Lyf

Fréttamynd

Er apó­­tekið opið? – af skyldum lyf­sala

Lyfsalar og apótek eru mikilvægur hlekkur í samfellu heilbrigðisþjónustunnar og bera ábyrgð á að aðgengi fólks sé tryggt að þeirri lyfjameðferð sem þörf er á, þegar hennar er þörf. Það kemur því mörgum spánskt fyrir sjónir, hversu takmarkaður opnunartími apóteka er, sérstaklega á landsbyggðinni og þar með hversu skert aðgengi margra Íslendinga er að nauðsynlegum lyfjum.

Skoðun
Fréttamynd

Tólf sinnum skrifað upp á ormalyf gegn Covid-19

Læknar hafa tólf sinnum skrifað upp á lyf sem er ætlað gegn þráðormum í mönnum gegn Covid-19 frá því að heimsfaraldur kórónuveirunnar hófst árið 2020. Ávísanirnar kunna að hafa verið fleiri þar sem upplýsingar skortir um ástæður þess að vísað var á lyfið og innflutning einstaklinga.

Innlent
Fréttamynd

„Ég þráði svo mikið að vera samþykkt“

„Ég þráði að vera partur af hópnum og vera með. Það kom út þannig að ég varð háværari og æstari. Ég reyndi að stækka mig því það var alltaf verið að reyna að minnka mig,“ segir söngkonan Elísabet Ormslev.

Lífið
Fréttamynd

Mikil­vægt að for­eldrar noti mela­tónín með skyn­sömum hætti

Em­bætti land­læknis segir mikil­vægt að for­eldrar barna og ung­menna sem glíma við svefn­vanda­mál noti mela­tónín með skyn­sömum hætti. Mela­tónín bæti­efni ætti að um­gangast eins og öll önnur lyf auk þess sem geyma þurfi það á öruggum stað. Notkunin hafi aukist hér­lendis.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt bólu­efni gegn meningó­kokkum vekur miklar vonir

Nýtt bóluefni gegn meningókokkum hefur vakið vonir um að hægt verði að koma í veg fyrir nær öll tilfelli heilahimnubólgu af völdum bakteríusýkinganna, sem eru taldar valda 250 þúsund dauðsföllum í heiminum á ári hverju.

Erlent
Fréttamynd

Fullyrðir að Vítalía hafi flett upp fólki í annarlegum tilgangi

Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, segir Vítalíu Lazarevu vera starfsmann Lyfju sem lyfjafyrirtækið kærði til lögreglu fyrir tilefnislausar uppflettingar. Þetta kemur fram í nýjasta þætti hlaðvarpsins Þjóðmála. Vítalía hefur hafnað ásökununum í samtali við Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Flug­á­höfnum bannað að nota ADHD-lyf

Icelandair tilkynnti áhöfnum sínum að notkun á ADHD-lyfjum sé alfarið bönnuð í dag. Þeir starfsmenn sem eru á slíkum lyfjum þurfa að fá flughæfi sitt metið hjá lækni. Tímafrekt getur verið að vera metinn hæfur aftur eftir notkun lyfjanna.

Innlent
Fréttamynd

Vilja heimila lausa­­sölu getnaðar­varna­r­pillu

Ráðgjafanefnd Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að kostir þess að heimila sölu getnaðarvarnarlyfs án lyfseðils vegi þyngra en áhættan af því að heimila smásölu lyfsins. Var nefndin samhljóða í áliti sínu.

Erlent
Fréttamynd

Tíma­bundinn einka­réttur lyfja – fram­kvæmda­stjórn ESB boðar breytingar

Rannsókn og þróun nýrra lyfja er gífurlega tímafrekt og kostnaðarsamt ferli. Hagnaður af fjárfestingum í nýsköpun á sviðinu skilar sér oft ekki fyrr en að áratugum liðnum, en þrátt fyrir það er áríðandi fyrir framför heilbrigðisvísinda að stuðla að því að fjárfestar sjái hag sinn í að halda áfram að styðja við nýsköpun við þróun lyfja.

Umræðan
Fréttamynd

Vara við því að ríkið sói hálfum milljarði í gagn­laust tölvu­kerfi

Nýtt frumvarp gerir ráð fyrir því að ríkið verji hálfum milljarði á næstu fimm árum í þróun á tölvukerfi sem heldur utan um upplýsingar um birgðastöðu lyfja í landinu. Veritas, stærsta samstæða landsins á sviði heilbrigðisþjónustu, segir hins vegar alls óljóst hvernig tölvukerfið þjónar yfirlýstu markmiði frumvarpsins um að sporna við lyfjaskorti.

Innherji
Fréttamynd

„Magnús var elskaður af öllum sem kynntust honum“

„Við vonum að það verði einhver vakning í þjóðfélaginu gagnvart því að fíkn er sjúkdómur. Fallegi og góði drengurinn okkar tapaði sinni baráttu við sinn sjúkdóm,“ segir Guðrún Katrín Sandholt í samtali við Vísi. Sonur Guðrúnar, Magnús Andri Sæmundsson, lést þann 12. febrúar síðastliðinn eftir hatramma baráttu við ópíóðafíkn.

Innlent
Fréttamynd

Að­gangur að lífs­nauð­syn­legum lyfjum við SMA strandar á fjár­magni!

Á föstudag var haft eftir Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra í fjölmiðlum að notkun lyfsins Spinraza til að meðhöndla einstaklinga með taugahrörnunarsjúkdóminn Spinal Muscular Atrophy (SMA) sem eru 18 ára og eldri við upphaf meðferðar verði ekki samþykkt nema að undangengnu faglegu mati sem tryggi bæði öryggi lyfsins og nytsemi þess.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég veit ekki hvernig ég verð eftir fimm ár“

„Ef ég hefði fæðst ellefu mánuðum fyrr hefði ég verið sautján ára þegar lyfið var samþykkt hér á landi árið 2018 og þá væri ég á lyfinu núna,“ segir Þorsteinn Sturla Gunnarsson, 23 ára leikstjóri og handritshöfundur og einn ellefu einstaklinga á Íslandi með vöðva- og taugahrörnunarsjúkdóminn Spinal Muscular Atrophy (SMA), sem fá ekki lyf við sjúkdómnum.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta þarf að vera faglegt mat“

Heilbrigðisráðherra segir að notkun lyfs við taugahrörnunarsjúkdómnum spinal muscular athrophy (SMA) verði ekki samþykkt nema að undangengnu faglegu mati. Nauðsynlegt sé að tryggja bæði öryggi notkunar lyfsins og að nytsemi hennar sé óyggjandi.

Innlent