Lyf

Fréttamynd

Ánetjaðist ópíóíðum til að losna við krónískan sársaukann

Kona sem var greind með endómetríósu um tvítugt hafði enga aðra leið til að lina sársaukann en að nota morfínlyf í fjölda ára. Hún notaði stóra skammta af Parkódín Forte, Tramól, Oxycontin og Ketógan, en þurfti á endanum að fara í meðferð til að hætta. Krónískir verkjasjúklingar þurfa oft að nota sterka ópíóíða árum saman í bið eftir aðgerð eða greiningu.

Innlent
Fréttamynd

Þingmenn krefjast viðbragða stjórnvalda vegna ofneyslu ópíóíða

Þingmenn tveggja stjórnarandstöðuflokka ræddu á Alþingi hinn nýja ópíóíðafaraldur undir dagskrárliðnum störfum þingsins. Þingmaður Pírata segir notkun ávanabindandi lyfja á Íslandi svo mikla, eins og fram hefur komið í fréttum, að stjórnvöld verði að grípa til aðgerða strax. Þingmaður Flokks fólksins segir biðlista eftir aðgerðum einn aðal sökudólginn. 

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar nota mest af hættulegum lyfjum

Íslendingar nota langmest af tauga- og geðlyfjum af öllum Norðurlandaþjóðunum. Fíknigeðlæknir segir það séríslenskt, og mjög banvænt, að blanda saman mörgum ávanabindandi lyfjum en halda sig ekki við eitt kjörefni. Þetta gerir afeitrun og meðferð sömuleiðis flóknari og fólk fellur frekar vegna þess að freistingarnar eru út um allt.

Innlent
Fréttamynd

Á þriðja tug bótakrafna komnar fram vegna alvarlegra aukaverkana

Sjúkratryggingum hefur þegar borist 23 bótakröfur vegna gruns um alvarlega aukaverkun í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19. Lyfjastofnun hefur borist 35 tilkynningar um dauðsföll í kjölfar hennar. Forstjórinn segir að í einhverjum tilvikum sé hægt að tengja alvarlegar aukaverkanir við bóluefni.

Innlent
Fréttamynd

Heimila örvunarskammt fyrir tólf til fimmtán ára

Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna hefur heimilað notkun á bóluefni Pfizer sem örvunarskammt fyrir börn á aldrinum tólf til fimmtán ára, og lækkað tímann sem þarf að líða frá annari bólusetningu til þeirra þeirra þriðju úr sex mánuðum í fimm.

Erlent
Fréttamynd

Pfizer fær grænt ljós á lyf gegn Co­vid

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa nú veitt leyfi fyrir notkun lyfsins Paxlovid við kórónuveirunni. Lyfið er framleitt af fyrirtækinu Pfizer, sem áberandi hefur verið í framleiðslu á bóluefnum gegn Covid-19.

Erlent
Fréttamynd

Umdeildu Alzheimer-lyfi hafnað í Evrópu

Evrópska lyfjastofnunin hefur hafnað því að veita bandaríska lyfjafyrirtækinu Biogen markaðsleyfi fyrir nýju en umdeildu Alzheimer-lyfi sem kom á markaðinn í Bandaríkjunum í sumar.

Erlent
Fréttamynd

Stefni í ópíóðafaraldur með þessu áframhaldi

Notkun á ópíóðum hér á landi stefnir hraðbyri í að verða að faraldri líkt og í löndunum í kringum okkur, að sögn yfirlæknis á Vogi. Hátt í 250 manns hafa farið í meðferð við ópíóðafíkn á þessu ári. .

Innlent
Fréttamynd

Höfnuðu tilboði frá Festi og slitu söluferlinu á Lyfju

Eigendur Lyfju, stærstu apótekskeðju landsins, hættu við áform sín um að selja allt hlutafé í félaginu í síðasta mánuði eftir að þau tilboð sem bárust í söluferli sem hafði verið sett af stað reyndust talsvert undir þeim væntingum sem hluthafar höfðu gert sér um virði fyrirtækisins. Stærsti eigandi Lyfju, með 70 prósenta hlut, er framtakssjóðurinn SÍA III sem er í rekstri sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis.

Innherji
Fréttamynd

Alvotech að klára um 50 milljarða fjármögnun fyrir tvíhliða skráningu

Íslenska líftæknifyrirtækið Alvotech er á lokametrunum með að tryggja sér samtals um 400 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 52 milljarða íslenskra króna, í nýtt hlutafé í tengslum við áformaða tvískráningu félagsins á markað í Bandaríkjunum og á Íslandi í byrjun næsta árs. Áætlað er að íslenskir fjárfestar muni þar af leggja félaginu til um 6 til 7 milljarða króna.

Innherji