Kópavogur

Fréttamynd

Gerður Huld seldi húsið á 239 milljónir

Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, seldi einbýlishús sitt við Þrymsali 1 í Kópavogi á dögunum. Um er að ræða 404 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum sem var byggt árið 2008.

Lífið
Fréttamynd

Stefnt á að koma upp 98 hleðslustöðvum í Kópa­vogi

Orka náttúrunnar, ON, mun á næstu vikum setja upp tugi hleðslustöðva í Kópavogi í samstarfi við bæinn. Hleðslustöðvar við Hálsatorg í Hamraborg voru teknar í notkun í vikunni. Þær eru fyrstu af 98 hleðslustöðvum á 14 stöðum í Kópavogsbæ sem verða sett upp í haust.

Neytendur
Fréttamynd

Tvímenningar taldir tengjast Elko-málinu

Tveir menn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir á föstudag eru grunaðir um að tengjast tugmilljóna þjófnaði úr tveimur verslunum Elko, annars vegar í Kópavogi og hins vegar í Skeifunni.

Innlent
Fréttamynd

Segir komið í veg fyrir að einkabíll fái eðli­legt pláss í Reykja­vík

Ásgeir Sveinsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ, segir áríðandi að farið verði strax í framkvæmdir nýs samgöngusáttmála. Ekki hafi verið farið í neinar stórar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu síðan 2011. Það sé farið að hafa áhrif. Ásgeir fór yfir stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 

Innlent
Fréttamynd

Kópa­vogur - Að virða og varð­veita eigin sögu

Ég vil með þessum orðum minnast Héraðsskjalasafns Kópavogs sem bæjarstjórn Kópavogs ákvað að leggja niður á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans. Nú um mánaðarmótin mun síðasti héraðsskjalavörðurinn í Kópavogi láta af störfum. Um leið leggst af virk söfnun á skjölum og heimildum um sögu bæjarins og óvissa er með afgreiðslu úr skjölum safnsins.

Skoðun
Fréttamynd

Eva flutt inn í verðlaunahús Kára

Eva Bryn­geirs­dótt­ir, þjálfari og jógakennari, hefur flutt lögheimili sitt til kærasta síns Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar í Kópavogi.  Hús Kára er við Fagraþing í Kópavogi, með útsýni yfir Elliðavatn.

Lífið
Fréttamynd

Ætla að tala opin­skátt um of­beldi í Kópa­vogi

Kópavogsbær bregst við vopnaburði barna og ungmenna og flýtir innleiðingu forvarnarverkefnisins Opinskátt um ofbeldi. Ákveðið var að flýta verkefninu um eitt skólaár á fundi menntaráðs Kópavogsbæjar. Verkefnið verður innleitt í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna.

Innlent
Fréttamynd

Fjögur í varð­haldi vegna inn­brota í Elko

Fjögur voru í dag úrskurðuð í gæsluvarðhald til næsta föstudags vegna innbrota í tvær verslanir á höfuðborgarsvæðinu seint á sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags. Auk þeirra eru þrjú í haldi. Öll eru þau erlendir ríkisborgarar.

Innlent
Fréttamynd

Brotist inn í tvær verslanir sömu nóttina

Brotist var inn í verslanir Elko í Lindum og Skeifunni í nótt og farsímum stolið. Unnið er að því að komast að fjölda þeirra síma sem voru teknir, og að gera þá óvirka. Framkvæmdastjórinn segir engan símaskort í uppsiglingu þrátt fyrir innbrotið.

Innlent
Fréttamynd

Drengnum hafi ekki verið trúað í fyrstu

Móðir sex ára drengs sem varð fyrir árás á skólalóð í Kópavogi í gær segir son sinn hafa brugðist hárrétt við, en starfsmenn skólans hafi ekki trúað honum í fyrstu. Upptökur öryggismyndavéla hafi þó staðfest frásögn hans. Hún hafi fengið ábendingar um sambærilegar árásir í Fossvogi sama dag. 

Innlent
Fréttamynd

Kona réðst að sjö ára dreng við Smáraskóla

Sjö ára strákur varð fyrir aðkasti konu á leið sinni í frístund úr Smáraskóla í gær. Myndbandsupptökur staðfesta frásögn piltsins. Foreldrar stráksins finna að því að málið hafi ekki verið tilkynnt strax til lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Á­kærður fyrir að stinga lækni í kvöld­göngu

Þrítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að stinga lækni á sextugsaldri í júní á þessu ári. Árásin átti sér stað þegar tvenn hjón voru í kvöldgöngu við Lund í Kópavogi, þar á meðal var læknirinn.

Innlent
Fréttamynd

Brýnt að finna þyrluflugi nýjan sama­stað

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra telur það brýnt að finna þyrluflugi annan samastað en á Reykjavíkurflugvelli. Á sama tíma þurfi að vinna að aðgerðum til að draga úr hávaða vegna flugs á Reykjavíkurflugvelli í nærsamfélagi flugvallarins.

Innlent
Fréttamynd

Að standa með konum og kerfis­breytingum

Kerfisbreytingar á leikskólakerfinu í Kópavogi virðast hafa truflað ýmsar konur. Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands, Auður Önnu Magnúsdóttir, lýsir þeim sem birtingarmynd í bakslagi jafnréttisbaráttunnar og Dagný Ósk Aradóttir, lögfræðingur BSRB, segir Kópavogsmódeldið ógn við jafnrétti.

Skoðun
Fréttamynd

Bæjar­stjóri vill funda með ráð­herra um há­vaða á Kársnesi

Augnablikshávaði vegna flugumferðar frá Reykjavíkurflugvelli mælist reglulega langt yfir það sem er kveðið á um í reglugerð um hávaða um mörk vegna hávaða frá flugumferð. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi hefur óskað eftir fundi með innviðaráðherra til að ræða hávaðamengun á Kársnesi vegna aukinnar flugumferðar við Reykjavíkurflugvöll.

Innlent
Fréttamynd

Flytja Fri­day's innan Smára­lindar og fjölga stöðunum

Eigendur TGI Friday´s hafa samið við veitingamanninn Elís Árnason um kaup á veitingastaðnum Sport & Grill og kaffihúsinu Adesso í Smáralind og hafa tekið við rekstri staðanna. Gert er ráð fyrir því að Friday‘s flytji í húsnæði Sport og grill í Smáralind þegar búið er að breyta rýminu. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Helga Magnúsi Hermannssyni framkvæmdastjóra Friday‘s.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Að­eins meira um Kópa­vogs­módelið

Sonja Ýr Þorbergsdóttir kemur með nýjasta útspil gegn Kópavogsmódelinu í grein sinni „Leikskólarnir eru fjöregg samfélagsins“, núna er sem betur fer hætt að nota léleg uppeldisfræðileg rök og Sonja vill draga sveitarfélagið til ábyrgðar.

Skoðun