Kjaramál

Fréttamynd

Fundir hafnir hjá ríkissáttasemjara

Fundarhöld eru hafin í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni þar sem fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins freista þess að ná saman um kjarasamning um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Stjórn Marel vill skerpa á lang­tíma­hvötum stjórn­enda

Stjórn Marel mun leggja fram tillögu á aðalfundi félagsins sem miðar að því að breyta langtímahvatakerfi félagsins úr kaupréttum í svokölluð frammistöðutengd hlutabréf sem eru háð því að fyrir fram skilgreindum markmiðum sé náð. Með breytingunni vill stjórnin skapa betra jafnvægi milli skammtíma- og langtímahvata, auk þess að færast nær alþjóðlegum viðmum.

Innherji
Fréttamynd

Vinna á­fram með ramma fyrri kjara­samninga

Fulltrúi Samtaka atvinnulífsins segir samtökin telja að nú sé meiri forsendur til að ræða um gerð kjarasamnings á grundvelli þeirra sem meginþorri launafólks hefur þegar samþykkt eftir að samkomulag náðist við Eflingu um frestun verkfalla í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Verkfallsaðgerðum frestað

Verkfallsaðgerðum Eflingar hjá starfsmönnum Íslandshótela, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingu hefur verið frestað á meðan samningaviðræður Eflingar og SA halda áfram. Fulltrúar beggja aðila hafa fundað í húsnæði ríkissáttasemjara í kvöld og tókst að finna flöt til að halda viðræðunum gangandi.

Innlent
Fréttamynd

Segir leið­sögu­mönnum að láta dæluna ganga

Dagsferðir frá höfuðborginni verða fyrstar til að falla vegna verkfallsaðgerða segir rekstrarstjóri ferðaþjónustufyrirtækis. Allir leiðsögumenn hafa verið beðnir um að fylla á tankinn eins oft og þeir mögulega geta. 

Innlent
Fréttamynd

Sól­veig segist komin til að halda við­ræðum á­fram

Ríkissáttasemjari segir að það muni liggja fyrir seinna í kvöld hvort alvöru viðræður muni hefjast milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins eða hvort viðræðum verður slitið. Formaður Samtaka atvinnulífsins segist þurfa „andrými“ til að halda viðræðunum áfram. Við fylgjumst með gangi mála í vakt hér neðst í fréttinni.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast þess að verkföllum verði frestað, eða hvað?

Svo virðist sem Samtök atvinnulífsins ætli að gera það sem forsendu fyrir frekari kjaraviðræðum við Eflingu að verkfallsaðgerðum verði frestað. Formaður Eflingar segir frestun ekki á borðinu nema þá SA komi með eitthvað bitastætt fyrir Eflingarfólk á borðið.

Innlent
Fréttamynd

Annar fundur boðaður í fyrramálið

Fundi Eflingar og Samtaka atvinnulífsins með Ástráði Haraldssyni, settum ríkissáttasemjara var slitið á ellefta tímanum í kvöld. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan tíu í fyrramálið.

Innlent
Fréttamynd

„Þessi samningur er bara kominn á“

„Ég held að það liggi þannig fyrir að þessi kjarasamningur er í gildi og það er óheimilt að halda uppi verkföllum á þessu sviði vegna þess að það er í gildi kjarasamningur,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari. Hann telur forrstu Eflingar hafa hindrað félagsmenn í Eflingu í því að fella samninginn eins og þeir hefðu getað gert eftir reglum laganna. 

Innlent
Fréttamynd

„Sæmi­legar fréttir“ að við­ræður eigi sér stað

Fundi í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins verður haldið áfram klukkan 20:00 í kvöld. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að það að deiluaðilar séu saman í húsakynnum sáttasemjara hljóti að teljast sæmilegar fréttir.

Innlent
Fréttamynd

Svo menn geti lifað mánuðinn af án stöðugs kvíða

Daníel Snær bílstjóri hjá Samskipum var mættur á baráttufund Eflingar í Norðurljósasal Hörpu í dag. Hann segist fá 450 þúsund krónur útborgað sem dugi honum en veltir fyrir sér þeim sem þurfi að sjá fyrir fjölskyldu.

Innlent
Fréttamynd

„Það versta var að verða opin­ber starfs­maður“

Í síðustu viku kom út skýrsla unnin af Intellecon undir yfirskriftinni Er ekki bara best að vinna hjá ríkinu? Þar er fjallað um fjölgun opinberra starfsmanna og laun eftir mörkuðum. Helsti boðskapur skýrslunnar er að fjölgun opinberra starfsmanna hafi verið óhófleg síðustu ár og að laun þeirra séu marktækt hærri en hjá starfsmönnum á almennum markaði. Hvort tveggja er þvæla.

Skoðun