Kópavogur

Fréttamynd

Kári leitar að kettinum sínum

„Félagi minn og fóstbróðir hann Huginn er týndur,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í færslu á Facebook og auglýsir hann eftir kettinum sínum.

Lífið
Fréttamynd

Baráttan við kerfið kláraði hjónabandið

Fyrrverandi eiginmaður konu með MS segir að allt hafi leikið í lyndi þar til henni var synjað um nauðsynlega heimilisþjónustu hjá Kópavogsbæ og ákveðið að hún ætti að fara á hjúkrunarheimili. Hann hafi ekki lengur bolmagn til að sinna þjónustu við hana, baráttan við kerfið hafi klárað hjónabandið.

Innlent
Fréttamynd

Kópavogsbær ætlar í samvinnu við ríki að reyna að útvega konunni þjónustu

Kópavogsbær hefur sent frá sér tilkynningu vegna málefna konu með MS- taugahrörnunarsjúkdóms sem var synjað um áframhald á heimaþjónustu hjá bænum. Þar kemur fram að bærinn telji óásættanlegt að fólk lendi á gráu svæði milli ríkis og sveitarfélaga. Bærinn ætli eftir bestu getu að reyna að verða viðkomandi úti um þá þjónustu sem hún á rétt á í samvinnu við ríkið. 

Innlent
Fréttamynd

Festi hönd sína í gámnum og lést

Allt bendir til þess að karlmaður um þrítugt sem lést í Kópavogi á mánudaginn hafi fest sig í gámnum þegar hann var að teygja sig ofan í hann. Þetta segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild lögreglu, í samtali við Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Fallið frá hug­myndum um mis­læg gatna­mót

Fallið hefur verið frá hugmyndum um að ráðast í framkvæmd mislægra gatnamóta á mótum Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar. Þess í stað felur ný útfærsla í sér brú og ljósastýrð vegamót sem eigi að hafa minna rask í för með sér.

Innlent
Fréttamynd

Fannst látinn í gámi í Kópavogi

Karlmaður fannst látinn í söfnunargámi Rauða krossins snemma í morgun. Þetta herma heimildir fréttastofu. Talið er að maðurinn hafi fest sig í gámnum.

Innlent
Fréttamynd

Að rækta andlega heilsu

Í tilefni af alþjóða geðheilbrigðisdeginum, 10. október, er ánægjulegt að segja frá því að bæjarráð Kópavogs hefur ákveðið að nýta húsið sem kvenfélagið Hringurinn byggði árið 1925, og stendur á sunnanverðu Kársnesinu, sem Lýðheilsuhús þar sem áhersla verður lögð á geðrækt.

Skoðun
Fréttamynd

Betri samgöngur ohf. orðið að veruleika

Ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes, hafa gengið frá stofnun opinbers hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Loka leik­skólanum Baugi í Kópa­vogi vegna smits

Leikskólanum Baugi í Kópavogi hefur verið lokað tímabundið og allir starfsmenn og börn send í sóttkví eftir að eitt kórónuveirusmit greindist þar. Foreldrar fengu upplýsingar um smitið og lokunina seint í gærkvöldi.

Innlent