Lyf

Fréttamynd

Rannsaka meint brot tveggja lyfjafræðinga

Landlæknir, Lyfjastofnun og lögreglustjórinn á Suðurnesjum rannsaka öll meint brot tveggja lyfjafræðinga. Eru þeir grunaðir um umfangsmikið lyfjamisferli sem varðar sölu lyfseðilsskyldra lyfja.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt Alzheimerlyf sem virkar á þarmana

Kína hefur samþykkt nýtt lyf við Alzheimersjúkdómnum. Samþykkið er þó háð vissum skilyrðum en þetta er í fyrsta sinn í næstum tvo áratugi sem slíkt samþykki hefur verið veitt. Ýmsir sérfræðingar efast um virkni lyfsins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kaupir hlutafé í Alvotech

Fjárfestingafélagið Yas Holding hefur gert samkomulag við Alvotech um kaup á nýju hlutafé og samstarfssamning um þróun, framleiðslu og sölu líftæknilyfja.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hefja samstarf við lyfjarisann Pfizer

Íslenska tæknifyrirtækið SidekickHealth er komið í samstarf við þriðja stærsta lyfjafyrirtæki heims. Þróa stafræna heilbrigðismeðferð við reykingum. Mikill ávinningur af slíku samstarfi fyrir lyfjafyrirtæki sem og sjúklingana.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lyf innkölluð vegna krabbameinshættu

Lyfjastofnun hefur innkallað lyf við brjóstsviða- og magasárum af ótta við að þau innihaldi krabbameinsvaldandi efni. Talið er að um þúsund Íslendingar hafi neytt hinna innkölluðu lyfja að sögn forstjóra Lyfjastofnunar, sem segir þá þó ekki þurfa að hafa miklar áhyggjur.

Innlent
Fréttamynd

Segir landsmenn þurfa að venjast lyfjaskorti

Forstjóri Lyfjastofnunar segir að landsmenn þurfi að venjast því að hér sé viðvarandi lyfjaskortur. Lyfjayfirvöld í Evrópu og Bandaríkjunum séu að fást við sama vanda. Nú skorti um hundrað lyf hér á landi og ástandið geti orðið alvarlegt. Skorturinn sé hins vegar helmingi meiri í Noregi.

Innlent
Fréttamynd

Að viðurkenna vandann er fyrsta skrefið

Andrea Ýr Arnarsdóttir, systir Einars Darra heitins, stundar meistaranám í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri með áherslu á geðheilbrigði og rannsóknir á misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja.

Lífið
Fréttamynd

Segir það „slæmt þegar líf­sn­auð­syn­legt lyf fæst ekki“

Of algengt er að þeir sem þurfa á nauðsynlegum lyfjum að halda lendi í töfum og auknum fjárútlátum vegna þess að þau eru ekki til og sækja þarf um undanþágulyf. Lyfjafræðingar segja mikilvægt að einfalda allt regluverk í kringum undanþágulyfin. Geir Ólafsson söngvari sem þarf lífsnauðsynlega á lyfi að halda segir afar slæmt að lenda í að það sé ófáanlegt.

Innlent
Fréttamynd

Óvenjumikill og viðvarandi lyfjaskortur í landinu

Óvenjumikill og viðvarandi lyfjaskortur hefur verið í landinu að undanförnu að sögn formanns Læknafélags Íslands. Skortur á vissum tegundum sýklalyfja hafi orðið til þess að notuð séu breiðvirkari sýklalyf sem geti valdið lyfjaónæmi. Hann segir að lyfjaskorturinn geti haft áhrif á heilsu fólks.

Innlent