Danmörk

Fréttamynd

Mary drottning hafi undrast um­ræðu um brúna skó Björns

„Hvort sem það er gott eða slæmt þá eru umræður um umbúðir oft meiri en um innihald,“ segir Halla Tómasdóttir forseti Íslands um fréttaflutning af Danmerkurheimsókn hennar undanfarna daga. Hún segir Mary Danadrottningu hafa undrast á þeirri athygli sem brúnir skór Björns Skúlasonar eiginmanns Höllu hafi fengið hér á landi. 

Lífið
Fréttamynd

United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk

Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í gær að það hefði ákveðið að hefja beint áætlunarflug milli New York og Nuuk, höfuðstaðar Grænlands, næsta sumar. Flugið hefst 14. júní og stendur yfir sumartímann til 24. september 2025.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Höllu fylgt um Kaup­manna­höfn: „Er hún ekki vin­sæl á Ís­landi?“

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, fagnaði 56 ára afmæli í gær. Hún er nýkomin aftur heim úr sinni fyrstu opinberu heimsókn til Danmerkur þar sem öllu var til tjaldað. Heimsókn sem hún lýsir sjálf sem lærdómsríku ævintýri. Töluverður áhugi var fyrir heimsókninni í Danmörku og komust færri fjölmiðlar að en vildu á helstu viðburði.

Lífið
Fréttamynd

Við­skipta­lífið sér­stak­lega á­huga­samt um að fylgja Höllu út

Viðskiptasendinefndin sem fylgdi Höllu Tómasdóttur forseta Íslands í fyrstu opinberu heimsókn hennar til Danmerkur í vikunni taldi tæplega sjötíu manns og er ein sú stærsta frá upphafi, að sögn forstöðumanns hjá Íslandsstofu. Sendinefndin stendur straum af öllum kostnaði sjálf, forsetaembættið greiðir aðeins flug undir sitt fólk.

Innlent
Fréttamynd

Halla í rán­dýrum kjól með Maríu og Frið­riki

Halla Tómasdóttir forseti Íslands klæddist gylltum síðkjól eftir breska hönnuðinn Jenny Packham í hátíðarkvöldverði sem haldinn var í Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Hönnuðurinn virðist vinsæll meðal konungsfólks.

Lífið
Fréttamynd

Hæst­á­nægð með Höllu

Hópur Íslendinga sem stunda nám við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS) er hæstánægður með heimsókn Höllu Tómasdóttur forseta í skólann í dag. Sérstök nefnd íslenskra nemenda tók á móti forsetanum í aðalbyggingu skólans í Frederiksberghverfi Kaupmannahafnar en þar er hún stödd ásamt eiginmanni sínum og stórri sendinefnd frá Íslandi í hennar fyrstu opinberu heimsókn.

Innlent
Fréttamynd

Kom skemmti­lega á ó­vart að hitta Margréti Dana­drottningu

Það kom Höllu Tómasdóttur forseta Íslands skemmtilega á óvart að hitta Margréti Þórhildi Danadrottningu í gær. Halla segir drottninguna vera sér mikla fyrirmynd og því hafi verið gaman að hún hafi óvænt komið og heilsað upp á forsetahjónin í Amalíuborgarhöll við komuna þangað í gær.

Innlent
Fréttamynd

Mikið um dýrðir í Íslandsboðinu í konungs­höllinni

Mikið var um dýrðir á hátíðarkvöldverði sem haldinn var í Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn í kvöld, þar sem Halla Tómasdóttir forseti Íslands er stödd í sinni fyrstu opinberu heimsókn. Heimsóknin er einnig sú fyrsta í tíð Friðriks tíunda á konungsstóli. 

Innlent
Fréttamynd

Sögu­leg heim­sókn konungs­hjónanna í Jóns­hús

Halla Benediktsdóttir umsjónarmaður Jónshúss í Kaupmannahöfn segir það afar merkilegt að Friðrik X Danakonungur komi, ásamt Höllu Tómasdóttur forseta Íslands, í heimsókn í Jónshús í dag. Það hafi aldrei gerst áður að þjóðhöfðingi Danmerkur sækir menningarmiðstöð Íslands í Kaupmannahöfn heim.

Innlent
Fréttamynd

Koma siglandi og sótt á hest­vagni

Ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Danmerkur hefst í dag. Forsetahjónin munu koma siglandi að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn klukkan tíu að staðartíma þar sem konungshjónin, Friðrik X og kona hans Mary, taka á móti þeim.

Innlent
Fréttamynd

Wat­son skal á­fram sæta gæslu­varð­haldi

Dómstóll í Nuuk í Grænlandi hefur úrskurðað að kanadíski hvalveiðiandstæðingurinn Paul Watson skuli sæta gæsluvarðhaldi í þrjár vikur til viðbótar, eða til 23. október næstkomandi. 

Erlent
Fréttamynd

Lakkrískóngurinn Bülow selur sveitasetrið

Danski lakkrískóngurinn Johan Bülow hefur sett sveitasetur sitt í bænum Tisvildeleje, við strandlengjuna á norður Sjálandi í Danmörku, á sölu. Húsið var byggt árið 2013 og er staðsett á 3651 fermetra eignarlóð.

Lífið
Fréttamynd

Danska poppdívan Medina selur glæsivilluna

Danska tónlistarkonan Medina og eiginmaður hennar hafa sett glæsivillu sína í Hørsholm, norður af Kaupmannahöfn, í Danmörku á sölu. Húsið einkennist af miklum munaði og fáguðum stíl.

Lífið
Fréttamynd

Hvers vegna að fella ís­birni?

Ísbjörninn sem kom á land á Hornströndum í gær var birna, líklegast tveggja eða þriggja vetra. Birnan var ekki í góðum holdum þegar hún kom hingað á land. Líklega hafði aðeins reynt á fituforðann síðustu daga. Kona á níræðisaldri í sumarhúsi tilkynnti lögreglu um birnuna sem var felld nokkrum tímum síðar.

Innlent
Fréttamynd

Norður­lönd dýpka sam­vinnu í varnar­málum

Norðurlöndin hafa tekið upp nánara samstarf á sviði varnarmála. Eftir inngöngu Finnlands og Svíþjóðar í Atlantshafsbandalagið eru öll Norðurlöndin í bandalaginu og gerir það ríkjunum kleift að efla samvinnuna frekar.

Innlent
Fréttamynd

Margrét Þór­hildur á sjúkra­húsi

Margrét Þórhildur, Danadrottning, hefur verið lögð inn á sjúkrahús eftir að hún féll í gærkvöldi. Drottningin er 84 ára gömul og datt hún í kastala konungsfjölskyldunnar í Fredensborg.

Erlent
Fréttamynd

Ís­lendingum ekki boðið á sjónvarpsumræðu um öryggi á Norður­löndum

Ríkisreknar sjónvarpsstöðvar Norðurlanda, að RÚV undanskildu, héldu í síðustu viku sérstakan sjónvarpsviðburð sem sýndur var á öllum stöðvunum. Þátturinn bar titilinn „Svar Norðurlanda við stríði Pútíns“ og sátu utanríkisráðherrar landanna fyrir svörum, auk sérfræðinga og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins.

Innlent
Fréttamynd

Pia Kjærsgaard hættir í pólitík

Danska þingkonan Pia Kjærsgaard hefur tilkynnt að hún muni ekki sækjast eftir endurkjöri í næstu kosningum og muni hún þá láta af afskiptum af stjórnmálum. Kjærsgaard hefur setið á danska þinginu óslitið í fjörutíu ár, lengst af fyrir Danska þjóðarflokkinn.

Erlent
Fréttamynd

Hand­tekinn í Dubaí

Þrítugur danskur karlmaður, sem sagður er einn af leiðtogunum í dansk-sænska gengjastríðinu sem blossað hefur upp síðustu mánuði, hefur verið handtekinn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Erlent