Samfylkingin

Fréttamynd

Með Samfylkingu gegn sérhagsmunum

Ég hef verið fötluð alla mína ævi og barist fyrir réttindum mínum, réttindum annars fatlaðs fólks og mannréttindum í samfélaginu öllu. Ég er jafnaðarmaður því ég sé og finn á eigin skinni hvernig gæðunum er misskipt, hve mörg sóknartækifæri við höfum í íslensku samfélagi sem eru vannýtt.

Skoðun
Fréttamynd

Þetta er hægt

Alls staðar í kringum okkur er verið að kjósa vinstri stjórnir undir forystu sósíaldemókrata, flokkanna sem gert hafa Norðurlöndin að farsælustu ríkjum heims með sinni mildu og mannúðlegu stefnu sem hefur hagsmuni almennings alltaf að leiðarljósi.

Skoðun
Fréttamynd

Ísland, ESB og evran

Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu sumarið 2009 en þá var Samfylkingin í ríkisstjórn ásamt Vinstri grænum. Eftir alþingiskosningarnar 2013 sleit ný ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks viðræðunum með bréfi sem sent var til aðalstöðva ESB í Brussel.

Skoðun
Fréttamynd

Logi Einarsson búinn að greiða atkvæði

Landsmenn ganga flestir að kjörborði Alþingiskosninganna á laugardaginn en óvenju margir hafa þó nýtt möguleikann á að kjósa utan kjörfundar þetta árið. Þeirra á meðal er Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sem mætti í Kringluna í dag.

Innlent
Fréttamynd

Ó­bæri­legt ó­gagn­sæi eftir­launa eldri borgara

Eldri borgarar á eftirlaunum hjá Tryggingastofnun ríkisins skila inn tekjuáætlun til stofnunarinnar í árslok fyrir komandi ár. Þar tíunda þeir samviskulega væntanlegar tekjur sínar sem oftast eru tekjur úr lífeyrissjóði og örlitlar fjármagnstekjur af sparireikningum sínum.

Skoðun
Fréttamynd

Eitt samfélag eða tvö?

Málefni innflytjenda hafa ekki farið hátt í þessari kosningarbaráttu. Þó að úr röðum Miðflokksins heyrist sérkennilegar skoðanir um innflytjendamál, hvaða innflytjendur eru góðir og hvaða ekki -kunnuglegur hræðsluáróður um árekstra ólíka menningarheima - þá hefur þjóðernispopúlismi eða hreinn og beinn rasismi blessunarlega aldrei borið árangur í þingkosningum á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Kristrún hafi ákveðið að búa til eigið leikrit

Deildar meiningar eru um viðbrögð Kristrúnar Frostadóttur við umfjöllun Viðskiptablaðsins og Morgunblaðsins um hagnað hennar af kaupréttarauka í samningi hennar hjá Kviku banka. Leikrit segir einn, vitlaust spilað segir annar en gullið tækifæri til að tala til síns hóps segir sá þriðji. Málið var til umræðu í Pallborðinu á Vísi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Opnum faðminn

Fráfarandi ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur vakið furðu margra fyrir skort á mannúð í framkomu við umsækjendur um alþjóðlega vernd.

Skoðun
Fréttamynd

Svona hjúkrum við heil­brigðis­kerfinu

Það er ekki hægt að setja bara stanslaust meira fé í heilbrigðiskerfið segja ráðherrar. Það er alveg rétt enda ætlum við ekki bara að setja meira fé heldur gera ýmislegt annað til að hjúkra lösnu heilbrigðiskerfi.

Skoðun
Fréttamynd

Kratar komið heim!

Krati er lítið fallegt orð sem hefur verið í íslensku máli í fjölda ára. Það hefur verið notað um fólk sem var í Alþýðuflokknum. Þetta er styttinga á orðinu sósíaldemokrati sem upphaflega var þýtt sem jafnaðarmaður á íslensk

Skoðun
Fréttamynd

Sam­fylkingin í sókn

Jafnaðarmenn finna mikinn meðbyr víða um þessar mundir. Eftir norsku þingkosningarnar í síðustu viku munu jafnaðarmenn leiða ríkisstjórnir allra hinna Norðurlandanna. Það stefnir í stórsigur í Þýskalandi næsta sunnudag. Og Ísland getur bæst í hópinn.

Skoðun
Fréttamynd

Við erum öll hinsegin

Það eru ekki einungis forréttindi að fá að eldast, heldur líka forréttindi að fá að eldast í jafn framsæknu samfélagi og Íslandi. Margt vatn hefur runnið til sjávar síðan ég var barn og unglingur. Miklar framfarir hafa átt sér stað í réttindum kvenna, réttindum barna, réttindum hinsegins fólks og trans-fólks. Og ég hef verið svo heppinn að hafa verið hluti af þeirri vegferð þó það hafi ekki alltaf verið auðvelt.

Skoðun
Fréttamynd

Hvers vegna ekki Samfylkingu?

Samfylkingin sem stjórnmálaflokkur á sér merkilegar rætur eða allt aftur til hugmynda Nóbelsskáldsins okkar um samfylkingu allra vinstri manna, og var á sínum tíma mikill vonarneisti í stjórnmálum, meðal annars minn.

Skoðun
Fréttamynd

Senu­­þjófar kosninga­bar­­áttunnar

Nú þegar kosningabaráttan fyrir Alþingiskosningar 2021 fer að nálgast sinn hápunkt er ekki úr vegi að horfa yfir sviðið og reyna að glöggva sig á því hvaða frambjóðandi er sá svarti senuþjófur sem hefur náð að sópa til sín mestu af hinni dýrmætu athygli sem allt snýst um á tímum sem þessum. Þrír einstaklingar teljast ótvíræðir sigurvegarar. En óhætt að segja að þeir hafi farið sitthverja leiðina að því marki.

Lífið
Fréttamynd

Frelsi eða fátækt

„Heimurinn væri öruggari og farsælli ef fleiri bandamenn væru eins og Norðurlöndin“ sagði Barack Obama forseti Bandaríkjanna eftir fund með forsætisráðherrum Norðurlandanna vorið 2016.

Skoðun
Fréttamynd

Mannréttindi, ekki munaðarvara

Við þurfum að bæta heilbrigðiskerfi okkar. Til þess þurfum við að vita hvert við ætlum að stefna, hvaða breytingar þarf til. Það þarf að líta á heilbrigðisþjónustu sem mannréttindi og að hún sé samfélagslegt verkefni og viðurkenna um leið að þessi þjónusta er verkefni hins opinbera að mestu leyti. Þá fyrst hefjum við góða stefnumótun til framtíðar.

Skoðun
Fréttamynd

Börn án tæki­færa

Það þarf engan hagfræðing til þess að reka heimili þegar laun duga fyrir öllum útgjöldum heimilisins og gott betur. Það þarf hins vegar fjármálasnilling til þess að reka heimili þegar fólk er háð mannfjandsamlega lágum örorkulífeyrisgreiðslum sem duga ekki einu sinni fyrir lífsnauðsynjum.

Skoðun
Fréttamynd

Líf­seigar mýtur um fá­tækt

Síðustu 18 ár hef ég unnið með og fyrir einstaklinga sem búa við fátækt. Á þeim tíma hef ég heyrt aragrúa af mýtum um fátækt, frá vinum og fjölskyldu og frá stjórnmálamönnum. Eins er þessum mýtum gjarnan haldið á lofti í fjölmiðlum. Hverjar eru svo þessar mýtur og er eitthvað til í þeim?

Skoðun
Fréttamynd

Gleymd börn á gráu svæði

Þegar málaflokkur þjónustu við fatlað fólk fluttist frá ríki til sveitarfélaga árið 2011 „gleymdist“ að gera ráð fyrir þjónustu við börn með alvarlegar geð- og þroskaraskanir, börn sem gjarnan eru sögð glíma við svokallaðan fjölþættan vanda.

Skoðun
Fréttamynd

Þú þarft víst barna­bætur!

Þegar ég var að borða sand á rólóvöllum 9. áratugs seinustu aldar var ég eitt af heppnu börnunum sem fengu að fara á leikskóla. Mamma starfaði sem hjúkrunarfræðingur á Borgarspítalanum í Fossvogi sem rak þar yndislega leikskóla í því skyni að starfsfólk spítalans gæti unnið eðlilegan vinnudag.

Skoðun
Fréttamynd

Sáttmáli okkar við þjóðina

Engin þjóðarsátt er um óbreytt fiskveiðistjórnunarkerfi hér á landi. Þetta er ranglátt fyrirkomulag sem hefur gert nokkra útgerðarrisa ofurríka.

Skoðun
Fréttamynd

Ráð­herra eldri borgara skilar auðu!

Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, fer nú mikinn og þykist loks ætla að gera eitthvað í málefnum eldri borgara. En þegar kosningastefna Framsóknarflokksins hans er skoðuð þá er þar nánast ekkert bitastætt að finna í málefnum eldra fólks.

Skoðun