Kópavogur

Fréttamynd

Pylsur, predikun og endur­fundir eftir far­aldurs­vetur

Eldri borgarar í Kópavogi streymdu í Lindakirkju í hádeginu í dag þar sem fyrsti almennilegi viðburðurinn fyrir þann hóp var haldinn frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Boðið var upp á dýrindis kræsingar, þjóðarrétt Íslendinga: pylsur, og tónlistarmenn stigu á stokk.

Innlent
Fréttamynd

Segir Við­reisn hafa brugðist þol­endum

Katrín Kristjana Hjartar­dóttir, einn af stofn­endum Við­reisnar, hefur sagt sig úr flokknum. Í sam­tali við Vísi segir hún á­stæðuna meðal annars þá að flokkurinn í Kópa­vogi hafi brugðist þol­endum.

Innlent
Fréttamynd

Gróður­eldar loga í Breið­holti

Tveir eldar hafa kviknað í skóginum á milli Breiðholtsbrautar og Seljabrautar. Útkall barst slökkviliði um klukkan 16:45 í dag og segir varðstjóri að slökkvistarf gangi ágætlega.

Innlent
Fréttamynd

Efna til hönnunar­sam­keppni um Foss­vogs­laug

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um að finna nýrri sameiginlegri sundlaug bæjarfélaganna stað um miðbik Fossvogsdals í göngufæri frá grunnskólum dalsins, Snælandsskóla og Fossvogsskóla.

Innlent
Fréttamynd

Í farbanni vegna mannslátsins í Kópavogi

Karlmaður á þrítugsaldri verður gert að sæta áframhaldandi farbanni næstu átta vikurnar að kröfu lögreglu. Maðurinn hefur stöðu sakbornings í rannsókn á mannsláti í Vindakór í Kópavogi í byrjun apríl.

Innlent
Fréttamynd

Hags­munir og skoðanir íbúa lítils virði

Það hefur örugglega ekki farið framhjá neinum að fyrirhugaðar eru stórframkvæmdir á Hamraborgarsvæðinu í Kópavogi. Áætlað er að á næstu árum verði byggðar þar 550 íbúðir auk verslunar- og þjónustusvæðis. Sveitarfélag ætti meðal annars að stuðla að góðu fjölskyldulífi, umönnun aldraðs fólks, Íþróttaiðkun og vellíðan bæjarbúa.

Skoðun
Fréttamynd

Óttast stórslys vegna mikils ágangs á reiðstígum

Hestamenn hafa áhyggjur af auknum ágangi á reiðvegum í höfuðborginni, sem geti leitt til stórslysa. Dæmi eru um að hjólreiða- og motorcrossfólk nýti sér stígana sem hefur leitt til þess að knapar veigri sér við að fara í útreiðartúra.

Innlent
Fréttamynd

Fimm milljarða baðlón á Kársnesi

Fimm milljarða króna baðlón verður opnað á Kársnesi á morgun. Framkvæmdastjóri segir þetta stærstu fjárfestingu í afþreyingu á höfuðborgarsvæðinu hingað til.

Innlent
Fréttamynd

Breyttu vélaverkstæði í fimleikahús

Íþróttafélagið Gerpla hélt upp á fimmtíu ára afmæli sitt í gær og í tilefni af hálfrar aldrar afmæli félagsins var sett saman fróðlegt myndband um sögu fimleikafélagsins.

Sport
Fréttamynd

Krefjast ekki lengur varðhalds vegna mannsláts í Kópavogi

Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í fjögurra vikna farbann, eða til 7. maí, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á mannsláti í Kópavogi á föstudaginn langa.

Innlent
Fréttamynd

300 milljóna gjaldþrot Orange Project

Gjaldþrot skrifstofuhótelsins Orange Project ehf. sem var með starfsemi í Reykjavík, Kópavogi og á Akureyri nam 329 milljónum króna. Ekkert fékkst upp í lýstar kröfur í þrotabúið. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Meintir gerendur í tveimur andlátsmálum tengjast

Tengsl eru á milli mannsins sem játað hefur að hafa orðið manni að bana í Rauðagerði og manns sem nú sætir gæsluvarðhaldi vegna dauða manns í Kópavogi á föstudag. Lögregla telur málin þó ekki tengjast. Farbann verður ekki framlengt yfir tveimur mönnum sem hafa stöðu sakbornings í rauðagerðismálinu.

Innlent