Skóla- og menntamál

Fréttamynd

Bar­átta í ára­tugi fyrir auknu starfsnámi

Árin mín í stéttarfélagsstörfum voru um margt merkileg en þar voru til staðar angar af stuttu starfsnámi sem í minni tíð var síðan eflt og sífellt bætt ofan á. Þegar síðan 5 stéttarfélög sameinuðust 1998 -1999 þá kom í minn hlut að leiða starfsmenntun innan hins nýja stéttarfélags, Eflingar. Búnar voru til ótal nýjar stuttar starfsmenntabrautir sem unnið var að í samvinnu við vinnuveitendur og svo sveitafélögin. Síðar komu svo starfsgreinaráðin sem ætlað var að þróa eftir þörfum námsleiðir á framhaldsskólastigi. Þar hófst nýr kafli og merkilegur því sótt var til Norðurlanda um reynslu og gekk það vel.

Skoðun
Fréttamynd

FB stækkar og Fram­sókn aftur á gröfunni

Mikil ánægja ríkir í Breiðholti með þá ákvörðun ríkis og borgar að stækka Fjölbrautarskólann í Breiðholti.  Fulltrúar Framsóknarflokksins tóku fyrstu skóflustunguna að byggingunni sem ráðgert er að rísi 2026. 

Innlent
Fréttamynd

Minnst þrír for­eldrar verk­falls­barna hafi misst vinnuna

Móðir barns í leikskóla þar sem verkfall hefur staðið yfir í fjórar vikur, segir minnst þrjá foreldra hafa misst vinnuna vegna verkfallsins. Margir hafi klárað allt sumarorlof næsta árs, og flestir sjái fram á töluvert lægri útborgun mánaðarmótin fyrir jól.

Innlent
Fréttamynd

Ofbeldisvarnir og al­hliða kynfræðsla alla skóla­gönguna!

Ofbeldisfaraldur gegn konum geisar á Íslandi og víðar í heiminum eins og fjallað hefur verið um. Bretar og Þjóðverjar hafa lýst yfir neyðarástandi og rannsóknir sýna að við stefnum hraðbyri á sama stað ef við erum þar ekki nú þegar því staðreyndir tala sínu máli.

Skoðun
Fréttamynd

Gleymdu leikskólabörnin

Þrjú hafa misst vinnuna, einhver þurft að segja upp í vinnu, nokkur þurft á læknisaðstoð að halda, mörg hafa klárað allt sumarorlof næsta árs og flestir sjá fram á töluvert lægri útborgun mánaðarmótin fyrir jól. Örvæntingafullar mæður hringja í stjórnmálafólk um miðjar nætur og grátbiðja um hjálp. Barnavernd komin inn í málin á nokkrum heimilum.

Skoðun
Fréttamynd

Kennarinn sem hvarf

Menntakerfið er undirstaða samfélagsins en undanfarið hafa viðvörunarbjöllur hringt vegna stöðu þess á Íslandi. Skortur á kennurum, lág launakjör og vaxandi álag hafa grafið undan stoðum menntakerfisins hérlendis og ógna framtíð menntunar.

Skoðun
Fréttamynd

Ráð­gjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan á­sókn í þjónustu eykst

Ráðgjafar-og greiningarstöð vantar allt tvö hundruð og fimmtíu milljónir í fjárveitingar til að geta staðið undir lögbundinni þjónustu að sögn forstjóra. Tilvísanir hafi aukist um 60 prósent síðustu ár á meðan hafi fjárveitingar verið skornar niður á fjárlögum. Verði ekki breyting þurfi stofnunin að skera niður þjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Árangur og á­skoranir í iðn­menntun

Á síðustu árum hefur orðið algjör breyting í kynningu og aðsókn að iðnnámi á Íslandi. Með iðnnámi opnast fjölmargar dyr hvort heldur sem er inn í atvinnulífið eða í áframhaldandi nám og þau tækifæri sem það gefur eru eftirsótt.

Skoðun
Fréttamynd

Skilum skömminni

Jæja. Búið að tilkynna að leikskóli sonar míns fari í ótímabundið verkfall 10. desember.

Skoðun
Fréttamynd

Reynir Sam­band sveitar­fé­laga að spilla gerð kennarasamninga?

Undarleg og óvænt atburðarás hófst á föstudaginn. Samtök kennara lýstu því yfir að þau væru til í að aflýsa verkföllum í þeim leikskólum sem lokaðir hafa verið síðustu vikur. Ljóst var að þetta boð átti sér stað þrátt fyrir að illa gangi við samningaborðið enda var á sama tíma tilkynnt að brátt hæfust verkföll í tíu leikskólum til viðbótar.

Skoðun
Fréttamynd

Fjölmiðlabann í kjara­deilu kennara

Fjölmiðlabanni hefur verið komið á í kjaradeilu Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þetta staðfestir Ástráður Haraldssson ríkissáttasemjari í samtali við Vísi en hann lagði bannið til. Deiluaðilar hafa setið á samningafundi í Karphúsinu frá því í hádeginu. 

Innlent
Fréttamynd

KÍ segir um­mæli Ingu Rúnar „rann­sóknar­efni“

Forsvarsmenn Kennarasambands Íslands segja að það sé „rannsóknarefni“ að formaður samninganefndar sveitarfélaga hafi hugmyndaflug til að tjá sig eins og hún hafi gert í dag. Er vísað til ummæla Ingu Rúnar Ólafsdóttur um að það að KÍ hafi tilkynnt að félagið væri reiðubúið að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum gerði lítið úr verkfallsrétti félagsmanna.

Innlent
Fréttamynd

Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni?

Farsældarlögin eru stórt framfaraskref þegar kemur að því að tryggja velferð barna á Íslandi. Lögin byggja á þeirri grundvallarforsendu að allir sem vinna með og fyrir börn – hvort sem það eru skólar, heimili, frístundastarf, heilbrigðisþjónusta eða félagsþjónusta – vinni saman að farsæld þeirra. Markmiðið er að koma auga á og bregðast við aðstæðum barna áður en vandamál verða of flókin.

Skoðun
Fréttamynd

Meiri­hluti styður verk­falls­að­gerðir kennara

Tæplega 58 prósent svarenda í þjóðarpúlsi Gallup segjast styðja verkfallsaðgerðir Kennarasambands Íslands en tæpur þriðjungur styður þær ekki. Yngra fólk er líklegra til þess að styðja aðgerðirnar en eldra.

Innlent
Fréttamynd

Sig­mundur hafi viljað í kennslu­stund með nem­endum

Sögur frá undarlegri heimsókn Miðflokksmanna í Verkmenntaskólann á Akureyri halda áfram að berast en skólameistari VMA segir formann flokksins hafa spurt nemendur hvort hann mætti koma með þeim inn í kennslustund. Þá hafi myndbirting hans í gærkvöldi komið flatt upp á pilta sem stilltu sér upp fyrir sjálfu með honum fyrr um daginn. 

Innlent
Fréttamynd

„Fólki er frekar mis­boðið“

Stjórnendur Verkmenntaskólans á Akureyri segjast hafa ákveðið að vísa frambjóðendum Miðflokksins út úr skólanum í gær vegna ósæmilegrar framgöngu. Þeir hafi gert lítið úr nemendum og frambjóðendum annarra flokka. Oddviti Framsóknarflokks í Norðausturkjördæmi er ósátt við myndskreytingu formannsins á framboðsgögnum flokksins. 

Innlent
Fréttamynd

Er aukin einka­væðing lausnin?

Það ætti að vera augljóst öllum að hægri vængur íslenskra stjórnmála er hlynntur einkavæðingu í velferðarþjónustunni, í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og einnig í samgöngum.

Skoðun