Forsætisráðherrann flúði vegna banatilræðis glæpagengja Samúel Karl Ólason skrifar 4. janúar 2022 12:29 Ariel Henry, forsætisráðherra Haítí. AP/Odelyn Joseph Þungvopnaðir glæpamenn reyndu að myrða Ariel Henry, forsætisráðherra Haítí, í um helgina, þar sem hann var á viðburði til að marka sjálfstæði ríkisins. Henry og föruneyti hans þurfti að flýja vegna mikillar skothríðar í borginni Gonaives en öryggissveitir svöruðu skothríðinni. Minnst einn lét lífið og tveir eru særðir eftir skotbardagann, samkvæmt frétt BBC. Glæpagengi í Haítí eru algerlega hömlulaus þessa dagana og stjórna í raun stórum hlutum landsins. Öryggisástandið í landinu hefur versnað til muna frá því Jovenel Moise, forseti, var myrtur á heimili sínu í sumar. Henry tók í raun við völdum í Haítí eftir morðið og hafa forsvarsmenn glæpagengja Haítí krafist þess að hann segi af sér. Sjá einnig: Hömlulaus glæpagengi krefjast afsagnar forsætisráðherra Haítí Til stóð að halda kosningar í nóvember en þeim var frestað þegar Henry rak meðlimi ráðs sem skipulagði kosningar í Haítí. Hann hefur heitið því að mynda nýtt ópólitískt ráð sem ætti að skipuleggja kosningar. Glæpamenn fleiri og betur vopnaðir Forsætisráðherrann segist ætla að berjast gegn glæpagengjum Haítí. En óljóst er hvernig hann ætlar sér það. Um það bil níu þúsund lögregluþjónar starfa í Haítí, sem er hlutfallslega mjög lítið miðað við að íbúar landsins eru rúmlega ellefu milljónir. Glæpagengi Haítí er bæði mun fjölmennari og betur búin en lögregla landsins. Stjórnmálamenn hafa í gegnum árin dælt peningum í mismunandi gengi og beitt þeim gegn pólitískum andstæðingum sínum. Ráðamenn í Bandaríkjunum héldu því til að mynda fram í fyrr að embættismenn í Haítí hefðu borgað glæpamönnum í peningum og vopnum til að fremja fjöldamorð í fátæku hverfi Port-au-Prince. Hópar þungvopnaðra glæpamanna myrtu minnst 71 og þar á meðal börn, nauðguðu konum og eyðilögðu rúmlega fjögur hundruð heimili. Það var eftir að íbúar í hverfinu höfðu mótmælt spillingu stjórnvalda og var markmiðið að refsa þeim. Glæpamenn hafa einnig stöðvað dreifingu eldsneytis víða, sem hefur komið niður á dreifingu vara og nauðsynja um ríkið. Var að skrifa nöfn á lista Þrátt fyrir að margir mánuðir séu liðnir frá því Moise var myrtur af mönnum í fylgd með málaliðum frá Kólumbíu, hafa nánast engin svör litið dagsins ljós um morðið. Það á í það minnsta við um yfirvöld Haítí en fregnir hafa borist af því að mögulega tengist morðið uppgjöri glæpamanna vegna smygls fíkniefna til Bandaríkjanna. New York Times sagði fyrir því í síðasta mánuði að Moise hefði verið að gera lista yfir nöfn áhrifamikilla manna sem koma að fíkniefnasmyglinu. Embættismenn sem komu að gerð listans sögðu Moise hafa sagt þeim að hlífa engum og þar á meðal fyrrverandi forseta landsins og öðrum sem komu Moise í embætti. Þennan lista ætlaði Moise víst að afhenda yfirvöldum í Bandaríkjunum. Skömmu áður en hann var myrtur hafði forsetinn einnig gert umfangsmiklar breytingar hjá tollstjóra landsins, lokað höfn þar sem fíkniefni voru flutt, eyðilagt flugvöll sem smyglarar notuðu og hafið rannsókn á fjárþvætti smyglara. Morðingjarnir leituðu á heimili forsetans Martine Moise, forsetafrúin, sagði í viðtali við NYT að meðan hún þóttist látin á gólfi svefnherbergis þeirra hjóna hafi hún hlustað á morðingjana fara um herbergið og leita að einhverju. Að lokum hafi einni þeirra sagst hafa fundið það sem þeir leituðu að áður en þeir flúðu. Hún sagðist ekki hafa vitað hverju þeir hefðu leitað að og fundið. Aðrir embættismenn sem komið hafa að opinberri rannsókn á morðinu sögðu að við yfirheyrslur hefðu nokkrir af málaliðunum sagt að það hefði verið í forgangi að finna þennan lista. Haítí Tengdar fréttir Handtekinn í Tyrklandi vegna morðsins á forseta Haítí Lögreglan í Tyrklandi handtók karlmann í tengslum við rannsókn á morðinu á Jovenel Moise, forseta Haítí, í gær. Enginn hefur verið ákærður eða sakfelldur vegna morðsins. 16. nóvember 2021 10:07 Hótaði að myrða trúboðana Leiðtogi glæpagengis sem rændi sautján trúboðum og fjölskyldumeðlimum þeirra á Haítí fyrr í mánuðinum, birti í dag myndband þar sem hann hótaði að myrða fólkið. Það myndi hann gera ef ekki yrði gengið að kröfum hans. 21. október 2021 21:51 Segir af sér vegna „ómannúðlegrar“ brottvísunar Biden-stjórnarinnar á Haítum Sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar vegna ástandsins á Haítí sagði af sér í dag til að mótmæla umdeildum brottvísunum Haíta sem sóttust eftir hæli í Bandaríkjunum. Hundruðum Haíta hefur verið flogið til heimalandsins þrátt fyrir ófremdarástand sem ríkir þar. 23. september 2021 14:11 Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Minnst einn lét lífið og tveir eru særðir eftir skotbardagann, samkvæmt frétt BBC. Glæpagengi í Haítí eru algerlega hömlulaus þessa dagana og stjórna í raun stórum hlutum landsins. Öryggisástandið í landinu hefur versnað til muna frá því Jovenel Moise, forseti, var myrtur á heimili sínu í sumar. Henry tók í raun við völdum í Haítí eftir morðið og hafa forsvarsmenn glæpagengja Haítí krafist þess að hann segi af sér. Sjá einnig: Hömlulaus glæpagengi krefjast afsagnar forsætisráðherra Haítí Til stóð að halda kosningar í nóvember en þeim var frestað þegar Henry rak meðlimi ráðs sem skipulagði kosningar í Haítí. Hann hefur heitið því að mynda nýtt ópólitískt ráð sem ætti að skipuleggja kosningar. Glæpamenn fleiri og betur vopnaðir Forsætisráðherrann segist ætla að berjast gegn glæpagengjum Haítí. En óljóst er hvernig hann ætlar sér það. Um það bil níu þúsund lögregluþjónar starfa í Haítí, sem er hlutfallslega mjög lítið miðað við að íbúar landsins eru rúmlega ellefu milljónir. Glæpagengi Haítí er bæði mun fjölmennari og betur búin en lögregla landsins. Stjórnmálamenn hafa í gegnum árin dælt peningum í mismunandi gengi og beitt þeim gegn pólitískum andstæðingum sínum. Ráðamenn í Bandaríkjunum héldu því til að mynda fram í fyrr að embættismenn í Haítí hefðu borgað glæpamönnum í peningum og vopnum til að fremja fjöldamorð í fátæku hverfi Port-au-Prince. Hópar þungvopnaðra glæpamanna myrtu minnst 71 og þar á meðal börn, nauðguðu konum og eyðilögðu rúmlega fjögur hundruð heimili. Það var eftir að íbúar í hverfinu höfðu mótmælt spillingu stjórnvalda og var markmiðið að refsa þeim. Glæpamenn hafa einnig stöðvað dreifingu eldsneytis víða, sem hefur komið niður á dreifingu vara og nauðsynja um ríkið. Var að skrifa nöfn á lista Þrátt fyrir að margir mánuðir séu liðnir frá því Moise var myrtur af mönnum í fylgd með málaliðum frá Kólumbíu, hafa nánast engin svör litið dagsins ljós um morðið. Það á í það minnsta við um yfirvöld Haítí en fregnir hafa borist af því að mögulega tengist morðið uppgjöri glæpamanna vegna smygls fíkniefna til Bandaríkjanna. New York Times sagði fyrir því í síðasta mánuði að Moise hefði verið að gera lista yfir nöfn áhrifamikilla manna sem koma að fíkniefnasmyglinu. Embættismenn sem komu að gerð listans sögðu Moise hafa sagt þeim að hlífa engum og þar á meðal fyrrverandi forseta landsins og öðrum sem komu Moise í embætti. Þennan lista ætlaði Moise víst að afhenda yfirvöldum í Bandaríkjunum. Skömmu áður en hann var myrtur hafði forsetinn einnig gert umfangsmiklar breytingar hjá tollstjóra landsins, lokað höfn þar sem fíkniefni voru flutt, eyðilagt flugvöll sem smyglarar notuðu og hafið rannsókn á fjárþvætti smyglara. Morðingjarnir leituðu á heimili forsetans Martine Moise, forsetafrúin, sagði í viðtali við NYT að meðan hún þóttist látin á gólfi svefnherbergis þeirra hjóna hafi hún hlustað á morðingjana fara um herbergið og leita að einhverju. Að lokum hafi einni þeirra sagst hafa fundið það sem þeir leituðu að áður en þeir flúðu. Hún sagðist ekki hafa vitað hverju þeir hefðu leitað að og fundið. Aðrir embættismenn sem komið hafa að opinberri rannsókn á morðinu sögðu að við yfirheyrslur hefðu nokkrir af málaliðunum sagt að það hefði verið í forgangi að finna þennan lista.
Haítí Tengdar fréttir Handtekinn í Tyrklandi vegna morðsins á forseta Haítí Lögreglan í Tyrklandi handtók karlmann í tengslum við rannsókn á morðinu á Jovenel Moise, forseta Haítí, í gær. Enginn hefur verið ákærður eða sakfelldur vegna morðsins. 16. nóvember 2021 10:07 Hótaði að myrða trúboðana Leiðtogi glæpagengis sem rændi sautján trúboðum og fjölskyldumeðlimum þeirra á Haítí fyrr í mánuðinum, birti í dag myndband þar sem hann hótaði að myrða fólkið. Það myndi hann gera ef ekki yrði gengið að kröfum hans. 21. október 2021 21:51 Segir af sér vegna „ómannúðlegrar“ brottvísunar Biden-stjórnarinnar á Haítum Sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar vegna ástandsins á Haítí sagði af sér í dag til að mótmæla umdeildum brottvísunum Haíta sem sóttust eftir hæli í Bandaríkjunum. Hundruðum Haíta hefur verið flogið til heimalandsins þrátt fyrir ófremdarástand sem ríkir þar. 23. september 2021 14:11 Mest lesið „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Handtekinn í Tyrklandi vegna morðsins á forseta Haítí Lögreglan í Tyrklandi handtók karlmann í tengslum við rannsókn á morðinu á Jovenel Moise, forseta Haítí, í gær. Enginn hefur verið ákærður eða sakfelldur vegna morðsins. 16. nóvember 2021 10:07
Hótaði að myrða trúboðana Leiðtogi glæpagengis sem rændi sautján trúboðum og fjölskyldumeðlimum þeirra á Haítí fyrr í mánuðinum, birti í dag myndband þar sem hann hótaði að myrða fólkið. Það myndi hann gera ef ekki yrði gengið að kröfum hans. 21. október 2021 21:51
Segir af sér vegna „ómannúðlegrar“ brottvísunar Biden-stjórnarinnar á Haítum Sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar vegna ástandsins á Haítí sagði af sér í dag til að mótmæla umdeildum brottvísunum Haíta sem sóttust eftir hæli í Bandaríkjunum. Hundruðum Haíta hefur verið flogið til heimalandsins þrátt fyrir ófremdarástand sem ríkir þar. 23. september 2021 14:11