarinn stuðst við hið upphaflega mat þá hefði Breivik verið vistaður á réttargeðdeild en ekki í fangelsi eftir að dómur verður upp kveðinn.

Erlent
Fréttamynd

Fjöldi fólks vill hitta Breivik

Anders Behring Breivik, fjöldamorðinginn í Noregi, fær á morgun leyfi til þess að fá gesti í gæsluvarðhaldfangelsið í fyrsta sinn síðan hann var handtekinn. Ástæðan er sú að saksóknarar í málinu fóru ekki fram á áframhaldandi einangrun. Með því mun Breivik í fyrsta sinn geta veitt fjölmiðlum viðtöl frá því að hann myrti 77 manns seinni partinn í júlí í fyrra.

Erlent
Fréttamynd

Breivik sé sakhæfur

Þrír sálfræðingar og einn geðlæknir telja að norski fjöldamorðinginn Anders Breivik sé hvorki geðveikur né geðklofi. Þessir sérfræðingar, sem vinna við Sandvika geðsjúkrahúsið hafa fylgst náið með Breivik í fangelsinu og segja ennfremur að hann hafi enga þörf fyrir lyf og engin hætta sé á að hann fremji sjálfsmorð.

Erlent
Fréttamynd

Gleymir aldrei illskunni í Útey

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, segist aldrei munu gleyma þeirri illsku sem hann varð vitni að þegar 77 manns voru myrtir í landinu í júlí síðastliðnum. Í jólaviðtali við fréttastofuna NTB sagði Stoltenberg að hinar myrku minningar um atburðinn væru ennþá jafnsterkar nú og þegar hann hitti fyrst þá sem komust lífs af eftir árás Anders Behring Breivik í Útey 22. júli.

Erlent
Fréttamynd

Staðfesta sakhæfismatið á Breivik

Nefnd réttargeðlækna, sem hafði það hlutverk að yfirfara geðlæknismatið á Anders Breivik fjöldamorðingja, gerir engar efnislegar athugasemdir við við matið. Áður höfðu réttargeðlæknar, sem töluðu við Breivik og mátu sakhæfi hans, komist að þeirri niðurstöðu að hann væri ósakhæfur sökum geðveiki.

Erlent