Pólland

Fréttamynd

Dæmi um að fólk fái heimsóknir í sóttkví

Dæmi eru um að fólk virði ekki sóttkví, fái heimsóknir og fari jafnvel út á meðal fólks. Þetta á bæði við um fólk sem er í sóttkví eftir komu til landsins og þá sem útsettir hafa verið fyrir smiti.

Innlent
Fréttamynd

Mót­mælendur trufluðu messu­hald í Pól­landi

Mótmælendur í Póllandi hafa í dag haldið inn í kirkjur til þess að trufla messuhöld. Mótmælendur hafa síðastliðna viku mótmælt nýjum þungunarrofslögum í Póllandi, sem banna þungunarrof nær alveg.

Erlent
Fréttamynd

Forseti Póllands smitaður af kórónuveirunni

Andrzej Duda, forseti Póllands, er smitaður af nýju afbrigði kórónuveirunnar. Talsmaður forsetans segir honum líða vel en að hann sé nú kominn í einangrun. Mikil fjölgun hefur orðið í nýjum kórónuveirusmitum og dauðsföllum í landinu upp á síðkastið.

Erlent
Fréttamynd

Þungunarrof nær algerlega bannað í Póllandi

Dómur stjórnlagadómstóls Póllands um að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá landsins þýðir að þungunarrof verður nú bannað í nær öllum tilfellum í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Utan­ríkis­ráð­herra Pól­lands hættir

Jacek Czaputowicz hefur sagt af sér embætti sem utanríkisráðherra Póllands. Afsögnin kemur á sama tíma og pólsk stjórnvöld þrýsta á að taka að leiðandi hlutverk í viðbrögðum Evrópusambandsins vegna ástandsins í nágrannalandinu Hvíta-Rússlandi.

Erlent
Fréttamynd

Segir Duda nýta sér hatur á hin­segin fólki

„Í fyrsta lagi er þetta bara ótrúlega grátlegt. Það er svo mjótt á mununum þarna. Það sem þetta þýðir er áframhaldandi barátta og erfiðleikar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. Duda hefur hótað að leggja blátt bann við ættleiðingum samkynja para. Við gætum líka verið að sjá fram á að lagaleg réttindi þeirra verði skert og ekki voru þau mikil fyrir.“

Erlent