Kópavogur

Fréttamynd

Píratar birta fram­boðs­lista í Kópa­vogi

Píratar hafa birt framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningar í Kópavogi í vor. Oddviti er Sigurbjörg Erla Egilsdóttir en hún hefur setið í bæjarstjórn fyrir Pírata í Kópavogi undanfarin fjögur ár. 

Innlent
Fréttamynd

Ók á móti umferð frá Garðabæ að Kópavogi og olli slysi

Nokkur ölvunarmál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Tilkynnt var um ökumann sem ók á röngum vegarhelmingi og var grunaður um akstur undir áhrifum áfengis, ölvaðan ferðamann sem var til ama á veitingastað, eld í undirgöngum við íbúðarhúsnæði í miðbænum og slys við veitingahús.

Innlent
Fréttamynd

Kosninga­réttur náms­manna er­lendis skertur

Í ljósi þess hvernig til tókst við síðustu kosningar hefði mátt ætla að mikil metnaður yrði lagður í að næstu kosningar þann 14. maí gengju sem allra best. Nú þegar eru komnar fram alvarlegar brotalamir og fyrirséð að þeim fjölgi.

Skoðun
Fréttamynd

Reykja­nes­braut í stokk og nýr mið­bær við Smára

Reykjanesbraut verður lögð í stokk, Fífuhvammsvegur og Skógarlind færast upp á yfirborðið og mannvænt og spennandi miðbæjarumhverfi myndast við Smárahverfi í Kópavogi. Þetta mun allt gerast á svæðinu samkvæmt vinningstillögu hugmyndasamkeppni um uppbyggingu Kópavogs sem kynnt var í dag.

Innlent
Fréttamynd

Bless skaflar - halló vist­vænni sam­göngur

Það er lítill söknuður að löngu gránuðum snjósköflunum og flughálum stéttunum. Auðar stéttir og elsku sólin eru ánægjuleg sjón eftir þungan vetur. Börn á leið í skólann, foreldrar með barnavagna, eldri borgarar í heilsubótargöngu og öll hin sem ganga, taka almenningssamgöngur eða hjóla geta nú gert það að vild.

Skoðun
Fréttamynd

Frían mat í grunn­skóla Kópa­vogs

Viðreisn í Kópvogi vill að börn fái frían mat í grunnskólum. Heitur matur í hádeginu, ávextir og grænmeti er mikilvægt lýðheilsumál og mikilvæg forgangsröðun í þágu velferða. Það kostar hins vegar peninga og hvar ætlum við að fá þá?

Skoðun
Fréttamynd

Freyja flytur í Hveragerði

Öll starfsemi Sælgætisgerðarinnar Freyju verður flutt úr Kópavogi til Hveragerðis en fyrirtækið hefur fengið úthlutað um sautján þúsund fermetra lóð í bæjarfélaginu. Fimmtíu ný störf verð til í Hveragerði með flutningnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sveitar­fé­lögin eiga að vera jöfnunar­tæki

Velferðarsjóður barna á Íslandi hélt málþing tileinkað minningu Valgerðar Ólafsdóttur s.l. laugardag. Yfirskriftin var spurningin “Höfum við efni á barnafátækt”. Hið augljósa svar við henni er: Nei.

Skoðun
Fréttamynd

Biðu í röð á meðan Louis Tomlinson skellti sér í Sky Lagoon

Louis Tomlinson, fyrrverandi meðlimur strákasveitarinnar frægu One Direction, heldur fjölmenna tónleika í Origo-höllinni í kvöld. Aðdáendur söngvarans höfðu sumir staðið í röð fyrir utan höllina í þrjá daga. Tónlistarmaðurinn ákvað að undirbúa sig fyrir tónleikanna með því að skella sér í Sky Lagoon. 

Lífið
Fréttamynd

Ekki kominn í leitirnar mánuði síðar

Leitin að Sigurði Kort Hafsteinssyni, 65 ára gömlum karlmanni sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir þann 21. febrúar, hefur ekki enn borið árangur. Þetta staðfestir Heimir Ríkarðsson, lögreglufulltrúi í Kópavogi, í samtali við Vísi en hann vildi lítið tjáð sig um stöðu málsins.

Innlent
Fréttamynd

Theo­dóra leiðir lista Við­reisnar í Kópa­vogi

Theodóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, mun leiða lista Viðreisnar í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar sem fram fara 14. maí næstkomandi. Listinn var samþykktur á félagsfundi í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Kópavogur-Kharkiv

Stríðið í Úkraínu hefur fært okkur átakanlegar myndir af þjáningum venjulegs fólks, nágranna okkar, sem hafa orðið að þola ólýsanlegar hörmungar. Dag eftir dag fáum við fréttir af árásum á íbúðahverfi, skóla, heilbrigðisstofnanir, menningarstofnanir og aðra innviði, fæsta hernaðarlegs eðlis.

Skoðun
Fréttamynd

Loka í Kópavogsskóla vegna myglu

Hluta Kópavogsskóla verður lokað frá og með morgundeginum vegna myglu. Nemendur skólans í 6. og 7. bekk verða heima á morgun en aðrir nemendur mæta í skólann. Í kjölfarið verður húsnæði sem áður hýsti bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar nýttur undir kennslu.

Innlent
Fréttamynd

Slökkvi­lið í­trekað kallað út vegna vatns­leka

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast síðasta sólarhringinn þegar vatnsveður gekk yfir borgina. Mikið var um vatnsleka og samtals voru dælubílar slökkviliðsins kallaðir tólf sinnum út til að sinna slíkum verkefnum.

Innlent