Persónuvernd

Fréttamynd

Myndbirtingar af börnum úr hófi fram

Forstjóri persónuverndar segir að myndbirtingar íslenskra foreldra af börnum sínum á samfélagsmiðlum séu komnar úr hófi fram. Þetta sé mikiðáhyggjuefni enda geti myndbirtingar haft mikil áhrif á barniðí framtíðinni.

Innlent
Fréttamynd

Þingmenn vestanhafs vilja koma böndum á Facebook

Þingmenn í Bandaríkjunum kölluðu í gær eftir betra eftirliti með Facebook eftir að greint var frá því að fyrirtækið hefði veitt stórfyrirtækjum víðtækan aðgang að persónuupplýsingum notenda og einkaskilaboðum þeirra án samþykkis.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Segir atvinnurekendur tortryggja veikindarétt starfsfólks

Færst hefur í aukana að atvinnurekendur boði starfsfólk sitt í skoðun hjá trúnaðarlækni án þess að það óski þess sjálft. Lögfræðingur ASÍ telur þetta leið til að tortryggja veikindaréttinn og segir þetta með öllu óheimilt.

Innlent
Fréttamynd

Lýðræðið í hættu vegna nethegðunar Íslendinga

Forstjóri Persónuverndar segir áhyggjuefni að nær allir fullorðnir Íslendingar noti Facebook. Smæðin geri þjóðina berskjaldaða fyrir misnotkun vegna flókinnar notkunar persónuupplýsinga sem risafyrirtæki safna en fáir skilja.

Innlent
Fréttamynd

Vafasamt að spjalla um hvað sem er

Ekki er hægt að tryggja að enginn komist í skilaboðin sem þú hefur sent í gegnum Facebook. Flestir nota sömu lykilorð alls staðar og þeim lykilorðum er síendurtekið lekið. Blaðamaður var örfáar mínútur að finna síðu þar sem hægt var að kaupa aðgang að stolnum lykilorðum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Heimilt að birta skrána en óvíst með aðferðina

Yfirlit yfir tekjur allra fullorðinna Íslendinga fyrir árið 2016 eru aðgengilegar á tekjur.is. Málið er til skoðunar bæði hjá Ríkisskattstjóra og Persónuvernd. Áður úrskurðað að óheimilt sé að miðla upplýsingum úr skattskrá gegn greiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Kvörtun til Persónuverndar varpar ljósi á hatrammar nágrannadeilur

Ábúendum í dreifbýli í ónefndu sveitarfélagi hefur verið gert að breyta sjónarhorni myndavélar sem þau notuðu til að vakta nærumhverfi sitt. Nágranni þeirra á næsta bæ kvartaði undan vöktuninni og sagðist upplifa sig undur stöðugu eftirliti nágrannanna. Samskipti nágrannanna eru rakin í úrskurði Persónuverndar og ljóst er að töluvert hefur gengið á þeirra á milli.

Innlent
Fréttamynd

Bifhjólamenn þurfa að forskrá sig á Ljósanótt

Hertar öryggisreglur verða á Ljósanótt í Reykjanesbæ sem fram fer seinni hluta næstu viku. Meðal annars verður umferð takmörkuð á hátíðarsvæðinu. Krafist þess að þátttakendur í hópakstri skrái sig fyrir fram.

Innlent