Indónesía

Fréttamynd

Nýja höfuð­borg Indónesíu heitir Nusantara

Ný höfuðborg Indónesíu verður nefnd Nusantara, sem þýðir eyjaklasi á indónesísku. Borgin er staðsett á eyjunni Borneó og áætlað er að borgin verði gerð formlega að höfuðborg landsins árið 2024. 

Erlent
Fréttamynd

Minnst 34 látnir og forsetinn heitir auknum aðgerðum

Joko Widodo, forseti Indónesíu, hét því í dag að gefið yrði í þegar kæmi að björgunaraðgerðum og viðgerðum á skemmdum heimilum eftir eldgosið í Semeru-fjalli á Java. Minnst 34 eru látnir, sautján er saknað og þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín.

Erlent
Fréttamynd

Fjórtán látnir í eldgosinu í Indónesíu

Fjórtán eru látnir og sjö er saknað eftir að fjallið Semeru á eyjunni Java í Indónesíu byrjaði að gjósa. Öskustrókurinn frá eldgosinu náði fleiri kílómetra upp í loftið.

Erlent
Fréttamynd

Íbúar flýja undan öskufalli úr Semeru

Íbúar á indónesísku eyjunni Java flýja nú heimili sín eftir að eldfjallið Semeru byrjaði að gjósa. Mikið öskufall hefur fylgt eldgosinu en þetta er annað eldgosið á eyjunni á aðeins nokkrum mánuðum. 

Erlent
Fréttamynd

Eyjafrýnan nú talin í útrýmingarhættu

Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin (IUCN) telja nú að eyjafrýnan, sem einnig er nefnd kómódódrekinn, sé í útrýmingarhættu. Spáð er að búsvæði þessarar stærstu eðlutegundar á jörðinni minnki um að minnsta kosti 30% á næstu 45 árum.

Erlent
Fréttamynd

Án matar frá ferðamönnum fara apar ránshendi um heimili

Apar á Balí í Indónesíu herja nú á þorpsbúa og fara ránshendi um heimili í leit að mat. Faraldur Nýju kórónuveirunnar hefur valdið því að engir ferðamenn er á svæðinu sem gefa öpum reglulega mat eins og banana og hnetur og því hafa aparnir þurft að leita á önnur mið.

Erlent
Fréttamynd

Kafbáturinn fundinn, brotinn í að minnsta kosti þrjá búta

Kafbátur indónesíska sjóhersins sem hvarf á miðvikudag með 53 manna áhöfn innanborðs er fundinn, brotinn í sundur í að minnsta kosti þrjá hluta. Indónesíski herinn greindi frá þessu á blaðamannafundi fyrr í dag en í gær hafði þegar fundist nokkuð brak úr kafbátnum auk persónulegra muna frá áhöfninni.

Erlent
Fréttamynd

Her­foringinn í fyrstu opin­beru em­bættis­ferðinni eftir valda­rán

Ming Aung Hlaing, yfirherforingi mjanmarska hersins, flaug til Jakarta á Indónesíu í dag til að sækja neyðarleiðtogafund Sambands Suðaustur-Asíuríkja, Asean, í Jakarta á Indónesíu í dag. Þetta er fyrsta opinbera embættisferð Hlaings eftir að herinn framdi valdarán í Mjanmar þann 1. febrúar síðastliðinn.

Erlent
Fréttamynd

Veik von um að kafbáturinn finnist í tæka tíð

Dvínandi líkur eru taldar á því að kafbátur indónesíska sjóhersins, sem hvarf úti fyrir ströndum Balí, finnist í tæka tíð svo unnt sé að bjarga áhöfninni áður en súrefni verður á þrotum. 53 eru í áhöfninni en áætlað er að súrefni verði á þrotum nú að morgni laugardags að staðartíma.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkjaher leggur leitinni að kafbátnum lið

Flugvélar Bandaríkjahers er nú á leiðinni til að aðstoða við leit að indónesískum kafbáti sem hvarf með 53 manna áhöfn við æfingar norður af Balí á miðvikudag. Aðeins nokkrar klukkustundir eru taldar til stefnu áður en súrefnið í kafbátnum er á þrotum.

Erlent
Fréttamynd

Leita horfins kafbáts við Balí

Indónesíski sjóherinn leitar nú að kafbáti með á sjötta tug manna um borð sem hvarf við æfingar norður af eyjunni Balí. Óskað hefur verið eftir aðstoð yfirvalda í Ástralíu og Singapúr við leitina.

Erlent
Fréttamynd

Fjölskylda fórnarlamba flugslyssins höfðar mál gegn Boeing

Indónesísk fjölskylda farþega sem létust í flugslysinu þegar vél flugfélagsins Sriwijaya Air hrapaði í Jövuhafi, úti fyrir ströndum Indónesíu, fyrr í þessum mánuði hefur höfðað mál gegn flugvélaframleiðandanum Boeing. Fjölskyldan segir flugvélina, sem var af gerðinni Boeing 373-500, hafa verið „gallaða og óeðlilega hættulega.“

Erlent
Fréttamynd

Kafarar fundu flug­rita vélarinnar

Kafarar á vegum indónesíska hersins hafa fundið flugrita flugvélar Sriwijaya Air sem hrapaði í Jövuhafi um helgina með 62 um borð. AP greinir frá þessu, en vélin hrapaði skömmu eftir flugtak í höfuðborginni Jakarta á laugardag.

Erlent
Fréttamynd

Flug­ritinn enn ekki fundinn

Enn hefur ekki tekist að finna flugrita farþegaþotunnar sem fórst undan ströndum Indónesíu á laugardag með 62 innanborðs.

Erlent
Fréttamynd

Sækja svarta kassann úr flug­vélinni sem hrapaði

Búið er að staðsetja svarta kassann úr flugvélinni sem hrapaði stuttu eftir flugtak á Jakarta í Indónesíu í gær. Björgunarskip hafa haldið út aðgerðum frá því í gær og kafarar sjóhersins ættu fljótlega að geta sótt kassann, sem er í hafinu.

Erlent
Fréttamynd

Hafa fundið út hvar flug­vélin hrapaði

Yfirvöld í Indonesíu segjast hafa fundið hvar vél Sriwijaya Air hrapaði. Vélin, flug SJ182, var á leið frá höfuðborginni Jakarta til borgarinnar Pontianak í gær þegar hún hvarf af ratsjám um það bil fjórum mínútum eftir flugtak.

Erlent
Fréttamynd

Aftur gýs Sinabung

Fjallið Sinabung á Súmötru hefur gosið tvívegis á síðastliðnum þremur dögum, nú síðast í morgun.

Erlent