Skóla- og menntamál

Fréttamynd

Spurningin sem ég klúðraði

Öll þau sem keppt hafa í Gettu Betur eiga sér eina spurningu sem liggur á þeim eins og hlass af múrsteinum. Eina spurningin sem þau klúðruðu.

Skoðun
Fréttamynd

Brauð­fætur tungu­mála­náms

Francis Bacon sagði: "Mennt er máttur“. Annað frægt skáld orti: "Sterkasta sverðið er kennsla og þekking“. Heldur minna ljóðrænna væri ef einhver segði að með aukinni þekkingu fást betri atvinnutækifæri eða að með hverri blaðsíðu sem þú lest í bók, hækka mánaðarlaun þín í framtíðinni.

Skoðun
Fréttamynd

Foreldrar uggandi vegna áframhaldandi verkfalls

Foreldrar eru uggandi yfir stöðunni í kjaradeilu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í gær. Ekki sér fyrir endann á ótímabundnu verkfalli Eflingar.

Innlent
Fréttamynd

Rektor verði falið að endurskoða skrásetningargjald

Til skoðunar er að hækka árlegt skrásetningargjald Háskóla Íslands sem nú er 75.000 kr. Á fundi Háskólaráðs kom fram að skrásetningargjaldið hefði ekki fylgt verðlagi. Væri það tengt verðlagi myndi gjaldið vera í kringum 104.000 kr. árið 2020. Gjöldin hafa ekki verið hækkuð síðan árið 2014.

Innlent
Fréttamynd

„Mjólk er fyrir kálfa en ekki börn“

Þórunn Pétursdóttir, bæjarfulltrúi í Hveragerði, getur ekki samþykkt nýja næringastefnu bæjarfélagsins því þar er börnum í Hveragerði ráðlagt að drekka tvö glös af mjólk á dag til að tryggja kalkinntöku. Hún segir að mjólk sé fyrir kálfa.

Innlent
Fréttamynd

Foreldrar með börnin sín í vinnunni út af verkfalli

Foreldrar leikskólabarna um alla Reykjavík hafa misst úr vinnu, tekið börnin með sér í vinnunna eða leitað til foreldra eða annarra vandamanna til að bregðast við verkfalli Eflingar. Móðir leikskólabarns segir vikuna hafa verið mikið púsluspil til að láta allt ganga upp.

Innlent
Fréttamynd

Samþykktu tillögu um heimavist á höfuðborgarsvæðinu

Með tillögunni er lagt til að borgarstjórn beiti sér fyrir stofnun heimavistar fyrir framhaldsskólanema á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við menntamálaráðuneytið og þannig lagður grunnur að auknu jafnrétti til náms óháð búsetu.

Innlent
Fréttamynd

Sá fræjum með nýrri námsbraut í sviðslistum

Undirbúningur fyrir nýja námsbraut í Menntaskólanum á Akureyri, kjörnámsbraut með áherslu á sviðslistir er hafinn. Vonir standa til að strax á næsta ári gefist nemendum kostur á sviðslistanáminu. Námsbrautin er sérstakt samstarfsverkefni M.A. og Leikfélags Akureyrar. Marta Nordal, leikhússtjóri, segir að í samfélagi örra tæknibreytinga, öðlist skapandi greinar mikilvægari sess en áður.

Innlent
Fréttamynd

Að vera eða vera ekki læs

Fjörug umræða um lestur og lesfimipróf hefur undanfarið átt sér stað í fjölmiðlum. Almennt er slík umræða af hinu góða og æskilegt að ólík sjónarmið komi fram um það mikilvæga málefni sem menntun og lestur er.

Skoðun