Grindavík

Fréttamynd

Suðvesturhornið nötrar og stærsti skjálftinn 5,7 að stærð

Jörð hefur skolfið á suðvesturhorni landsins í morgun og virðist ekkert lát á skjálftavirkni. Fyrstu skjálftar fundust upp úr klukkan tíu og enn skelfur jörð þegar klukkan er að verða ellefu. Skjálftar hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu, vestur í Stykkishólm og austur á Helllu.

Innlent
Fréttamynd

„Mesta furða hvað fólk ber sig vel“

Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur (VSFK), segir Suðurnesjamenn bjartsýna og bera sig almennt nokkuð vel þrátt fyrir að atvinnuástandið þar sé það versta á landinu. Atvinnuleysi á Suðurnesjum mældist 24,5 prósent í janúar en þar að auki eru margir sem hafa verið þvingaðir í lægra starfshlutfall.

Innlent
Fréttamynd

Sitja fastir í sóttkví um borð í bát eftir að skipverji greindist með veiruna

Níu skipverjar sitja nú í sóttkví um borð í línubátnum Fjölni GK sem liggur við bryggju í Grindavík eftir að skipverji greindist með covid-19. Skipverjinn sem um ræðir hafði nýverið komið til landsins frá útlöndum og hafði greinst neikvæður í fyrri sýnatöku á landamærum. Hann var þó nýmættur til vinnu og búinn að heilsa þremur öðrum skipverjum þegar hann fékk svar um að sýni greindist jákvætt eftir seinni skimun.

Innlent
Fréttamynd

Aðgerðum lokið við Kleifarvatn

Mikill viðbúnaður var við Kleifarvatn eftir að tilkynning barst um slys upp úr klukkan 12. Talið var að manneskja hefði farið í vatnið en síðar kom í ljós að ekki væri hætta á ferðum, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Innlent
Fréttamynd

Eigum að gera betur varnar­lega

Dominos-deild karla í körfubolta er farin aftur af stað eftir langa pásu sökum kórónufaraldursins. Grindavík vann flottan 14 stiga sigur á Þór Þorlákshöfn í kvöld, 119-105.

Körfubolti
Fréttamynd

Engar tilkynningar um slys á fólki

Engar tilkynningar hafa borist almannavarnadeild ríkislögreglustjóra um slys á fólki eða tjón á mannvirkjum í tengslum við stóran jarðskjálfta sem reið yfir á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag.

Innlent