Sá fræjum með nýrri námsbraut í sviðslistum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. febrúar 2020 13:35 Frá vinstri: Vala Fannell verkefnastjóri, Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdarstjóri Menningarfélag Akureyrar, Jón Már Héðinsson skólameistari MA, Marta Nordal leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar og Alma Oddgeirsdóttir áfangastjóri MA. MAK/Auðunn Níelsson Nemendum Menntaskólans á Akureyri mun eftir ár standa til boða nám í sviðslistum. Leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar segir samfélagið vaknað til vitundar um mikilvægi skapandi greina. Undirbúningur fyrir nýja námsbraut í Menntaskólanum á Akureyri, kjörnámsbraut með áherslu á sviðslistir, er hafinn. Vonir standa til að strax á næsta ári gefist nemendum kostur á sviðslistanáminu. Námsbrautin er sérstakt samstarfsverkefni M.A. og Leikfélags Akureyrar. Marta Nordal, leikhússtjóri, segir að í samfélagi örra tæknibreytinga, öðlist skapandi greinar jafnvel mikilvægari sess en áður. „Mér fannst þetta strax mjög spennandi af því við viljum teygja okkur út í samfélagið og hafa áhrif á yngra fólk, glæða áhuga þeirra á leikhúsi og auka fagmennsku og fagþekkingu. Við höfum verið í góðu samstarfi við M.A. hingað til þannig að við sáum mikið tækifæri. Þetta yrði þá í fyrsta skiptið sem leikhús kemur beint að svona braut. Það er búið að setja á laggirnar tvær svona brautir í Reykjavík; í Garðabæ og Borgarholtsskóla. Það er þessi þróun sem er búin að eiga sér stað núna á undanförnum árum að fólk er að átta sig á því hvað skapandi hugsun hefur mikil áhrif og skiptir miklu máli.“ Áhersla verður meðal annars lögð á leiklist, dans, tónlist, tækni og hönnun. Vala Fannell, er verkefnastjóri brautarinnar en hún verður líka áfram starfsmaður L.A. „Hún var okkar fyrsti kostur en hún hefur verið að vinna mikið í slíku, í listkennslu og að kenna í leiklistaskóla Leikfélags Akureyrar og er leikstjóri og hefur mikinn áhuga á þessu þannig að hún var fengin í verkið og hún hefur verið að móta deildina með þeim í MA. Það sem við sáum í þessu var líka að geta nýtt sér þekkingu leikhússins. Það sem er svo skemmtilegt er að geta tengt hið praktíska við námið.“ Gæti þetta ekki haft gagnverkandi áhrif? Gætu ekki sprottið upp úr þessu námi sviðslistafólk framtíðarinnar? „Jú, alveg klárlega. Þarna erum við að sá fræjum; að glæða áhugann. Og fólk sem hugsanlega fer að leggja þetta fyrir sig mun átta sig á því að svo margt er felst í leikhúsinu. Þú getur farið í svo margar áttir innan leikhússins, ég er viss um að margt fólk sem hugsanlega hefði kannski farið úr bænum til að fara í menntaskóla annars staðar eða hefur þröngar hugmyndir um hvað leikhús er, þá opnast gáttir. Hugsanlega gæti þetta fólk átt heima í leikhúsinu,“ segir Marta. Hún kveðst sannfærð um að samstarfið við M.A. muni hafa gagnverkandi áhrif og að ávinningur þess sé mikill fyrir báðar stofnanir. Bæði áhorfendur og listamenn framtíðarinnar muni spretta úr náminu. Akureyri Menning Skóla - og menntamál Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Nemendum Menntaskólans á Akureyri mun eftir ár standa til boða nám í sviðslistum. Leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar segir samfélagið vaknað til vitundar um mikilvægi skapandi greina. Undirbúningur fyrir nýja námsbraut í Menntaskólanum á Akureyri, kjörnámsbraut með áherslu á sviðslistir, er hafinn. Vonir standa til að strax á næsta ári gefist nemendum kostur á sviðslistanáminu. Námsbrautin er sérstakt samstarfsverkefni M.A. og Leikfélags Akureyrar. Marta Nordal, leikhússtjóri, segir að í samfélagi örra tæknibreytinga, öðlist skapandi greinar jafnvel mikilvægari sess en áður. „Mér fannst þetta strax mjög spennandi af því við viljum teygja okkur út í samfélagið og hafa áhrif á yngra fólk, glæða áhuga þeirra á leikhúsi og auka fagmennsku og fagþekkingu. Við höfum verið í góðu samstarfi við M.A. hingað til þannig að við sáum mikið tækifæri. Þetta yrði þá í fyrsta skiptið sem leikhús kemur beint að svona braut. Það er búið að setja á laggirnar tvær svona brautir í Reykjavík; í Garðabæ og Borgarholtsskóla. Það er þessi þróun sem er búin að eiga sér stað núna á undanförnum árum að fólk er að átta sig á því hvað skapandi hugsun hefur mikil áhrif og skiptir miklu máli.“ Áhersla verður meðal annars lögð á leiklist, dans, tónlist, tækni og hönnun. Vala Fannell, er verkefnastjóri brautarinnar en hún verður líka áfram starfsmaður L.A. „Hún var okkar fyrsti kostur en hún hefur verið að vinna mikið í slíku, í listkennslu og að kenna í leiklistaskóla Leikfélags Akureyrar og er leikstjóri og hefur mikinn áhuga á þessu þannig að hún var fengin í verkið og hún hefur verið að móta deildina með þeim í MA. Það sem við sáum í þessu var líka að geta nýtt sér þekkingu leikhússins. Það sem er svo skemmtilegt er að geta tengt hið praktíska við námið.“ Gæti þetta ekki haft gagnverkandi áhrif? Gætu ekki sprottið upp úr þessu námi sviðslistafólk framtíðarinnar? „Jú, alveg klárlega. Þarna erum við að sá fræjum; að glæða áhugann. Og fólk sem hugsanlega fer að leggja þetta fyrir sig mun átta sig á því að svo margt er felst í leikhúsinu. Þú getur farið í svo margar áttir innan leikhússins, ég er viss um að margt fólk sem hugsanlega hefði kannski farið úr bænum til að fara í menntaskóla annars staðar eða hefur þröngar hugmyndir um hvað leikhús er, þá opnast gáttir. Hugsanlega gæti þetta fólk átt heima í leikhúsinu,“ segir Marta. Hún kveðst sannfærð um að samstarfið við M.A. muni hafa gagnverkandi áhrif og að ávinningur þess sé mikill fyrir báðar stofnanir. Bæði áhorfendur og listamenn framtíðarinnar muni spretta úr náminu.
Akureyri Menning Skóla - og menntamál Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira