Samfylkingin

Fréttamynd

Krist­rún og fé­lagar sækja at­kvæði fyrir Verka­manna­flokkinn

Búist er við stórsigri Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi í dag en Íhaldsflokkurinn stendur ákaflega illa; ekki einu sinni forsætisráðherrann er öruggur um þingsæti. Formaður Samfylkingarinnar, sem er stödd úti í Bretlandi til að fylgjast með kosningum, segir greinilegt að Bretar vilji breytingar.

Erlent
Fréttamynd

Kjós­endur hafi nýtt for­seta­kosningar til að senda pólitíkinni skila­boð

Stefán Einar Stefánsson þáttastjórnandi segir mikla þreytu meðal almennings á núverandi ríkisstjórn og niðurstöður kannanna endurspegli það. Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu er Sjálfstæðisflokkurinn aðeins með 14,7 prósenta fylgi og Samfylkingin með mest fylgi, 27,1 prósent. Miðflokkurinn er með 12,7 prósent í sömu könnun og Vinstri græn fimm prósent. 

Innlent
Fréttamynd

Væru með helmingi færri þing­menn

Flokkarnir sem mynda núverandi meirihluta í Reykjavík gætu myndað ríkisstjórn með ríflegum meirihluta samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. Stjórnmálafræðingur segir Sjálfstæðisflokkinn þurfa að gera upp við sig hvert hann sækir tapað fylgi. Formaðurinn tekur fylgistapinu alvarlega.

Innlent
Fréttamynd

Mið­flokkurinn nartar í hæla Sjálf­stæðis­flokksins

Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu Maskínu en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig tveimur. Marktækur munur er á fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins sextánda mánuðinn í röð. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er nú 30 prósent og hefur aldrei verið lægra.

Innlent
Fréttamynd

And­rúms­loftið í ríkis­stjórninni hafi lagast eftir að Katrín hætti

Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir Bjarna Benediktsson eiga mjög mikið undir við að halda ríkisstjórnarsamstarfinu gangandi fram yfir næsta vor. Það sé augljós djúpstæður ágreiningur innan þess en þau fái núna, við þinglok, nokkrar vikur til að jafna sig á því. Hann muni þó taka sig aftur upp þegar þing kemur aftur saman í ágúst.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er ekki það sem ég kalla að vinna frítt“

„Þetta er ótrúleg fullyrðing. Það er svo margt í þessari stuttu færslu sem maður gæti gert athugasemdir við. Ég gæti í allan dag nefnt dæmi um það hvernig borgin hefur orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni með því að hafa Dag í stóli borgarstjóra. Ég held að borgarbúar hefðu farið betur úr því að fá nýjan borgarstjóra og greiða biðlaun.“

Innlent
Fréttamynd

Jón hafi fengið leyfi til að hrauna yfir Bjarkeyju og VG

Oddný G. Harðardóttir þingkona Samfylkingarinnar furðar sig á stórum orðum Jóns Gunnarssonar í umræðum um vantraust á hendur matvælaráðherra, Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, í dag. Jón sat hjá í atkvæðagreiðslu um vantraust einn stjórnarliða.

Innlent
Fréttamynd

Sam­fylkingin ætli ekki að „bara vera með upp­hrópanir“

Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður Samfylkingarinnar segir flokkinn búa sig undir að taka við landsstjórninni. Í því felist að taka afstöðu til allra mála á þeim forsendum að „iðka það sem við segjum og ekki bara vera með upphrópanir og andstöðu verandi í minnihluta“.

Innlent
Fréttamynd

„Hvernig getur sama fólk snúist svona í skoðunum sínum?“

Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, segir flokkinn vera veikari án Þorbjargar Þorvaldsdóttur, bæjarfulltrúa í Garðabæ, sem tilkynnti fyrr í dag að hún væri hætt í Samfylkingunni. Það segir hún í færslu á Facebook þar sem hún beinir jafnframt spjótum sínum að Samfylkingunni.

Innlent
Fréttamynd

Odd­viti Garðarbæjarlistans hættir í Sam­fylkingunni

Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðarbæ, hefur sagt sig úr Samfylkingunni vegna áherslu flokksins í útlendingamálum. Kornið sem virðist hafa fyllt mælinn hjá Þorbjörgu var að þingflokkur Samfylkingarinnar hafi setið hjá þegar kosið var um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Sam­fylkingin – Með og á móti

Í ræðu Kristúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gærkvöldi, var henni tíðrætt um að Samfylkingin byði upp á „skýran valkost“ í næstu kosningum. Þrátt fyrir að einstaka þingmenn Samfylkingarinnar hafi séð ljósið í ákveðnum málaflokkum er engan veginn hægt að tala um stjórnmálaflokk sem hefur ólíka afstöðu í einu og sama málinu, kýs að vera bæði með og á móti, sem skýran valkost. Það er algjörlega ómögulegt að átta sig á stefnu flokksins og skoðun hans á þeim málum sem eru mest knýjandi í íslensku samfélagi, s.s. útlendingamálum, raforkumálum og stríðinu í Úkraínu, þar sem forystufólk flokksins virðst ekki geta verið sammála um þessi mikilvægu mál.

Skoðun
Fréttamynd

Ríkis­stjórnin hafi sett efna­hag venju­legs fólks á hvolf

Formaður Samfylkingarinnar heitir því að flokkurinn muni endurheimta og tryggja efnahagslegan stöðugleika á Íslandi, nái flokkurinn í ríkisstjórn. Í eldhúsdagsræðu sinni í kvöld sagði hún ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hafa sett efnahag venjulegs fólks á hvolf, en Samfylkingin hafi getuna til að rétta úr kútnum. 

Innlent
Fréttamynd

Enn bætir Mið­flokkurinn við sig

Samfylkingin heldur enn forystu sinni í könnunum, er með 27,3 prósent og munar tíu prósentustigum á Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokki sem kemur næstur með 17,5 prósenta fylgi. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu sem unnin var fyrir fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Kosningalag: Ör­þrifa­ráð eða snilldarútspil?

Frambjóðendur reyna hvað þeir geta til að vekja athygli á sér í aðdraganda kosninga, þegar baráttan fer að harðna. Ein leiðin er að gefa út lag. Tvö slík komu út í síðastliðinni viku en fleiri hafa komið út í gegnum tíðina, með mis góðum árangri. Sum eru ódauðleg en önnur hefðu kannski betur átt að haldast ósamin. 

Lífið
Fréttamynd

Hrunráðherrar og reynslu­boltar Sam­fylkingarinnar

Hrunreynsluboltarnir Þórunn Sveinbjarnardóttir og Oddný G. Harðardóttir, báðar með sótsvarta ferilskrá í stjórnmálum og ríkisrekstri, fálma nú hvor í aðra og geysast fram á ritvöllinn til að réttlæta það ófremdarástand sem ríkir í hælisleitendamálum og um leið þann 25 milljarða beina kostnað sem málaflokkurinn tekur til sín á ársgrundvelli.

Skoðun
Fréttamynd

Stefni í endur­tekningu á síðasta vori

Um áttatíu stjórnarmál bíða afgreiðslu nú þegar senn líður að þinglokum og meðal þeirra eru mörg stór og umdeild. Þingflokksformaður Samfylkingar segir margt benda til þess að ríkisstjórnin muni ekki geta komið sér saman um þau.

Innlent
Fréttamynd

Eru byssur meira full­orðins?

Almenn sátt hefur ríkt um að Íslendingar, sem herlaus þjóð, taki þátt í varnarsamstarfi með öðrum NATÓ-ríkjum á borgaralegum forsendum, þ.e.a.s. með mannúðaraðstoð og aðstoð við uppbyggingu nauðsynlegra innviða á stríðhrjáðum svæðum.

Skoðun
Fréttamynd

„Ríkisfjármálin eru í ruglinu“

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar setti sig ekki úr færi þegar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra var meðal þeirra ráðherra sem sátu fyrir svörum og spurði hann hvort hann væri ánægður með þessar tölur?

Innlent