Holland Hugsaði til látinnar vinkonu sinnar eftir sögulegt Ólympíugull Hollenska skautakonan Ireen Wüst skráði sig á spjöld sögunnar þegar hún varð hlutskörpust í 1.500 metra skautahlaupi á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Sport 7.2.2022 14:01 Borgarstjórinn segir óákveðið hvort Bezos fái að taka brúna í sundur Borgarstjórinn í hafnaborginni Rotterdam í Hollandi hefur neitað því að búið sé að samþykkja að taka í sundur sögufræga brú til að hleypa ofursnekkju í eigu auðmannsins Jeff Bezos í gegn. Erlent 4.2.2022 07:42 Fjarlægja sögufræga brú fyrir ofursnekkju Bezos Borgaryfirvöld í Rotterdam hafa staðfest að þau hyggist taka niður sögufræga brú í borginni, svo glæný ofursnekkja auðkýfingsins Jeff Bezos, sem er í smíðum í borginni, geti siglt burt. Viðskipti erlent 3.2.2022 22:01 Vél frá Búdapest lent í Skotlandi vegna veiks farþega Flugvél á leið frá Búdapest til Keflavíkur var lent í Aberdeen í Skotlandi fyrr í kvöld vegna veiks farþega. Fjölmargir Íslendingar eru um borð á leið af EM en flugvélin var á vegum Wizz Air. Innlent 29.1.2022 20:33 Slaka á takmörkunum í Hollandi þrátt fyrir fjölda smitaðra Yfirvöld í Hollandi hafa ákveðið að slaka á samkomutakmörkunum vegna Covid-faraldursins þar í landi frá og með morgundeginum þrátt fyrir að enn sé mikill fjöldi að greinast þar í landi með veiruna. Erlent 25.1.2022 23:45 Laumufarþegi lifði af langt ferðalag í lendingarbúnaði Lögreglan í Hollandi fann í gær laumufarþega um borð í flutningaþotu frá Cargolux sem hafði flogið frá Suður-Afríku til Schiphol flugvallar í Amsterdam með millilendingu í Nairóbí í Kenýa. Erlent 24.1.2022 07:00 Telja sig hafa fundið þann sem sveik Önnu Frank og fjölskyldu Niðurstaða umfangsmikillar rannsóknar sagnfræðinga og annarra sérfræðinga bendir til þess að gyðingur að nafni Arnold van den Bergh hafi líklega verið sá sem sveik Önnu Frank og fjölskyldu hennar í hendur nasista í Amsterdam í seinni heimstyrjöldinni. Erlent 17.1.2022 15:28 Þúsundir hringja í bólusetningar-þjónustusíma fyrir óvissa Símaþjónusta sem læknar í Hollandi opnuðu fyrir þá sem hafa efasemdir um bólusetninguna gegn Covid-19 fær um þúsund símtöl á dag. Þeir sem hringja eru einstaklingar sem hafa ekki getað gert upp við sig hvort þeir eigi að þiggja bólusetningu. Erlent 6.1.2022 09:30 Fjölmenn mótmæli í Amsterdam vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda Þúsundir komu saman á götum Amsterdam í dag þrátt fyrir gildandi samkomubann í Hollandi. Mótmælendur eru ósáttir við aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirunnar. Erlent 2.1.2022 16:00 Van Gerwen með veiruna og þarf að draga sig úr keppni Pílukastarinn Micheal van Gerwen hefur þurft að draga sig úr keppni á HM í pílukasti eftir að Hollendingurinn greindist með kórónuveiruna. Sport 28.12.2021 17:20 Túristarnir borða heima hjá íslenskum fjölskyldum Helga Kristín Friðjónsdóttir var með heimþrá til Íslands þegar að hún fékk hugmynd að fyrirtæki sem hún hefur starfrækt frá árinu 2015 og er að auka við sig. Atvinnulíf 20.12.2021 07:00 Hafa loks náð saman um níu mánuði eftir kosningar Hollensku stjórnmálaflokkarnir sem hafa starfað saman í stjórn frá árinu 2017 hafa loks náð saman um framhald stjórnarsamstarfsins, um níu mánuði eftir þingkosningarnar. Samkomulagið gerir það að verkum að forsætisráðherrann Mark Rutte mun stýra landinu sitt fjórða kjörtímabil. Erlent 13.12.2021 21:00 Verstappen tryggði sér heimsmeistaratitilinn á lokahring tímabilsins Max Verstappen varð í dag heimsmeistari í Formúlu 1 þegar hann hafði betur gegn sjöföldum heimsmeistara Lewis Hamilton í lokakeppni tímabilsins í Abu Dhabi. Formúla 1 12.12.2021 15:00 Elstu tilvik Omíkron í sýnum í Hollandi Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar dreifist nú hratt um heimsbyggðina en í morgun var tilkynnt um að fyrstu tilfellin hefðu verið staðfest í Brasilíu og Japan. Erlent 1.12.2021 07:44 Handtóku par sem flúði af sóttkvíarhóteli Ómíkrón greindra Lögreglan í Hollandi handtók í gær par sem hafði flúið af sóttkvíarhóteli í Amsterdam. Fólkið var handtekið um borð í flugvél á Schiphol-flugvelli, sem var við það að taka á loft þegar lögreglu bar að garði. Erlent 29.11.2021 06:49 Segir ofbeldishneigða fávita nýta sér mótmæli Mark Rutte, fráfarandi forsætisráðherra Hollands, segir ofbeldishneigða fávita hafa valdið ofbeldi á óeirðum í landinu um helgina. Ofbeldisfull mótmæli gegn neyðaraðgerðum vegna Covid-19 voru haldin i Hollandi um helgina og kom til ofbeldis milli mótmælenda og lögreglu. Erlent 22.11.2021 12:03 Ekkert lát á Covid-mótmælum í Evrópu Víða hefur verið mótmælt í Evrópu vegna samkomutakmarkana. Þúsundir hafa streymt út á götur í Austurríki, Króatíu og á Ítalíu og mótmælt aðgerðum vegna faraldursins. Í Hollandi var mótmælt bæði á föstudag- og laugardagskvöld. Erlent 21.11.2021 11:34 Lögregla skaut á Covid-mótmælendur Mótmælendur í hollensku borginni Rotterdam særðust þegar lögregla skaut á þá. Mótmælin í borginni, sem voru til komin vegna fyrirætlana stjórnvalda um að gera atvinnurekendum kleift að meina óbólusettum aðgang að ákveðnum svæðum, breyttust í óeirðir. Erlent 20.11.2021 08:42 Hollenskur landsliðsmaður ákærður fyrir tilraun til manndráps Hollenski knattspyrnumaðurinn Quincy Promes verður ákærður fyrir tilraun til manndráps og líkamsárás eftir hafa verið sakaður um að stinga fjölskyldumeðlim með hníf í fyrra. Fótbolti 18.11.2021 20:17 Dæmdur íslenskur kynferðisbrotamaður grunaður um nauðgun í Hollandi Íslenskur karlmaður er grunaður um frelsissviptingu og nauðgun gegn íslenskri konu í Hollandi. Brotið er sagt hafa átt sér stað í síðustu viku. Innlent 16.11.2021 16:15 „Mælast ekki til þess að þú fáir fleiri en fjóra gesti yfir sólarhringinn“ Óbólusettir sæta útgöngubanni í Austurríki vegna fjölgunar kórónuveirusmita. Á sama tíma eru litlar sem engar samkomutakmarkanir í Danmörku. Íslendingur sem búsettur er í Kaupmannahöfn segir Dani svifaseina í viðbrögðum og óttast harðar aðgerðir á næstunni. Innlent 14.11.2021 23:06 Hollendingar grípa í taumana vegna mikillar fjölgunar smitaðra Eigendum öldurhúsa og veitingastaða verður gert að loka þeim snemma og íþróttaviðburðir verða haldnir fyrir luktum dyrum með nýjum og hertum sóttvarnaaðgerðum sem stendur til að kynna í Hollandi í dag. Erlent 12.11.2021 10:40 Undirbúa heimsiglinguna frá Rotterdam Landhelgisgæslan fékk formlega afhent nýja varðskipið Freyju á fimmtudaginn. Áhöfn skipsins vinnur nú að því að undirbúa heimsiglinguna frá Rotterdam, þar sem skipið var í slipp. Innlent 30.10.2021 09:30 Lögmönnum fjölskyldna þeirra sem fórust með MH17 ógnað Lögfræðingar fjölskyldna fólks sem dó þegar flugvélin MH17 var skotin niður yfir Úkraínu hafa orðið fyrir ógnunum. Yfirvöld Hollands telja rússneska útsendarar á bakvið þær en réttarhöld standa nú yfir í Hollandi gegn mönnum frá Rússlandi og Úkraínu sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á ódæðinu. Erlent 29.10.2021 11:05 Stúka hrundi undan fagnaðarlátum stuðningsmanna Betur fór en á horfðist þegar hluti stúkunnar hrundi undan fagnaðarlátum stuðningsmanna Vitesse eftir 1-0 sigur liðsins gegn NEC Nijmegen í hollensku úrvalsdeildinni í gær. Fótbolti 18.10.2021 07:00 Segir ekkert því til fyrirstöðu að gift lesbía verði drottning Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, segir það ekki koma í veg fyrir að erfingi krúnunnar verði drottning eða konungur að viðkomandi hafi gengið í hjónaband með einstaklingi af sama kyni. Erlent 13.10.2021 08:03 Dæmdir í þrjátíu ára fangelsi fyrir morð á hollenskum lögmanni Dómstóll í Hollandi hefur dæmt tvo menn í þrjátíu ára fangelsi vegna morðsins á lögmanninum Derk Wiersum í september 2019. Lögmaðurinn var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Buitenveldert í Amsterdam og vakti málið mikinn óhug meðal hollensku þjóðarinnar. Erlent 11.10.2021 09:54 Fyrsta konan til að spila með körlum í Hollandi Knattspyrnukonan Ellen Fokkema skrifaði söguna í hollenska fótboltanum um helgina þegar hún kom inn á sem varamaður í fyrsta leik VV Foarut á leiktíðinni. Fótbolti 28.9.2021 17:00 Ætluðu að ræna eða myrða fosætisráðherra Hollands Yfirvöld í Hollandi hafa aukið öryggisgæslu Mark Rutte, forsætisráðherra, töluvert vegna ógna frá glæpasamtökum í landinu. Það var gert eftir að lögreglan í Hollandi komst á snoðir um að glæpamenn ætluðu sér að reyna að ræna eða jafnvel myrða forsætisráðherrann fráfarandi. Erlent 27.9.2021 14:28 Play bætir við sig nýjum áfangastað í vetraráætluninni Flugfélagið PLAY hefur bætt Amsterdam í Hollandi við vetraráætlun sína. Flogið verður tvisvar í viku, á mánudögum og föstudögum, frá og með 3. desember. Viðskipti innlent 23.9.2021 09:07 « ‹ 2 3 4 5 6 7 8 9 10 … 12 ›
Hugsaði til látinnar vinkonu sinnar eftir sögulegt Ólympíugull Hollenska skautakonan Ireen Wüst skráði sig á spjöld sögunnar þegar hún varð hlutskörpust í 1.500 metra skautahlaupi á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Sport 7.2.2022 14:01
Borgarstjórinn segir óákveðið hvort Bezos fái að taka brúna í sundur Borgarstjórinn í hafnaborginni Rotterdam í Hollandi hefur neitað því að búið sé að samþykkja að taka í sundur sögufræga brú til að hleypa ofursnekkju í eigu auðmannsins Jeff Bezos í gegn. Erlent 4.2.2022 07:42
Fjarlægja sögufræga brú fyrir ofursnekkju Bezos Borgaryfirvöld í Rotterdam hafa staðfest að þau hyggist taka niður sögufræga brú í borginni, svo glæný ofursnekkja auðkýfingsins Jeff Bezos, sem er í smíðum í borginni, geti siglt burt. Viðskipti erlent 3.2.2022 22:01
Vél frá Búdapest lent í Skotlandi vegna veiks farþega Flugvél á leið frá Búdapest til Keflavíkur var lent í Aberdeen í Skotlandi fyrr í kvöld vegna veiks farþega. Fjölmargir Íslendingar eru um borð á leið af EM en flugvélin var á vegum Wizz Air. Innlent 29.1.2022 20:33
Slaka á takmörkunum í Hollandi þrátt fyrir fjölda smitaðra Yfirvöld í Hollandi hafa ákveðið að slaka á samkomutakmörkunum vegna Covid-faraldursins þar í landi frá og með morgundeginum þrátt fyrir að enn sé mikill fjöldi að greinast þar í landi með veiruna. Erlent 25.1.2022 23:45
Laumufarþegi lifði af langt ferðalag í lendingarbúnaði Lögreglan í Hollandi fann í gær laumufarþega um borð í flutningaþotu frá Cargolux sem hafði flogið frá Suður-Afríku til Schiphol flugvallar í Amsterdam með millilendingu í Nairóbí í Kenýa. Erlent 24.1.2022 07:00
Telja sig hafa fundið þann sem sveik Önnu Frank og fjölskyldu Niðurstaða umfangsmikillar rannsóknar sagnfræðinga og annarra sérfræðinga bendir til þess að gyðingur að nafni Arnold van den Bergh hafi líklega verið sá sem sveik Önnu Frank og fjölskyldu hennar í hendur nasista í Amsterdam í seinni heimstyrjöldinni. Erlent 17.1.2022 15:28
Þúsundir hringja í bólusetningar-þjónustusíma fyrir óvissa Símaþjónusta sem læknar í Hollandi opnuðu fyrir þá sem hafa efasemdir um bólusetninguna gegn Covid-19 fær um þúsund símtöl á dag. Þeir sem hringja eru einstaklingar sem hafa ekki getað gert upp við sig hvort þeir eigi að þiggja bólusetningu. Erlent 6.1.2022 09:30
Fjölmenn mótmæli í Amsterdam vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda Þúsundir komu saman á götum Amsterdam í dag þrátt fyrir gildandi samkomubann í Hollandi. Mótmælendur eru ósáttir við aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirunnar. Erlent 2.1.2022 16:00
Van Gerwen með veiruna og þarf að draga sig úr keppni Pílukastarinn Micheal van Gerwen hefur þurft að draga sig úr keppni á HM í pílukasti eftir að Hollendingurinn greindist með kórónuveiruna. Sport 28.12.2021 17:20
Túristarnir borða heima hjá íslenskum fjölskyldum Helga Kristín Friðjónsdóttir var með heimþrá til Íslands þegar að hún fékk hugmynd að fyrirtæki sem hún hefur starfrækt frá árinu 2015 og er að auka við sig. Atvinnulíf 20.12.2021 07:00
Hafa loks náð saman um níu mánuði eftir kosningar Hollensku stjórnmálaflokkarnir sem hafa starfað saman í stjórn frá árinu 2017 hafa loks náð saman um framhald stjórnarsamstarfsins, um níu mánuði eftir þingkosningarnar. Samkomulagið gerir það að verkum að forsætisráðherrann Mark Rutte mun stýra landinu sitt fjórða kjörtímabil. Erlent 13.12.2021 21:00
Verstappen tryggði sér heimsmeistaratitilinn á lokahring tímabilsins Max Verstappen varð í dag heimsmeistari í Formúlu 1 þegar hann hafði betur gegn sjöföldum heimsmeistara Lewis Hamilton í lokakeppni tímabilsins í Abu Dhabi. Formúla 1 12.12.2021 15:00
Elstu tilvik Omíkron í sýnum í Hollandi Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar dreifist nú hratt um heimsbyggðina en í morgun var tilkynnt um að fyrstu tilfellin hefðu verið staðfest í Brasilíu og Japan. Erlent 1.12.2021 07:44
Handtóku par sem flúði af sóttkvíarhóteli Ómíkrón greindra Lögreglan í Hollandi handtók í gær par sem hafði flúið af sóttkvíarhóteli í Amsterdam. Fólkið var handtekið um borð í flugvél á Schiphol-flugvelli, sem var við það að taka á loft þegar lögreglu bar að garði. Erlent 29.11.2021 06:49
Segir ofbeldishneigða fávita nýta sér mótmæli Mark Rutte, fráfarandi forsætisráðherra Hollands, segir ofbeldishneigða fávita hafa valdið ofbeldi á óeirðum í landinu um helgina. Ofbeldisfull mótmæli gegn neyðaraðgerðum vegna Covid-19 voru haldin i Hollandi um helgina og kom til ofbeldis milli mótmælenda og lögreglu. Erlent 22.11.2021 12:03
Ekkert lát á Covid-mótmælum í Evrópu Víða hefur verið mótmælt í Evrópu vegna samkomutakmarkana. Þúsundir hafa streymt út á götur í Austurríki, Króatíu og á Ítalíu og mótmælt aðgerðum vegna faraldursins. Í Hollandi var mótmælt bæði á föstudag- og laugardagskvöld. Erlent 21.11.2021 11:34
Lögregla skaut á Covid-mótmælendur Mótmælendur í hollensku borginni Rotterdam særðust þegar lögregla skaut á þá. Mótmælin í borginni, sem voru til komin vegna fyrirætlana stjórnvalda um að gera atvinnurekendum kleift að meina óbólusettum aðgang að ákveðnum svæðum, breyttust í óeirðir. Erlent 20.11.2021 08:42
Hollenskur landsliðsmaður ákærður fyrir tilraun til manndráps Hollenski knattspyrnumaðurinn Quincy Promes verður ákærður fyrir tilraun til manndráps og líkamsárás eftir hafa verið sakaður um að stinga fjölskyldumeðlim með hníf í fyrra. Fótbolti 18.11.2021 20:17
Dæmdur íslenskur kynferðisbrotamaður grunaður um nauðgun í Hollandi Íslenskur karlmaður er grunaður um frelsissviptingu og nauðgun gegn íslenskri konu í Hollandi. Brotið er sagt hafa átt sér stað í síðustu viku. Innlent 16.11.2021 16:15
„Mælast ekki til þess að þú fáir fleiri en fjóra gesti yfir sólarhringinn“ Óbólusettir sæta útgöngubanni í Austurríki vegna fjölgunar kórónuveirusmita. Á sama tíma eru litlar sem engar samkomutakmarkanir í Danmörku. Íslendingur sem búsettur er í Kaupmannahöfn segir Dani svifaseina í viðbrögðum og óttast harðar aðgerðir á næstunni. Innlent 14.11.2021 23:06
Hollendingar grípa í taumana vegna mikillar fjölgunar smitaðra Eigendum öldurhúsa og veitingastaða verður gert að loka þeim snemma og íþróttaviðburðir verða haldnir fyrir luktum dyrum með nýjum og hertum sóttvarnaaðgerðum sem stendur til að kynna í Hollandi í dag. Erlent 12.11.2021 10:40
Undirbúa heimsiglinguna frá Rotterdam Landhelgisgæslan fékk formlega afhent nýja varðskipið Freyju á fimmtudaginn. Áhöfn skipsins vinnur nú að því að undirbúa heimsiglinguna frá Rotterdam, þar sem skipið var í slipp. Innlent 30.10.2021 09:30
Lögmönnum fjölskyldna þeirra sem fórust með MH17 ógnað Lögfræðingar fjölskyldna fólks sem dó þegar flugvélin MH17 var skotin niður yfir Úkraínu hafa orðið fyrir ógnunum. Yfirvöld Hollands telja rússneska útsendarar á bakvið þær en réttarhöld standa nú yfir í Hollandi gegn mönnum frá Rússlandi og Úkraínu sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á ódæðinu. Erlent 29.10.2021 11:05
Stúka hrundi undan fagnaðarlátum stuðningsmanna Betur fór en á horfðist þegar hluti stúkunnar hrundi undan fagnaðarlátum stuðningsmanna Vitesse eftir 1-0 sigur liðsins gegn NEC Nijmegen í hollensku úrvalsdeildinni í gær. Fótbolti 18.10.2021 07:00
Segir ekkert því til fyrirstöðu að gift lesbía verði drottning Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, segir það ekki koma í veg fyrir að erfingi krúnunnar verði drottning eða konungur að viðkomandi hafi gengið í hjónaband með einstaklingi af sama kyni. Erlent 13.10.2021 08:03
Dæmdir í þrjátíu ára fangelsi fyrir morð á hollenskum lögmanni Dómstóll í Hollandi hefur dæmt tvo menn í þrjátíu ára fangelsi vegna morðsins á lögmanninum Derk Wiersum í september 2019. Lögmaðurinn var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Buitenveldert í Amsterdam og vakti málið mikinn óhug meðal hollensku þjóðarinnar. Erlent 11.10.2021 09:54
Fyrsta konan til að spila með körlum í Hollandi Knattspyrnukonan Ellen Fokkema skrifaði söguna í hollenska fótboltanum um helgina þegar hún kom inn á sem varamaður í fyrsta leik VV Foarut á leiktíðinni. Fótbolti 28.9.2021 17:00
Ætluðu að ræna eða myrða fosætisráðherra Hollands Yfirvöld í Hollandi hafa aukið öryggisgæslu Mark Rutte, forsætisráðherra, töluvert vegna ógna frá glæpasamtökum í landinu. Það var gert eftir að lögreglan í Hollandi komst á snoðir um að glæpamenn ætluðu sér að reyna að ræna eða jafnvel myrða forsætisráðherrann fráfarandi. Erlent 27.9.2021 14:28
Play bætir við sig nýjum áfangastað í vetraráætluninni Flugfélagið PLAY hefur bætt Amsterdam í Hollandi við vetraráætlun sína. Flogið verður tvisvar í viku, á mánudögum og föstudögum, frá og með 3. desember. Viðskipti innlent 23.9.2021 09:07