Reykjavík

Fréttamynd

„Enginn að æpa og enginn að spyrja spurninga“

Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands héldu hvor um sig stutta tölu fyrir sögulegan fund ráðherranna í Hörpu í kvöld, þar sem þeir fjölluðu um tengsl stórveldanna. Eftir framsögu þeirra héldu þeir áfram lokuðum fundarhöldum.

Innlent
Fréttamynd

Í fangelsi í tvö og hálft ár fyrir nauðgun

Héraðs­dómur Reykja­víkur dæmdi í dag Augustin Du­fatanye í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa nauðgað konu. Hann verður þá að greiða út tæpa fimm og hálfa milljón vegna málsins, þar á meðal 1,8 milljón til konunnar í miska­bætur og tæpar fjórar milljónir fyrir allan sakar­kostnað.

Innlent
Fréttamynd

Starfsmaður í H&M smitaður

Starfsmaður verslunar H&M við Hafnartorg greindist með Covid-19 á dögunum. Allt starfsfólkið fer í kjölfarið í skimun og verslunin sótthreinsuð. Lokað var í búðinni um tíma í dag.

Innlent
Fréttamynd

Látum draumana rætast - nema drauma fatlaðs fólks

Á síðasta borgarstjórnarfundi var menntastefna Reykjavíkurborgar rædd. Heitið á stefnunni er að mínu mati fallegt; “Látum draumana rætast”. Það er talið að stefnumótunin sjálf sé sú allra metnaðarfyllsta sem sést hefur hér í borg en um 10.000 manns komu að því að móta hana.

Skoðun
Fréttamynd

Stjörnu­torg Kringlunnar mun færa sig um set

Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir á þriðju hæð Kringlunnar sem munu meðal annars skila sér í nýrri mathöll, breyttu Ævintýralandi og svokölluðum búbblublómaskála. Kostnaður er áætlaður um milljarður króna og framkvæmdatíminn um eitt og hált til tvö ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lítill gróðureldur á Laugarnesi

Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst um klukkan sjö í kvöld tilkynning um gróðureldur á Laugarnesi. Einn bíll var sendur á vettvang og tók það skamman tíma að ná tökum á gróðureldinum.

Innlent
Fréttamynd

Gróður­eldar loga í Breið­holti

Tveir eldar hafa kviknað í skóginum á milli Breiðholtsbrautar og Seljabrautar. Útkall barst slökkviliði um klukkan 16:45 í dag og segir varðstjóri að slökkvistarf gangi ágætlega.

Innlent
Fréttamynd

„Hvað í fjandanum er ég að gera í kynjafræði?“

Kynjafræði varð skylduáfangi fyrir iðnnema í Borgarholtsskóla um áramótin. Héðan af er alveg sama hvort nemi er á félagsfræðibraut, í vélvirkjanámi eða stálsmíði: Hann tekur heilan kynjafræðiáfanga ef hann ætlar að útskrifast úr Borgó.

Innlent
Fréttamynd

Blinken lentur á Keflavíkurflugvelli

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er lentur á Keflavíkurflugvelli. Ráðherrann mun funda með forseta Íslands, forsætisráðherra og utanríkisráðherra á morgun en hann er kominn hingað til lands til að sækja fund Norðurskautsráðsins á miðvikudag.

Innlent
Fréttamynd

Kom að gaskútum og olíu: „Hefði ekki viljað hugsa þá hugsun til enda“

Hústökufólk hefur undanfarin ár hreiðrað um sig í litlu einbýlishúsi við Þórsgötu með fjölda gaskúta til upphitunar. Eigandi hússins þakkar fyrir að stórslys hafi ekki orðið en gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir sinnuleysi með því að hafa ítrekað synjað sér um heimild til þess að rífa húsið, sem löngu er orðið ónýtt.

Innlent
Fréttamynd

Dróna­bann vegna fundar Norður­skauts­ráðsins

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að setja á tímabundið bann við flugi dróna eða annarra fjarstýrðra loftfara vegna ráðherrafundar Norðurskautsráðsins. Bannið verður í gildi frá og með deginum í dag til miðnættis á fimmtudag.

Innlent
Fréttamynd

Regnbogafánanum flaggað fyrir utan Höfða

Regn­boga­fáninn hefur verið dreginn að húni fyrir utan Höfða í til­efni af al­þjóð­legum degi gegn for­dómum í garð hin­segin fólks. Mann­réttinda­verð­laun Reykja­víkur­borgar voru veitt þar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Brotist inn í skartgripaverslun í miðborginni

Rétt fyrir miðnætti í nótt barst lögreglu tilkynning um að innbrot í skartgripaverslun stæði yfir í miðborginni. Rúða var brotin og skarti stolið en maður handtekinn með þýfið skömmu síðar. Var hann vistaður í fangageymslu.

Innlent
Fréttamynd

Kona nýkomin frá útlöndum fékk hríðir á sóttkvíarhóteli

Reiknað er með að Hótel Rauðará við Rauðarárstíg verði tekið í notkun sem nýtt sóttkvíarhótel í dag. Fimm flugvélar með farþega frá hááhættusvæðum eru væntanlegar til landsins síðdegis. Þá hefur ýmislegt gengið á á sóttkvíarhótelum landsins, að sögn umsjónarmanns; aðfaranótt laugardags fékk kona hríðir á sóttkvíarhóteli í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Telur íslensk stjórnvöld hræðast að „stugga við“ Ísrael

Þingmaður Samfylkingar vill að ríkisstjórnin fordæmi aðgerðir Ísraelsmanna á Gasasvæðinu undanfarna daga. Hún telur að stjórnvöld hræðist það að stugga við ísraelskum stjórnvöldum og því hafi ríkisstjórnin ekki tekið skýrari afstöðu með Palestínu en raun ber vitni.

Innlent
Fréttamynd

Sofnaði út frá elda­mennsku

Slökkviliðið var kallað út síðdegis í dag eftir að tilkynning barst um viðvörunarkerfi í gangi í íbúðarhúsnæði. Tilkynnandi hafði einnig fundið brunalykt og hafði samband við slökkvilið.

Innlent
Fréttamynd

Til greina kemur að setja kvóta á rástímana

Ásókn í að komast að á golfvelli á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei verið meiri og bitist er um rástímana. Sekúndum eftir að opnað hefur verið fyrir skráningu eru allir tímar bókaðir; ýmsum til mikillar mæðu.

Innlent
Fréttamynd

Reglur brotnar á fjórum veitingahúsum

Lögregluþjónar könnuðu sóttvarnir og leyfi á 39 veitingastöðum í miðbænum í gærkvöldi. Þar kom í ljós að á fjórum stöðum var tveggja metra reglan ekki virt, ekki bókhald yfir viðskiptavini eða enginn listi yfir starfsmenn.

Innlent
Fréttamynd

Tveir sautján ára í ofsaakstri

Lögregluþjónar mældu bíl á 160 kílómetra hraða á Miklubrautinni á öðrum tímanum í nótt en hámarkshraði þar er 80 kílómetrar á klukkustund. Þegar bíllinn hafði verið stöðvaður reyndist ökumaður hans sautján ára gamall.

Innlent