Lettland

Fréttamynd

Framlag Lettlands tók íslenska lagið í beinni fyrir blaðamenn

Hljómsveitin Citi Zēni keppti fyrir hönd Lettlands í Eurovision í ár. Lagið þeirra Eat Your Salad komst ekki áfram úr undanriðlinum en þeir náðu þó að dreifa boðskap sínum, sem snýst um að velja grænmetisfæðu og hugsa vel um plánetuna. Júrógarðurinn átti líflegt spjall við hljómsveitina, sem söng meðal annars fyrir okkur eigin útgáfu af Með hækkandi sól.

Tónlist
Fréttamynd

Lett­lands­bryggja 1

Í gær, 4. maí, voru 32 ár síðan Lettland lýsti yfir endurheimt sjálfstæðis. Það er því táknrænt að það var á þessum degi sem skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur samþykkti að gefa þremur götum í nýja Ártúnshöfðahverfinu nöfn sem undirstrika vináttu Íslands og Eystarsaltsríkjanna.

Skoðun
Fréttamynd

Vilja rússneska hermenn frá landamærum Úkraínu

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti ráðamenn í Rússlandi til að flytja hermenn sína á brott frá landamærum Úkraínu. Hann sagði að innrás í Úkraínu myndi hafa afleiðingar og meðal annars yrðu hinum ströngustu refsiaðgerðum beitt gegn Rússlandi.

Erlent
Fréttamynd

Mark­vörður Lett­lands látinn að­eins 24 ára að aldri

Matiss Kivlenieks, markvörður Lettlands og Columbus Blue Jackets í NHL-deildinni í íshokkí, er látinn aðeins 24 ára að aldri. Aðeins rúmur mánuður er síðan Kivlenieks stóð í markinu er Lettland vann frækinn 2-0 sigur á Kanada á HM í íshokkí.

Sport
Fréttamynd

Evrópu­ríki lýsa yfir ó­á­nægju með breytingar Pfizer

Nokkur Evrópuríki hafa lýst yfir óánægju vegna fyrirhugaðra breytinga á afhendingaráætlun Pfizer. Færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans munu berast til Evrópu frá og með næstu viku vegna þess að Bandaríkjadeild framleiðandans ætlar að hægja á flutningi efnisins til Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Manns­lát Ís­lendings í Lett­landi rann­sakað

Lögreglan í Lettlandi rannsakar hvernig á því stóð að dyrnar að spennistöð í miðborg Riga voru opnar en íslenskur karlmaður lést þar af völdum raflosts í gærmorgun. Að meðaltali verður eitt banaslys af þessum toga á hverju ári í Lettlandi.

Innlent