Garðabær

Fréttamynd

Loka mötu­neyti nem­enda vegna smits í um­hverfi starfs­manna

Mötuneyti nemenda Fjölbrautaskólans í Garðabæ hefur verið lokað eftir að smit kom upp í nærumhverfi starfsmanna þar og þeir sendir í sóttkví. Skólameistari FG segir að koma verði í ljós hvort reglur um sóttkví og einangrun muni valda miklu raski í skólastarfinu.

Innlent
Fréttamynd

Hand­leggs­brotinn eftir að hafa verið laminn með kylfum

Ráðist var á einstakling í miðborg Reykjavíkur og hann laminn með kylfum. Að sögn lögreglu er árásarþoli handleggsbrotinn og var hann fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Árásarmennirnir voru farnir af vettvangi þegar lögregla kom á staðinn og er þeirra leitað.

Innlent
Fréttamynd

Þegar bara „rétta” skoðunin er leyfð

Það vakti athygli fótboltaáhugamanna nýverið að fjölnota íþróttahús sem nú rís í Garðabænum hafi ekki verið hugsað sem löglegur keppnisvöllur og vantar til þess upp á lofthæð. Veruleiki sem kom á óvart í “bransanum” en frá upphafi lá fyrir að svo yrði ekki.

Skoðun
Fréttamynd

Kynntu fyrirhugaðar stofnvegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu

Betri samgöngur ohf. og Vegagerðin halda í dag fund þar sem farið verður yfir þær stofnvegaframkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á höfuðborgarsvæðinu næstu árum. Um er að ræða kynningarfund um stofnvegaframkvæmdir Samgöngusáttmálans og verður streymt frá fundinum í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

Bó „í barneignum“ á gamals aldri

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra deildi krúttlegum fréttum af hundi sínum Bó á samfélagsmiðlum. Fjölskyldan hefur átt hundinn um árabil en nú stendur hann í stórræðum. 

Lífið
Fréttamynd

Kviknaði í bíl á Arnar­nes­brú

Eldur kom upp í bíl á Arnar­nes­brúnni í Garða­bæ rétt eftir klukkan sex í kvöld. Slökkvi­lið var kallað út og er búið að slökkva eldinn í bílnum.

Innlent
Fréttamynd

Anton Kristinn ákærður fyrir vopna- og fíkniefnalagabrot

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært Anton Kristinn Þórarinsson fyrir brot á vopnalögum og fíkniefnalögum sem rekja má til húsleitar lögreglu á heimili hans í Akrahverfinu í Garðabæ í mars 2019. Þrjú rafmagnsvopn, rafstuðbyssur, fundust á heimili Antons Kristins auk kókaíns og lítilræði af tóbaksblönduðu kannabisefni. 

Innlent
Fréttamynd

Björn og Unnur bæjarlistamenn Garðabæjar

Bæjarlistamenn Garðabæjar 2021 eru leikarahjónin Unnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors en þeim vour veitt verðlaunin við hátíðlega athöfn í gær. Styrkupphæð bæjarlistamanns er 1,5 milljón króna.

Menning
Fréttamynd

Hlupu til minningar um ellefu ára dreng sem lést af slys­förum

Um sjötíu manna hópur hljóp í Stjörnuhlaupinu á laugardag til minningar um Maximilian, ellefu ára dreng sem lést af slysförum í september á síðasta ári. Margir úr hópnum eru þegar búnir að skrá sig í Reykjavíkurmaraþonið og verður minningu hans einnig haldið á lofti þar.

Lífið
Fréttamynd

Smiðja í skapandi fataviðgerðum á Garðatorgi í dag

Ýr Jóhannsdóttir er textílhönnuður og listakona sem starfar undir nafninu Ýrúrarí. Verk hennar eru að mestu unnin í prjóni og í þeim mætast húmor, handverk og hreyfing. Ýr hefur miðlað aðferðarfræði sinni í smiðjum þar sem unnið er með ósöluhæfar peysur úr fatasöfnun Rauðakrossins og þær fá nýtt líf

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Geymslur þurfa ekki að greiða skaðabætur

Héraðsdómur fyrst, svo Landsréttur og nú Hæstiréttur eru sammála um að fyrirtækið Geymslur sé ekki skaðabótaskylt vegna stórbrunans í Garðabæ í apríl 2018. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í dag og staðfesti dóm á neðri dómstigum.

Innlent
Fréttamynd

Sinueldur í hrauni í Garðabæ

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna sinuelds í hrauni í Garðabæ. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði barst tilkynning um klukkan hálf þrjú, en það ku loga í og við gjótu í hrauninu, nærri svokölluðum Hádegishól.

Innlent