Páfagarður

Fréttamynd

Líkist Bankastræti á Menningarnótt

"Bankastræti á Menningarnótt!“ Þannig lýsir Íslendingur andrúmsloftinu og mannmergðinni sem nú er í miðborg Rómar vegna útfarar Jóhannesar Páls páfa annars á morgun.

Erlent
Fréttamynd

Minnist páfa með lagi á latínu

Menn fara ólíkar leiðir til að minnast páfa. Finnskur prófessor, sem þekktur er fyrir að syngja lög Elvis Presleys á latínu, hyggst senda frá sér nýtt lag á föstudag þegar páfi verður jarðaður.

Lífið
Fréttamynd

Margt fyrirmenna við útför páfa

Margt fyrirmenna verður við útför Jóhannesar Páls páfa á föstudaginn: kóngar, drottningar, prinsar, prinsessur, forsetar, forsætisráðherrar, trúarleiðtogar o.fl.

Erlent
Fréttamynd

Páfi: Niðurbrot líkamans hindrað

Löng hefð er fyrir því að lík páfa standi uppi í Vatíkaninu í Róm í nokkra daga fyrir jarðaför þeirra svo að almenningur geti vottað hinum látna virðingu sína. Gripið er til ýmissa ráðstafana til að hefta niðurbrot líkamans.

Erlent
Fréttamynd

Gríðarleg gæsla við útför páfa

Útför páfa á föstudaginn kallar á einhverja mestu öryggisgæslu sem um getur. Auk tveggja milljóna pílagríma víðs vegar að er búist við meira en tvö hundruð þjóðarleiðtogum við útför páfans.

Erlent
Fréttamynd

Halldór verður við útförina

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra verður viðstaddur jarðarför Jóhannesar Páls páfa II í Róm á föstudaginn. Upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins, Steingrímur Ólafsson, og Hörður Bjarnason, sendiherra Íslands gagnvart Vatíkaninu, verða með í för.

Erlent
Fréttamynd

Bush og Clinton báðir við útförina

George Bush Bandaríkaforseti og Bill Clinton verða báði viðstaddir þegar Jóhannes Páll páfi verður jarðsunginn á föstudag. Condoleezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna mætir einnig.

Erlent
Fréttamynd

Útför páfa á föstudag

Útför Jóhannesar Páls páfa II mun fara fram næstkomandi föstudag, 8. apríl. Páfagarður tilkynnti þetta fyrir stundu. Búist er við að u.þ.b. tvö hundruð þjóðarleiðtogar verði þar viðstaddir.

Erlent
Fréttamynd

Margmenni við útför páfa

Líkið af Jóhannesi Páli páfa var síðdegis flutt í Basilíku Péturskirkjunnar í Róm þar sem almenningi gefst kostur á að votta honum virðingu sína næstu daga. Útför páfa fer fram á föstudaginn og er búist við margmenni.

Erlent
Fréttamynd

Fráfallið hefur pólitísk áhrif

Fráfall Jóhannesar Páls páfa hefur pólitísk áhrif um allan heim og það ekki aðeins í löndum kaþólskra. Ákveðið hefur verið að páfi verði jarðsunginn næstkomandi föstudag.

Erlent
Fréttamynd

Verði minnst sem mikilhæfs manns

Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir að Jóhannes Páll páfi annar hafi verið geðfelldur og hlýlegur maður. Hann hafi verið strangur í afstöðu sinni en að hans verði minnst í sögunni sem mjög mikilhæfs manns.

Innlent
Fréttamynd

Messuhald verður tileinkað páfa

Kaþólikkar á Íslandi leituðu margir í kirkjur eftir að þeim bárust tíðindin í gær, tóku þátt í bænastundum og kveiktu á kertum. Messuhald í dag og alla næsta viku mun verða tileinkað minningu Jóhannesar Páls páfa. Í Róm og í Páfagarði hefst nú undirbúningur útfarar og vals eftirmanns páfa.

Erlent
Fréttamynd

Markaði djúp spor í frelsisbaráttu

Þjóðarleiðtogar hafa vottað páfa virðingu sína og kaþólikkum hluttekningu sína, þar á meðal Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Hann sendi í dag samúðarkveðju til Jóhannesar Gijsen, biskups kaþólskra á Íslandi, með þeirri ósk að hún yrði einnig færð til Páfagarðs. Þar segir m.a. að Jóhannes Páll páfi hafi markað djúp spor í baráttunni fyrir lýðræði og frelsi víða um heim.

Innlent
Fréttamynd

Segir mikinn mann genginn með páfa

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að með andláti Jóhannesar Páls páfa annars en genginn mikill maður sem hafi haft mikil áhrif á mótun heimsmála með framgangi sínum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá forsætisráðherra sem hann sendi frá sér í dag vegna andláts páfa.

Erlent
Fréttamynd

Páfinn er látinn

Jóhannes Páll páfi annar lést í gærkvöld eftir hjarta- og nýrnabilun. Páfinn er syrgður víða um heim. Páfinn sat næstlengst allra páfa sögunnar á páfastóli eða í 27 ár. Leynd hvílir yfir því hver mun nú setjast á páfastól.

Erlent