Þaulskipulagðir merkjavöruþjófar dæmdir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. desember 2021 10:14 Mennirnir fóru minnst tvær ferðir í verslun Bláa lónsins, en þeir voru gripnir eftir eina slíka ferð. Vísir/Vilhelm Tveir rúmenskir karlmenn hafa verið dæmdir í nokkurra mánaða fangelsi fyrir að hafa látið greipar sópa í ýmsum verslunum víðs vegar um landið á skipulagðan hátt. Þeir virðast hafa verið sólgnir í úlpur og aðra merkjavöru. Fjallað hefur verið um menninna tvo í fjölmiðlum eftir að þeir voru handteknir skömmu eftir að þeir stálu tveimur úlpum úr Bláa lóninu í október. Voru þeir í framhaldinu úrskurðaðir í gæsluvarðhald og síðar farbann. Í farbannsúrskurði Landsréttar kom fram að mennirnir voru þaulskipulagðir en lögregla fann meðal annars hliðartösku þar sem skorið hafði verið á botn töskunnar og í klæðningu var búið að koma fyrir „vasa“ gerðum úr álpappír og límbandi. Sagði í úrskurði Landsréttar að vasar af þessu tagi séu þekkt tæki í þjófnaðarmálum þar sem þeir komi í veg fyrir að þjófnarhlið virki sem skyldi. Játuðu sök Dómur yfir mönnunum var birtur í vikunni en þar kemur fram að mennirnir tveir hafi játað að hafa stolið fatnaði úr verslun Sports Direct í Kóavogi að verðmæti 163.900 króna, fjórum Canada Goose úlpum úr verslun Bláa Lónsins að verðmæti 310 þúsund króna. Þá stálu þeir ilmvötnum úr verslun Hagkaupa í Skeifunni fyrir 221.883 krónur auk þess sem að annar þeirra skellti sér norður til Akureyrar þar sem hann létu greipar sópa í verslunum á Glerártorgi og í miðbænum. Þar nældu hann sér í ilmvötn úr verslun Lyf og heilsu fyrir 114.082 krónur og fatnaði úr Isabellu fyrir 113.360 krónur. Einnig stal hann tveimur úlpum og einum bol úr verslun 66° í Skipagötu að verðmæti 94.100 króna. Mennirnir játuðu brot sín fyrir dómi og var annar þeirra, sá sem fór einnig til Akureyrar, dæmdur í fimm mánaðaða fangelsi, þar af eru þrír mánuður skilorðsbundnir. Þá þurfa mennirnig einnig að greiða Högum og Bláa lóninu skaðabætur. Akureyri Lögreglumál Grindavík Kópavogur Reykjavík Dómsmál Bláa lónið Tengdar fréttir Merkjavöruþjófar áfram í gæsluvarðhaldi Héraðsdómur Reykjaness hefur framlengt gæsluvarðhald yfir tveimur erlendum karlmönnum sem grunaðir eru um skipulagða glæpastarfsemi. 2. nóvember 2021 11:16 Þaulskipulagðir úlpuþjófar lausir úr haldi Tveir erlendir ríkisborgarar sem grunaðir eru um þaulskipulagðan úlpuþjófnað úr Bláa lóninu hafa verið úrskurðaðir í farbann og eru þeir því lausir úr gæsluvarðhaldi. 3. desember 2021 08:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Sjá meira
Fjallað hefur verið um menninna tvo í fjölmiðlum eftir að þeir voru handteknir skömmu eftir að þeir stálu tveimur úlpum úr Bláa lóninu í október. Voru þeir í framhaldinu úrskurðaðir í gæsluvarðhald og síðar farbann. Í farbannsúrskurði Landsréttar kom fram að mennirnir voru þaulskipulagðir en lögregla fann meðal annars hliðartösku þar sem skorið hafði verið á botn töskunnar og í klæðningu var búið að koma fyrir „vasa“ gerðum úr álpappír og límbandi. Sagði í úrskurði Landsréttar að vasar af þessu tagi séu þekkt tæki í þjófnaðarmálum þar sem þeir komi í veg fyrir að þjófnarhlið virki sem skyldi. Játuðu sök Dómur yfir mönnunum var birtur í vikunni en þar kemur fram að mennirnir tveir hafi játað að hafa stolið fatnaði úr verslun Sports Direct í Kóavogi að verðmæti 163.900 króna, fjórum Canada Goose úlpum úr verslun Bláa Lónsins að verðmæti 310 þúsund króna. Þá stálu þeir ilmvötnum úr verslun Hagkaupa í Skeifunni fyrir 221.883 krónur auk þess sem að annar þeirra skellti sér norður til Akureyrar þar sem hann létu greipar sópa í verslunum á Glerártorgi og í miðbænum. Þar nældu hann sér í ilmvötn úr verslun Lyf og heilsu fyrir 114.082 krónur og fatnaði úr Isabellu fyrir 113.360 krónur. Einnig stal hann tveimur úlpum og einum bol úr verslun 66° í Skipagötu að verðmæti 94.100 króna. Mennirnir játuðu brot sín fyrir dómi og var annar þeirra, sá sem fór einnig til Akureyrar, dæmdur í fimm mánaðaða fangelsi, þar af eru þrír mánuður skilorðsbundnir. Þá þurfa mennirnig einnig að greiða Högum og Bláa lóninu skaðabætur.
Akureyri Lögreglumál Grindavík Kópavogur Reykjavík Dómsmál Bláa lónið Tengdar fréttir Merkjavöruþjófar áfram í gæsluvarðhaldi Héraðsdómur Reykjaness hefur framlengt gæsluvarðhald yfir tveimur erlendum karlmönnum sem grunaðir eru um skipulagða glæpastarfsemi. 2. nóvember 2021 11:16 Þaulskipulagðir úlpuþjófar lausir úr haldi Tveir erlendir ríkisborgarar sem grunaðir eru um þaulskipulagðan úlpuþjófnað úr Bláa lóninu hafa verið úrskurðaðir í farbann og eru þeir því lausir úr gæsluvarðhaldi. 3. desember 2021 08:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Sjá meira
Merkjavöruþjófar áfram í gæsluvarðhaldi Héraðsdómur Reykjaness hefur framlengt gæsluvarðhald yfir tveimur erlendum karlmönnum sem grunaðir eru um skipulagða glæpastarfsemi. 2. nóvember 2021 11:16
Þaulskipulagðir úlpuþjófar lausir úr haldi Tveir erlendir ríkisborgarar sem grunaðir eru um þaulskipulagðan úlpuþjófnað úr Bláa lóninu hafa verið úrskurðaðir í farbann og eru þeir því lausir úr gæsluvarðhaldi. 3. desember 2021 08:15